Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Telur brátt hægt að lækka vexti

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra við­ur­kenn­ir að vaxta­hækk­an­ir Seðla­banka Ís­lands séu farn­ar að bíta og séu íþyngj­andi fyr­ir stór­an hóp. Hún seg­ir þó vís­bend­ing­ar um að brátt verði mögu­legt að lækka vexti. Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir erf­iða stöðu í efna­hags­mál­um á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Telur brátt hægt að lækka vexti
Vextir „Seðlabankinn tók þá mikilvægu ákvörðun í síðustu viku að hækka ekki vexti, þvert á spár flestra markaðsaðila, með þeim rökstuðningi að undirliggjandi verðbólga, þrátt fyrir nýjustu ársmælingu,“ sagði Katrín. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það eru allar vísbendingar í kringum okkur um að verðbólgan fari nú niður á við og það skapist forsendur fyrir að lækka vexti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra  í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún viðurkenndi að vaxtahækkanir síðustu mánaða væru farnar að bíta í og væru íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks. 

Kristrún Frostadóttir, þingkona og formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórnina hafa beðið átekta síðan verðbólgan fór að láta á sér kræla og að þannig hafi hún kallað hærri vexti yfir bæði heimilin og fyrirtækin í landinu.

„Þess vegna erum við þar sem við erum,“ sagði Kristrún.  „Við höfum bent á að þegar ríkisstjórnin gerir minna til að taka á verðbólgunni þá þarf seðlabankinn að gera meira.“

„Þess vegna erum við þar sem við erum“Kristrún segir ljóst að erfið staða í efnahagsmálum sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Ljóst að margir séu í vanda

Katrín sagði í sínu andsvari að ríkisstjórnin hafi gert sitt til að „styðja mjög markvisst við Seðlabankann.“

„Seðlabankinn tók þá mikilvægu ákvörðun í síðustu viku að hækka ekki vexti, þvert á spár flestra markaðsaðila, með þeim rökstuðningi að undirliggjandi verðbólga, þrátt fyrir nýjustu ársmælingu, hafi hjaðnað og vísbendingar séu um að dregið hafi úr tíðni verðhækkana sem séu ekki á jafnbreiðum grunni og áður.“

Kristrún benti aftur á móti á að kaupmáttur hafi rýrnað það sem af er ári.

„Við erum að sjá mjög hraða aukningu á yfirdrætti og við erum líka að sjá merki um að það sé mikið um fyrirframgreiðslu arfs í hagkerfinu okkar í dag. Allt er þetta til marks um að ungt fólk og fólk víða á við vanda að stríða.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ef það væri eitthvað mark á Katrín takandi þá væru ráðandi þættirnir í húsnæðisskorti, vaxtahækkunum og sliku þekktir og viðurkenndir . Engin slík alvöru greining er til og óskhyggjustjórnun ræður... líkan seðlabankans er eitthvað huldudæmi sem virðist erfitt að leggja fram... væntanlega vegna þess að það er svo auðvelt að sanna að vaxtahækkanir hafa takmörkuð áhrif því ráðandi þættirnir í verðbólgu eru ekki einungis fjármagn í umferð... stór hluti lántakenda VERÐUR að taka okurlánin og meðan yfirvöld og markaðurinn geta velt kostnaðinum áfram á neytendur... þá hiksta þeir ekki við það.

    Svo nei... verðbólgan mun ekki lækka nema tekið sé á þeim þáttum sem valda henni... sem er fyrst og fremst vaxtahækkanir. Sorglegi hlutinn er að vaxtalækkanir skila sér lítið til baka... nokkurra prósenta íbúðarverðslækkun hefur öngva þýðingu... því frumorsökin er skortur... og í dag er staðan sú að jafnvel þó 15000 nýjar íbúðir kæmu á markaðinn á morgun... yrði engin breyting... því hækkanirnar ganga takmarkað til baka og launhækkanir ná aldrei í skottið á vítisvélinni.

    Þetta vissu Ásgeir og félagar þegar þeir ræstu hana enn einu sinni af stað. Verðbólga minnkar bara þegar hrun er við hornið... eða ekki einu sinni þá... og málarmyndaraðgerðir mun ekki færa þetta til baka. Þeir stoppa núna af því við erum á bjargbrúninni... ef ekki komin fram af henni.

    Ef ekki fyrir túristann, auknar veiðar og lottóvinninga væri staðan verri...en hvað á að bjarga okkur næst ?

    Fleiri dagraumar eða óskhyggjustjórnun valdfíkla ? Eða kennsla í hvort komi á undan eggið eða hænan ? Að vísu þarf kennarinn að standa yfir liðinu með stóran lurk því eftiráskýringarnar eru vægast sagt skrautlegar.

    Spítalinn er rekinn með hagnaði... því allir sjúklingarnir eru dauðir ? Er það takmarkið ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
2
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár