„Í ljósi þess að einkahlutafélag föður fjármála- og efnahagsráðherra var á meðal kaupenda að 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var í mars 2022 brast hann hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna.“
Þetta er niðurstaða Umboðsmanns alþingis sem hefur haft hæfi Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra til skoðunar í tengslum við einkavæðingu á hlut ríkisins í bankanum á síðasta ári.
Í áliti umboðsmanns, sem birt var í morgun, segir að það breyti engu um niðurstöðuna að Bjarni staðhæfi að hann hafi ekki vitað að meðal tilboða sem hann væri að samþykkja fyrir hönd ríkisins væri eitt frá föður hans.
Félagið Hafsilfur ehf, sem er fjárfestingafélag Benedikts, keypti 55 milljóna króna hlut í Íslandsbanka í útboði sem fram fór 22. mars á síðasta ári. Hann var sá 118. stærsti meðal kaupenda í lotunni, sem fram …
*************************************************************************
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut
í ríkisbanka.
Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.
Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.
*************************************************************************