Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfir 200 síðna „epískt“ myndasögublað á leiðinni

Von er á mynda­sögu­blaði með sög­um frá 30 höf­und­um þar sem verð­ur fjall­að um alls kyns mál­efni. Aron Daði Þór­is­son og Arn­ar Hjart­ar­son standa fyr­ir út­gáfu blaðs­ins. „Við er­um kom­in með epíska bók, epískt kon­sept í hend­urn­ar en það kost­ar epíska pen­inga,“ seg­ir Aron Daði.

Yfir 200 síðna „epískt“ myndasögublað á leiðinni
Næsta blað Tilgangur blaðsins er að blása lífi í íslenska myndasögumenningu. Mynd: Aron Daði Þórisson og Arnar Hjartarson

Aron Daði Þórisson er verkefnastjóri útgáfu myndasögublaðs sem ber titilinn Myndasögur. Í heildina verður blaðið yfir 200 blaðsíður enda eru þar sögur yfir 30 listafólks. „Ég þori ekki alveg að fullyrða, en ég held að þetta sé stærsta myndasöguútgáfa af þessari tegund sem hefur komið út á Íslandi,“ segir Aron Daði. 

Aron Daði, nemi í náttúru- og umhverfisfræði, hefur yfirumsjón með verkinu ásamt grafíska hönnuðinum Arnari Hjartarsyni. Þeir félagar hafa áður gefið út smærri myndasögur sem voru á bilinu 20–30 síður eftir færri höfunda. Eftir jákvæð viðbrögð við þeim blöðum ákváðu þeir að nú væri kominn tími á stærra blað. Tilgangurinn er að blása lífi í íslenska myndasögumenningu sem hefur, að sögn Arons Daða, verið í dvala undanfarin ár.

Epískt verkefni

„Pælingin með þessu er að sjá hvað við getum náð langt. Þetta er alveg spennandi en búið að taka á, ég viðurkenni það,“ segir Aron Daði. Áður fyrr gátu Aron Daði og Arnar dekkað prentkostnað blaðanna með því að selja nokkur eintök en nú er sagan önnur. „Við erum komin út í Karolina söfnun til að ná utan um þetta. Við erum komin með epíska bók, epískt konsept í hendurnar en það kostar epíska peninga.“ 

MyndasögurBlaðið verður yfir 200 blaðsíður með 30 sögum.
„Við erum komin með epíska bók, epískt konsept í hendurnar en það kostar epíska peninga“
Aron Daði Þórisson

Verkefnið er komið vel á leið og segir Aron Daði alls konar skemmtilegar tengingar hafa myndast milli listafólks út frá því. „Fólk er að fara út í stærri verkefni því þau byrjuðu á litlu verkefni fyrir okkur. Það er gaman að sjá og í rauninni markmiðið með þessu.“

„Margir sem teikna og skapa eru oft svolítið í sínu og með sér í því sem þau eru að gera,“ útskýrir Aron Daði. Blaðið Myndasögur er því vettvangur fyrir listafólk til að koma sínum verkum á framfæri. Höfundar kynna svo verkin sín á samfélagsmiðlum. Aron Daði telur að þannig sé hægt að ná til fleira fólks sem er annars fast í sínu mengi. „Hugmyndin er að brjótast inn í þessar búbblur, sprengja þessar búbblur og koma þeim inn í eitt stórt freyðibað.“

Hvað er myndasaga?

Í þeim myndasögum sem birtast í blaðinu verður fjallað um alls kyns viðfangsefni, til dæmis sögu hinsegin samfélagsins á Íslandi, upplifun ömmu eins höfundar af samskiptum við álfa og fantasíur.

„Við fáum gagnrýni frá fólki sem fílar myndasögur hart, því við erum svolítið opin fyrir því hvað myndasaga getur verið. Við erum með listaverk eftir listmálarann Herdill og inni í málverkunum eru miklar frásagnir,“ segir Aron Daði, sem bendir á að myndasaga þurfi ekki endilega að vera í hefðbundnu formi. „Það er búið að vera gaman að fá að sjá hvernig fólk nálgast þetta á ólíka vegu.“

Sem stendur er ekki búið að ákveða útgáfudag en söfnun Arons Daða og Arnars fyrir blaðinu klárast næstu mánaðamót.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Fyrir okkur sauðsvartan almúgann; hvað er epískt á ástkæra ylhýra?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár