Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Leyndarhjúpur“ um veitingu ríkisborgararéttar verði skoðaður

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, ætl­ar að kalla eft­ir því að þing­menn fái að­gang að öll­um upp­lýs­ing­um um um­sækj­end­ur um rík­is­borg­ara­rétt. Hann seg­ir „ómögu­legt að það séu ein­hverj­ir þrír þing­menn í und­ir­nefnd alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar sem sjá um að fara yf­ir þess­ar um­sókn­ir.“

„Leyndarhjúpur“ um veitingu ríkisborgararéttar verði skoðaður
Ríkisborgararéttur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það „alveg ómögulegt að það séu einhverjir þrír þingmenn í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar“ sem fari yfir umsóknir um ríkisborgararétt. Hann kallar eftir því að allir þingmenn fái aðgang að upplýsingunum í umsóknunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kallar eftir því að „leyndarhjúpur“ yfir veitingu ríkisborgararéttar verði skoðaður í ljósi gagnsæis og hæfisreglna. 

Þetta koma fram í máli þingmannsins í upphafi þingfundar í dag undir liðnum störf þingsins. „Að veita ríkisborgararétt er stórmál, stórmál fyrir þann sem veitir hann og stórmál fyrir þá sem fá ríkisborgararétt á Íslandi. Nú líður að þeim tíma að umsóknir sem berast til Alþingis um ríkisborgararétt verði teknar til umfjöllunar og afgreiddar. Við höfum áður tekist á um það hér í þingsal og þá hafa verið deildar meiningar um hvernig eigi að vinna með slíkar umsóknir og þetta kerfi verið gagnrýnt,“ sagði Jón. 

Dylgjur, atvinnurógur og slúður

Átökin sem fyrrverandi dómsmálaráðherra vísaði í áttu sér stað í byrjun apríl þegar Jón, sem þá var dómsmálaráðherra, lét þau orð falla á þingi að hann teldi til­efni til að skoða það í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hvort þing­menn í nefnd­inni hefðu tengsl við eða þeg­ið gjaf­ir frá því fólki sem feng­ið hef­ur rík­is­borg­ara­rétt með lög­um frá Al­þingi. Í kjöl­far­ið steig hver þing­mað­ur­inn á fæt­ur öðr­um í pontu til að bera af sér sak­ir og dóms­mála­ráð­herr­ann var sak­að­ur um dylgj­ur, at­vinnuróg og slúð­ur úr ræðu­stól.  

Orðrétt sagði Jón, í umræðum um fundarstjórn forseta:

„Hitt er svo hvernig staðið hefur verið að ríkisborgararéttarveitingu hér á Alþingi, það held ég að sé tilefni til þess að skoða, virðulegur forseti, og það má líka skoða það, t.a.m. í nefndinni sem um þetta fjallaði, hver eru möguleg tengsl fólks við það fólk sem hefur verið veittur ríkisborgararéttur. Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar, hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt. Þetta eru kannski atriði sem, virðulegur forseti, væri ástæða til að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt eigi við rök að styðjast.“

Jón fleytti með orðum sínum áfram dylgjum sem settar höfðu verið fram, sér í lagi um tvo tiltekna stjórnarandstöðuþingmenn sem á árum áður störfuðu sem lögmenn, m.a. við réttargæslu einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Önnur þeirra, Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata sagði orð dómsmálaráðherra viðurstyggileg og að mörgu leyti ekki svaraverð en fann sig knúna til að koma upp í pontu og bera af sér sakir. „Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt með frá Alþingi, aldrei, og myndi aldrei gera,“ sagði Arndís í umræðum á þingi í apríl. 

Ómögulegt að þrír þingmenn fari yfir umsóknir

Jón, nú sem óbreyttur þingmaður, ræddi veitingu ríkisborgararéttar á þingfundi í dag og sagði það „ómögulegt að það séu einhverjir þrír þingmenn í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar sem sjá um að fara yfir þessar umsóknir, leggi á þær mat, taki á móti upplýsingum sem berast meðal annars frá Útlendingastofnun og lögreglu og síðan komi tillaga inn til þingsins en háttvirtir þingmenn hafi engin tök á að kynna sér þær umsóknir, taki enga umræðu um það af hverju verið er að hafna ákveðnum umsóknum, af hverju verið er að samþykkja ákveðnar umsóknir.“

Þetta telur Jón að gangi ekki upp og ætlar hann að kalla eftir því að þingmenn fái aðgang að öllum upplýsingum um umsækjendur um ríkisborgararétt. 

„Það getur varla talist neitt annað réttlætanlegt í þessu en að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um það hvaða ákvarðanir þeir eru að taka í þessu mikilvæga máli,“ sagði Jón. 

Veiting ríkisborgararéttar er yfirleitt með síðustu verkum Alþingis fyrir jólafrí. Meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt er Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, sem hef­ur bú­ið hér á landi í tæp sex ár og á hverju ári feng­ið sím­tal frá Út­lend­inga­stofn­un um að vísa eigi hon­um burt. Isaac var vísað úr landi í gærmorgun, í lögreglufylgd, alla leið til Gana og verður hann að öllum líkindum ekki á landinu þegar umsókn hans verður tekin fyrir. Fé­lag­ar hans í Þrótti ætla hins vegar ekki að leggja ár­ar í bát. Þeir líta á ferð vall­ar­stjór­ans sem frí sem hann muni koma aft­ur úr bráð­lega. „Allt snýst um að koma hon­um heim fyr­ir jól,“ seg­ir þjálf­ari hjá Þrótti.   

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Jón þessi hefði passað vel inn í valdakerfið þýska á árunum 1933-45.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár