Við Dauðahafið eru landshættir einna hrjóstrugastir á jörðinni. Vatnið er 427 metra undir sjávarmáli, brimsalt og ódrekkandi og með öllu ónothæft í áveitur fyrir gróður jarðar. Enda er nálega enginn gróður kringum vatnið. Hitinn þar mælist iðulega nærri 50 gráðum þegar sólin skín harðast. Jarðvegur og grjót verða svo heit undir slíkri sól að fólk skaðbrennur á fótum.
En þó er á einum stað vin þar sem allt öðruvísi er um að litast. Kiðalind heitir þar skammt upp af vesturströnd Dauðahafsins, Ein Gedi á hebresku. Úr klettóttri fjallshlíð sprettur svo mikið og tært vatn að þar festir gras á jörð, pálmar vaxa keikir og lesa má döðlur og fíkjur af trjánum, pistasíuhnetur og möndlur. Kiðlingarnir, sem lindin í fjallshlíðinni er kennd við, skoppa um grund.
Og þar er þorp. Ilmur af balsam liðast um götur.
Einu sinni var það að íbúarnir í Ein Gedi voru að sínum friðsælu daglegu störfum, …
Athugasemdir (1)