Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Glímt við drauga fortíðar

Sverr­ir Nor­land spinn­ur í sögu sinni ýmsa for­vitni­lega þræði en opn­að er á of mörg og stór mál­efni og ekki kaf­að nægi­lega djúpt í þau.

Glímt við drauga fortíðar
Sverrir Norland Kletturinn er þriðja skáldsaga höfundar. Mynd: Kristinn Magnússon
Bók

Klett­ur­inn

Höfundur Sverrir Nordal
Forlagið -JPV útgáfa
212 blaðsíður
Gefðu umsögn

Í upphafi sögu kemur Einar Torfason óvænt auga á Brynjar Fludel, gamlan vin sinn, og kærustu hans, Tinu Birnu. Þetta snertir hann illa og þegar hann fær í kjölfarið boðskort í brúðkaup skötuhjúanna er honum öllum lokið. Ljóst er að eitthvað hefur gerst á milli þeirra, einhver gamall draugur er vakinn og Einar hefur ekki nokkurn áhuga á því að horfast í augu við hann.

Kletturinn er samtímasaga og hefst í Reykjavík um miðjan apríl 2022, en það sem allt hverfist um átti sér stað í Hvalfirði tuttugu árum fyrr. Einar, Brynjar og Gúi, félagi þeirra úr Menntaskólanum í Reykjavík, fóru saman í útilegu um verslunarmannahelgi og þar lét Gúi lífið við grunsamlegar aðstæður. Þetta situr skiljanlega í þeim sem eftir lifa og í sögunni er síðan leitt til lykta hvað það var eiginlega sem gerðist í útilegunni. 

Einar er um fertugt, heimavinnandi faðir þriggja barna, atvinnulaus handritshöfundur og eiginmaður þingkonunnar Emblu, sem er á hraðri uppleið í lífinu og stefnir á enn frekari frama í stjórnmálum. Einar stússar vitaskuld mikið í kringum börnin, nærvera þeirra er áþreifanleg í sögunni og barnamál tekur á köflum yfir textann. Að heyra sagt frá draumum um að fara í „rússíbanana“ í „Kjötmannahöfn“ og horfa á „sónvabbið“ er auðvitað hluti veruleika þess sem er mikið einn heima með börnum, þótt slík orð séu raunar frekar þreytandi í lesmáli.

Einar bakar sítrónumúffur og pantar hluti frá IKEA, Embla birtir myndir af börnunum á samfélagsmiðlum og uppsker „tvö hundruð og sautján hjörtu og fjörutíu og átta athugasemdir á borð við: Þvílíkir gullmolar, Embla! Og þú ert flottust!“(bls. 46) eins og lög gera ráð fyrir. Einar er heimavinnandi, sem fyrr segir, og ef til vill ekki alsáttur við það.

„Það hafði meira að segja birst grein í Mannlífi með undirfyrirsögninni „Við bakið á ofurkonunni Emblu Eiðsdóttur styður traustur eiginmaður“. (Ég var nafngreindur síðar í textanum.) Hinn bitri sannleikur var hins vegar sá að fæstir sóttust eftir hlutskipti mínu og þá allra síst aðrir karlmenn; ég sá vorkunn í augum þeirra frekar en aðdáun.“ (bls. 47)

Einari nægir ekki hlutverk húsföðurins og yfirlýst verkefni hans er því að hann sé að skrifa bók. „Glæpasögu – Nordic noir. Það var bæði söluvænlegt og karlmannlegt; fólk kinkaði samþykkjandi kolli.“ (bls. 48) 

Það er ljóst strax í upphafi sögu að Einar virðist ekki „hvíla almennilega í sjálfum sér“ eins og sagt er. Eftir því sem sögunni vindur fram kemur svo smám saman í ljós að þetta er hreint ekki nýtt vandamál og lesendur fá að kynnast margvíslegum fortíðardraugum hans og basli við að tengjast öðru fólki.

Kletturinn er bók sem að stærstum hluta snýst um sambönd. Vináttusambönd á milli karlmanna, samband (eða skort á sambandi) sonar við föður, samband þess sem ekki hefur „fundið sig í lífinu“ við eiginkonu sem skarar fram úr, og ekki síst samband manns við sjálfan sig þegar hann stendur frammi fyrir ákvörðun um að gera hreint fyrir sínum dyrum eða sleppa því.

Persónur sögunnar eru nokkuð langt frá því að vera einhliða. Engin þeirra er algóð eða alslæm, þær eru eins og manneskjur eru flestar, meingallaðar en engu að síður elskuverðar. Eða hvað? Ein af þeim spurningum sem verkið krefur lesendur sína svara við er hvort hægt sé að vinna grimmdarverk en vera samt sem áður fúnkerandi manneskja, sem á skilið ást og virðingu.

Sverrir Norland skrifar fjörlegan stíl og spinnur í sögu sinni ýmsa forvitnilega þræði. Ef til vill mætti segja að í verkinu sé opnað á of mörg og stór málefni og kannski ekki kafað nægilega djúpt í þau. Kletturinn er engu að síður saga sem veltir upp fjölmörgum áhugaverðum spurningum án þess að taka sig allt of hátíðlega.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
6
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár