Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hvað gengur og gengur en fer ekki neitt?“

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir sá Pabbastráka og hafði ým­is­legt út á verk­ið að setja.

„Hvað gengur og gengur en fer ekki neitt?“
Pabbastrákar Pabbastrákar fara í óspennandi ferðalag að mati gagnrýnanda.
Leikhús

Pabbastrák­ar

Höfundur Hákon Örn Helgason og Helgi Grímur Hermannsson
Leikarar Hákon Örn Helgason og Helgi Grímur Hermannsson

Tónlist og flutningur: Andrés Þór Þorvarðarson Dramatúrg og meðhöfundur: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Leikmynd og búningar: Aron Martin Ásgerðarson Ljósahönnun: Magnús Thorlacius

Tjarnarbíó
Gefðu umsögn

Spánarstrendur hafa lengi verið leiksvið íslenskra látalæta. Guðmundur Steinsson bauð íslenskum leikhúsgestum á ströndina í gamanleiknum Sólarferð árið 1976 þegar margir þeirra höfðu hreinlega ekki stigið fæti á spænska strönd. Rúmlega fjörutíu árum seinna fór Friðgeir Einarsson með leikhúsgesti á Club Romantica í annars konar sólarferð. Bæði leikritin gera gys að hegðun þjóðarinnar en samtímis grandskoða frá ólíkum sjónarmiðum í verkum þar sem form og innihald spila saman.

Óspennandi ferðalag

Sviðshöfundarnir Hákon Örn Helgason og Helgi Grímur Hermannsson staðsetja Pabbastráka sömuleiðis á spænskri strönd, innan veggja Tjarnarbíós. Sumarið 2007 hittast Ólafur og Hannes fyrir tilviljun við farangursbeltið og taka tösku hvor annars í misgripum. Ólafur er rúðustrikaður fjölskyldufaðir sem getur ekki án áætlunar verið og reynir af öllum lífs og sálar kröftum að ná sambandi við unglingsson sinn með litlum árangri. Hannes er unglingur í líkama fullorðins manns sem hefur alltaf litið upp til landsfræga pabba síns sem er nýlega látinn og ætlar að nýta ferðina til að skrifa ævisögu hans. Í leit sinni að svörum finna þeir óvænt hvor annan.

Þrátt fyrir forvitnileg fyrirheit er Pabbastrákar langdregið og óspennandi ferðalag. Nálgun Hákonar og Helga flakkar á milli einlægni, góðlátlegs gríns, aftengingar, súrrealisma og uppistands, líkt og höfundarnir treysti sér ekki til að taka afstöðu hvorki í handriti né leik. Þá er öruggara að halda sig í fjarlægð við persónur verksins, forðast einhvers konar sjálfskoðun og ríghalda í söguþráðinn, ef svo skyldi kalla. Niðurstaðan er fremur ófyndin flatneskja sem gefur lítið af sér.

„Þrátt fyrir forvitnileg fyrirheit er Pabbastrákar langdregið og óspennandi ferðalag.“

Ágætis hugmynd dugar ekki í sýningu

Atburðarásin gerist kannski sumarið 2007 og á að vera byggð á sannri sögu en höfundar vinna ekki með þessar hugmyndir að neinu ráði. Fyrir utan formála í byrjun er yfirvofandi fjármálahrun sýningunni óviðkomandi heldur er fortíðin endursögð með spaugilegum áherslum nostalgíunnar og söguþráðurinn teygður áfram atburð fyrir atburð án þess að rannsaka ævisöguformið neitt sérstaklega. Hér víkja form og innihald fyrir yfirborðskenndu spaugi sem skilur afskaplega lítið eftir.

Sviðsmyndin er einföld; samansafn af strandhúsgögnum, handklæðum og uppblásnum sundlaugaleikföngum. Ólafur og Hannes klæðast útivistarbuxum með skálmum sem hægt er að renna af, sandölum og sokkum. Hönnun Aronar Martin Ásgerðarsonar einkennist af naívisma, sem hefur verið mikið í tísku upp á síðkastið, en í stað þess að styrkja sýninguna eða vinna frumlega með fagurfræðina er hér frekar á ferðinni samansafn af ódýrum lausnum, ekki ólíkt sýningunni sjálfri.

Gáturnar í Pabbastrákum eru fjölmargar. Nokkrum þeirra er svarað en erfiðara er að skilja hvert listamennirnir eru að fara eða hvað þeir vilja sýna áhorfendum. Ungt listafólk á að fá pláss til að prufa sig áfram, mistakast og reyna síðan aftur. En að sama skapi þurfa þau líka að ögra sjálfum sér og áhorfendum, að standa á sviði með ágætis hugmynd dugar hreinlega ekki í heila sýningu.

Niðurstaða: Klukkan gengur og gengur en Pabbastrákar fer ekki neitt. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár