Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þegar botnlanginn kippist út

Vanda­mál vina minna er langt frá því að vera strætóljóða­bók. Í sum­um ljóð­um er skot­ið fram hjá, ef svo má segja, en engu að síð­ur er bók­in sterk og strætó­skáld­in mættu taka hana til fyr­ir­mynd­ar.

Þegar botnlanginn kippist út
Höfundurinn Harpa Rún Kristjánsdóttir
Bók

Vanda­mál vina minna

Höfundur Harpa Rún Kristjáns­dótt­ir
Bjartur
80 blaðsíður
Niðurstaða:

Öflug, femínísk ljóðabók sem hverfist um áföll og erfðir. Mörg ljóðin eru afar sterk en þó mætti brjóta oftar upp grunnþemað.

Gefðu umsögn

Stundum er talað um strætóljóðabækur: látlausar, tilfinningasamar og svo knappar að kilirnir eru ekki nógu breiðir til að prenta titilinn á. Strætóljóð hverfast um smáa atburði í innra lífi ljóðskáldsins (svo sem fólkið sem það horfir á, en talar ekki við, í strætó) og hafa áru viðkvæmni og örlítillar sjálfhverfu. Þetta er andstæðan við Vandamál vina minna eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Þessi önnur ljóðabók höfundar er heilar 76 blaðsíður að lengd og horfir, eins og hinn vel sýnilegi titill á kilinum bendir til, út á við. Ekki einn einasti strætó kemur við sögu, enda er sögusviðið í sveitum landsins – óvenjulegt í hinni afar Reykjavíkurmiðuðu íslensku ljóðasenu.

Umfjöllunarefnin hafa nokkra breidd en þó má finna nokkur einkennandi þemu. Ljóðin eru femínísk, þau einblína á líf og hlutskipti kvenna, og fjalla mörg hver um áföll og erfðir þeirra. Þetta síðastnefnda er raunar orðið eitt helsta umfjöllunarefni íslenskra bókmennta á síðustu árum og því er hér ekki farin ótroðin slóð. Þó er nálgunin að mörgu leyti frumleg. Til dæmis eru gamlar goð- og þjóðsögur endurtekið stef. Í ljóðinu „Mistök“ læsir ljóðmælandinn „tönnum / gegnum börkinn“ og tyggur eplið af skilningstrénu; hún finnur „bragð af losta / barnsfararsótt / og kúgun // í næsta bita / blæðingar / brjóstagjöf / og brotið rif“. Snákurinn horfir á ljóðmælandann „úr kjarnahúsi … sjáöldrin sá / í mig fræjum“. En ljóðmælandinn spýtir þeim út og „niður hökuna rennur / nýfenginn skilningur“. Ljóðmælandinn mælir svo „fyrir munn okkar allra: // Myndi gera allt / aftur“. Harpa Rún tengir þannig saman áföll og erfðir þeirra við Evu og eplið, en snýr upp á hina kunnuglegu sögu. Skilningurinn er þess virði, að éta eplið var meðvituð ákvörðun; þótt áföll fylgi á eftir, þá eru þau hluti þess lífs sem við höfum kosið okkur. Þannig erum við meira en valdalaus fórnarlömb áfalla fortíðarinnar, dæmd til að endurtaka erfðasyndina.

Þá birtast prinsessurnar Þyrnirós og Mjallhvít á femínískan máta. Í ljóðinu „Einu sinni var …“ ætlaði Þyrnirós „alls ekki að sofna / það var / byrlun“; Mjallhvít „hefði frekar þurft / fyrstu hjálp / en blautar varir / að kúgast yfir“. Ljóðmælandinn var „sjálf … komin með / upp í kok / af kossablautum froskum / sem kölluðu mig /prinsessu // Þegar gert var heyrinkunnugt / að þögn var aldrei / sama / og samþykki“. Nauðganir, sársaukafullar fæðingar, tíðaverkir og ömurlegar karlrembur fylla síður bókarinnar, en líka stuðningur og vinátta. Í ljóðinu „Kaffi“ rekur ljóðmælandinn „úr þér garnirnar … rykki ákveðið / þegar botnlanginn kippist út … vind upp / í snyrtilegan hnykil … og bý þér værðarvoð / til að hjúfra þig í / þar sem þú liggur … Og sefur ekki / Svefni hinna réttlátu“. Hlutverk vinarins er að taka áföll fortíðarinnar og snúa þeim upp í hlýju.

Ljóðin eru flest í þessum femíníska baráttuanda. Stundum finnst manni þó skotið fram hjá, eins og í ljóði sem vísar í nýleg mótmæli íranskra kvenna gegn kúgun klerkastjórnarinnar; hér vakna efasemdir um að ljóðabók um áföll og erfðir á Íslandi sé góður vettvangur fyrir þetta umfjöllunarefni. Þá virka ljóðin sem eru húmorísk eins og ferskur andblær (ljóðið „Brunagat“ hefst á orðunum „Alltaf þegar Johnny Cash / syngur „Ring of fire“ / langar mig / að fá mér að ríða“) og mættu vera fleiri til að brjóta upp framvinduna. Engu að síður er þetta sterk bók höfundar sem veigrar sér ekki að tala fyrir munn margra og segja það sem þarf að heyrast. Strætóskáldin mega taka sér hana til fyrirmyndar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár