Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur að Bjarni hafi axlað ábyrgð þó hann hætti ekki alfarið

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, inn­viða­ráð­herra og formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, tel­ur að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hafi þeg­ar axl­að ábyrgð á van­hæfi sínu við söl­una á Ís­lands­banka sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is komst að nið­ur­stöðu um.

Telur að Bjarni hafi axlað ábyrgð þó hann hætti ekki alfarið
Ábyrgðin „Mér finnst hann axla ábyrgð á því áliti sem þarna var,“ segir Sigurður Ingi um ríkisstjórnarbróður sinn Bjarna Benediktsson. Mynd: Golli

„Ég held að það væri meiri óvissa ef formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins væri ekki í ríkisstjórn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um nýtilkynnt sætaskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. 

Þau eru tilkomin vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar síðastliðinn þriðjudag. Hann sagði af sér eftir að Umboðsmaður Alþingis komst að niðurstöðu um að Bjarna hefði brostið hæfi við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka en faðir Bjarna var á meðal kaupenda í lokuðu útboði. 

Er Bjarni að taka fulla ábyrgð þegar hann fer bara svona úr einum stól í annan? 

„Hver flokkur skipar sínu ráðherraliði auðvitað eins og það er,“ segir Sigurður Ingi sem ræddi við Heimildina eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í morgun. „Mér finnst hann axla ábyrgð á því áliti sem þarna var og eins og hann sagði þarna áðan að fría ráðuneytið frá þeirri umræðu enda er hann þar með að axla ábyrgð á því.“ 

„Í pólitík er aldrei neitt sjálfgefið“

Höfðuð þið ekkert um þetta að segja, var það bara Sjálfstæðisflokkurinn sem gat tekið þessa ákvörðun? 

„Í pólitík er aldrei neitt sjálfgefið,“ segir Sigurður Ingi. „Þegar það verða stórar vendingar þá þarf að sjálfsögðu að ræða þær og það höfum við gert.“

Hvenær fóruð þið fyrst að heyra af þessari hugmynd, að þau myndu skipta um sæti?

„Ég man það nú ekki. Við ræðum margt. Það er hluti af pólitík að vera undirbúinn og þar af leiðandi ólíkar sviðsmyndir, en nákvæmlega hvenær, ég þori ekki að fullyrða það.“ 

Það var talað um stöðugleika hérna áðan en maður spyr sig samt hvort það leiði ekki af sér meiri óstöðugleika að vera áfram með mann sem er nýbúinn að segja af sér áfram í ríkisstjórn? 

„Ég lít ekki svo á. Ég held að það væri meiri óvissa ef formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins væri ekki í ríkisstjórn.“ 

Hafi ekki hundsað vilja þjóðarinnar

Er þitt fólk í Framsóknarflokknum almennt sátt við þessa niðurstöðu?

„Já.“ 

Maskína birti í gær niðurstöður úr könnun sem benti til þess að 70% Íslendinga vildu að Bjarni hætti alfarið sem ráðherra. Spurður hvort ríkisstjórnin sé að hundsa vilja þjóðarinnar með því að halda Bjarna áfram í bátnum segir Sigurður Ingi: 

„Skoðanakannanir eru einhverjar punktmælingar á áliti fólks. Kosningar eru hins vegar mælingin á traust stjórnmálamanna og það verður þá að koma í ljós.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það er varla til orð yfir þessa svokölluðu ríkisstjórn.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.
Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár