Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Glímt við drauga fortíðar

Sverr­ir Nor­land spinn­ur í sögu sinni ýmsa for­vitni­lega þræði en opn­að er á of mörg og stór mál­efni og ekki kaf­að nægi­lega djúpt í þau.

Glímt við drauga fortíðar
Sverrir Norland Kletturinn er þriðja skáldsaga höfundar. Mynd: Kristinn Magnússon
Bók

Klett­ur­inn

Höfundur Sverrir Nordal
Forlagið -JPV útgáfa
212 blaðsíður
Gefðu umsögn

Í upphafi sögu kemur Einar Torfason óvænt auga á Brynjar Fludel, gamlan vin sinn, og kærustu hans, Tinu Birnu. Þetta snertir hann illa og þegar hann fær í kjölfarið boðskort í brúðkaup skötuhjúanna er honum öllum lokið. Ljóst er að eitthvað hefur gerst á milli þeirra, einhver gamall draugur er vakinn og Einar hefur ekki nokkurn áhuga á því að horfast í augu við hann.

Kletturinn er samtímasaga og hefst í Reykjavík um miðjan apríl 2022, en það sem allt hverfist um átti sér stað í Hvalfirði tuttugu árum fyrr. Einar, Brynjar og Gúi, félagi þeirra úr Menntaskólanum í Reykjavík, fóru saman í útilegu um verslunarmannahelgi og þar lét Gúi lífið við grunsamlegar aðstæður. Þetta situr skiljanlega í þeim sem eftir lifa og í sögunni er síðan leitt til lykta hvað það var eiginlega sem gerðist í útilegunni. 

Einar er um fertugt, heimavinnandi faðir þriggja barna, atvinnulaus handritshöfundur og eiginmaður þingkonunnar Emblu, sem er á hraðri uppleið í lífinu og stefnir á enn frekari frama í stjórnmálum. Einar stússar vitaskuld mikið í kringum börnin, nærvera þeirra er áþreifanleg í sögunni og barnamál tekur á köflum yfir textann. Að heyra sagt frá draumum um að fara í „rússíbanana“ í „Kjötmannahöfn“ og horfa á „sónvabbið“ er auðvitað hluti veruleika þess sem er mikið einn heima með börnum, þótt slík orð séu raunar frekar þreytandi í lesmáli.

Einar bakar sítrónumúffur og pantar hluti frá IKEA, Embla birtir myndir af börnunum á samfélagsmiðlum og uppsker „tvö hundruð og sautján hjörtu og fjörutíu og átta athugasemdir á borð við: Þvílíkir gullmolar, Embla! Og þú ert flottust!“(bls. 46) eins og lög gera ráð fyrir. Einar er heimavinnandi, sem fyrr segir, og ef til vill ekki alsáttur við það.

„Það hafði meira að segja birst grein í Mannlífi með undirfyrirsögninni „Við bakið á ofurkonunni Emblu Eiðsdóttur styður traustur eiginmaður“. (Ég var nafngreindur síðar í textanum.) Hinn bitri sannleikur var hins vegar sá að fæstir sóttust eftir hlutskipti mínu og þá allra síst aðrir karlmenn; ég sá vorkunn í augum þeirra frekar en aðdáun.“ (bls. 47)

Einari nægir ekki hlutverk húsföðurins og yfirlýst verkefni hans er því að hann sé að skrifa bók. „Glæpasögu – Nordic noir. Það var bæði söluvænlegt og karlmannlegt; fólk kinkaði samþykkjandi kolli.“ (bls. 48) 

Það er ljóst strax í upphafi sögu að Einar virðist ekki „hvíla almennilega í sjálfum sér“ eins og sagt er. Eftir því sem sögunni vindur fram kemur svo smám saman í ljós að þetta er hreint ekki nýtt vandamál og lesendur fá að kynnast margvíslegum fortíðardraugum hans og basli við að tengjast öðru fólki.

Kletturinn er bók sem að stærstum hluta snýst um sambönd. Vináttusambönd á milli karlmanna, samband (eða skort á sambandi) sonar við föður, samband þess sem ekki hefur „fundið sig í lífinu“ við eiginkonu sem skarar fram úr, og ekki síst samband manns við sjálfan sig þegar hann stendur frammi fyrir ákvörðun um að gera hreint fyrir sínum dyrum eða sleppa því.

Persónur sögunnar eru nokkuð langt frá því að vera einhliða. Engin þeirra er algóð eða alslæm, þær eru eins og manneskjur eru flestar, meingallaðar en engu að síður elskuverðar. Eða hvað? Ein af þeim spurningum sem verkið krefur lesendur sína svara við er hvort hægt sé að vinna grimmdarverk en vera samt sem áður fúnkerandi manneskja, sem á skilið ást og virðingu.

Sverrir Norland skrifar fjörlegan stíl og spinnur í sögu sinni ýmsa forvitnilega þræði. Ef til vill mætti segja að í verkinu sé opnað á of mörg og stór málefni og kannski ekki kafað nægilega djúpt í þau. Kletturinn er engu að síður saga sem veltir upp fjölmörgum áhugaverðum spurningum án þess að taka sig allt of hátíðlega.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
7
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
10
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
3
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
8
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár