Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að sigla næturlangt um lón í glerjuðum húsbát

Það er svo­lít­ill lúx­us að sigla um Fjalls­ár­lón að næt­ur­lagi í bát sem ger­ir þeim sem kaupa stund­um kleift að njóta þess að sjá norð­ur­ljós­in, og það kost­ar sitt.

Að sigla næturlangt um lón í glerjuðum húsbát
Glerjaður Húsbáturinn sem næturævintýrið fer fram. Mynd: Aðsend

Fyrirtækið Fjallsárlón hefur boðið upp á siglingar í 11 ár á samnefndu lóni, Fjallsárlóni á Breiðamerkursandi. Það er nú farið að bjóða upp á svokallað ævintýri yfir nótt þar sem fólki gefst tækifæri að halda til í svokölluðum húsbátum, eða Aurora Huts, næturlangt eftir að hafa siglt um á lóninu.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Steinþór Arnarson, segir að tvö ár séu frá því að byrjað var með þessa þjónustu. Hún hafi gefið góða raun. Um er að ræða hugmynd sem Finnar hafa notað talsvert á sínum vötnum, sem og Svíar og Norðmenn, en þetta hefur ekki verið gert áður hér á landi. Bátarnir eru nýtískulegir með gleri í lofti og helmingi hússins, sem býður upp á frábært útsýni sem tilvalið er t.a.m. fyrir norðurljósaupplifun.

„Fólk kemur í þessa ferð seinnipart dags, fer í siglingu hjá okkur, borðar síðan kvöldverð og fer svo yfir í þessa húsbáta. Við höfum verið að þróa þetta síðastliðin tvö ár, en það er mikil ánægja hingað til með þetta og talsverð aðsókn, þó aðeins meira frá erlendum ferðamönnum. Þetta er svolítill lúxus og kostar sitt, en það er líka heilmikið umstang í kringum þetta fyrir okkur. Það þarf að koma þessu í skjól þegar veður er vont og það er ekki hægt að hafa þetta á lóninu allt árið heldur,“ segir Steinþór.

Allt til alls

Í þessum húsbátum er allt til alls fyrir gesti, eldhús, góð kynding, netsamband, rúm og lítið salerni. Notað er etanól til að framleiða rafmagn auk þess sem sólarsellur eru á bátnum, þannig að um er að ræða umhverfisvænan kost. Undir bátnum eru skíði og hægt er að draga þá út á frosið lónið þegar svo ber undir. Steinþór segir að þegar Fjallsárlónið sé ófrosið þá fljóti bátarnir á vatninu nálægt landi, þeir eru landfastir og í góðu hvarfi þannig að vegfarendur sem virða fyrir sér náttúrufegurð lónsins verða þeirra ekki varir. Fyrirtækið hefur yfir að ráða þremur húsbátum og er ákveðinni fjarlægð haldið á milli þeirra svo notendur upplifi sig eina á svæðinu. 

LóniðSteinþór Arnarson framkvæmdastjóri að sigla slöngubát á Fjallslárlón.

„En svo þegar lónið frýs þá er hægt að draga þetta út á ísinn, þegar hann er orðinn nógu þykkur. Við höfum reyndar ekki þróað þá pælingu mikið, við tókum þó að okkur eitt þannig verkefni fyrir kúnna síðastliðinn vetur sem tókst mjög vel. En á vorin og haustin er ákveðið millibilsástand, þá hlýnar og frystir til skiptis og ísinn er því ekki nógu traustur, þess vegna er ekki hægt að hafa þessa starfsemi allt árið. Við erum að þróa þessa vetrarstarfsemi, það er aðeins hægt að hafa siglingarnar okkar á lóninu í sex eða sjö mánuði á ári, þannig að við erum að leita leiða til að hafa afþreyingu á lóninu yfir veturinn,“ segir Steinþór fullur tilhlökkunar varðandi þessa hugmynd. 

Yngra og minna þekkt

Fjallsárlón er sem áður segir á Breiðamerkursandi, vestar en Jökulsárlón og er um tíu mínútna akstur á milli lónanna. Fjallsárlón er jökullón líkt og Jökulsárlónið, það er yngra og minna þekkt, en nú þegar jöklar eru að hopa í meira mæli þá myndast fleiri lón á þessum slóðum. Að sögn Steinþórs er ferðamannaþjónustan búin að ná sér að mestu leyti eftir heimsfaraldurinn og segir hann að mjög mikið hafi verið að gera síðastliðið sumar og er bjartsýnn á framhaldið. 

Á BreiðamerkursandiFjallsárlón er aðeins vestar en Jökulsárlón. Um tíu mínútna akstur er á milli lónanna.

„Það er mjög fjölbreytt afþreying í boði hérna á svæðinu sem er jákvætt. Það eru siglingar, jöklaklifur, íshellar og fleira, þetta trekkir að og er mikið betra að hafa þetta svona heldur en ef það væri bara eitt fyrirtæki hérna, þá kæmi kannski enginn. Samkeppnin er af hinu góða fyrir alla sem koma að svona starfsemi, engin spurning, hún hjálpar,“ segir Steinþór að lokum.

Efnið er unnið í tengslum við vefritið ÚR VÖR.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár