Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Að sigla næturlangt um lón í glerjuðum húsbát

Það er svo­lít­ill lúx­us að sigla um Fjalls­ár­lón að næt­ur­lagi í bát sem ger­ir þeim sem kaupa stund­um kleift að njóta þess að sjá norð­ur­ljós­in, og það kost­ar sitt.

Að sigla næturlangt um lón í glerjuðum húsbát
Glerjaður Húsbáturinn sem næturævintýrið fer fram. Mynd: Aðsend

Fyrirtækið Fjallsárlón hefur boðið upp á siglingar í 11 ár á samnefndu lóni, Fjallsárlóni á Breiðamerkursandi. Það er nú farið að bjóða upp á svokallað ævintýri yfir nótt þar sem fólki gefst tækifæri að halda til í svokölluðum húsbátum, eða Aurora Huts, næturlangt eftir að hafa siglt um á lóninu.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Steinþór Arnarson, segir að tvö ár séu frá því að byrjað var með þessa þjónustu. Hún hafi gefið góða raun. Um er að ræða hugmynd sem Finnar hafa notað talsvert á sínum vötnum, sem og Svíar og Norðmenn, en þetta hefur ekki verið gert áður hér á landi. Bátarnir eru nýtískulegir með gleri í lofti og helmingi hússins, sem býður upp á frábært útsýni sem tilvalið er t.a.m. fyrir norðurljósaupplifun.

„Fólk kemur í þessa ferð seinnipart dags, fer í siglingu hjá okkur, borðar síðan kvöldverð og fer svo yfir í þessa húsbáta. Við höfum verið að þróa þetta síðastliðin tvö ár, en það er mikil ánægja hingað til með þetta og talsverð aðsókn, þó aðeins meira frá erlendum ferðamönnum. Þetta er svolítill lúxus og kostar sitt, en það er líka heilmikið umstang í kringum þetta fyrir okkur. Það þarf að koma þessu í skjól þegar veður er vont og það er ekki hægt að hafa þetta á lóninu allt árið heldur,“ segir Steinþór.

Allt til alls

Í þessum húsbátum er allt til alls fyrir gesti, eldhús, góð kynding, netsamband, rúm og lítið salerni. Notað er etanól til að framleiða rafmagn auk þess sem sólarsellur eru á bátnum, þannig að um er að ræða umhverfisvænan kost. Undir bátnum eru skíði og hægt er að draga þá út á frosið lónið þegar svo ber undir. Steinþór segir að þegar Fjallsárlónið sé ófrosið þá fljóti bátarnir á vatninu nálægt landi, þeir eru landfastir og í góðu hvarfi þannig að vegfarendur sem virða fyrir sér náttúrufegurð lónsins verða þeirra ekki varir. Fyrirtækið hefur yfir að ráða þremur húsbátum og er ákveðinni fjarlægð haldið á milli þeirra svo notendur upplifi sig eina á svæðinu. 

LóniðSteinþór Arnarson framkvæmdastjóri að sigla slöngubát á Fjallslárlón.

„En svo þegar lónið frýs þá er hægt að draga þetta út á ísinn, þegar hann er orðinn nógu þykkur. Við höfum reyndar ekki þróað þá pælingu mikið, við tókum þó að okkur eitt þannig verkefni fyrir kúnna síðastliðinn vetur sem tókst mjög vel. En á vorin og haustin er ákveðið millibilsástand, þá hlýnar og frystir til skiptis og ísinn er því ekki nógu traustur, þess vegna er ekki hægt að hafa þessa starfsemi allt árið. Við erum að þróa þessa vetrarstarfsemi, það er aðeins hægt að hafa siglingarnar okkar á lóninu í sex eða sjö mánuði á ári, þannig að við erum að leita leiða til að hafa afþreyingu á lóninu yfir veturinn,“ segir Steinþór fullur tilhlökkunar varðandi þessa hugmynd. 

Yngra og minna þekkt

Fjallsárlón er sem áður segir á Breiðamerkursandi, vestar en Jökulsárlón og er um tíu mínútna akstur á milli lónanna. Fjallsárlón er jökullón líkt og Jökulsárlónið, það er yngra og minna þekkt, en nú þegar jöklar eru að hopa í meira mæli þá myndast fleiri lón á þessum slóðum. Að sögn Steinþórs er ferðamannaþjónustan búin að ná sér að mestu leyti eftir heimsfaraldurinn og segir hann að mjög mikið hafi verið að gera síðastliðið sumar og er bjartsýnn á framhaldið. 

Á BreiðamerkursandiFjallsárlón er aðeins vestar en Jökulsárlón. Um tíu mínútna akstur er á milli lónanna.

„Það er mjög fjölbreytt afþreying í boði hérna á svæðinu sem er jákvætt. Það eru siglingar, jöklaklifur, íshellar og fleira, þetta trekkir að og er mikið betra að hafa þetta svona heldur en ef það væri bara eitt fyrirtæki hérna, þá kæmi kannski enginn. Samkeppnin er af hinu góða fyrir alla sem koma að svona starfsemi, engin spurning, hún hjálpar,“ segir Steinþór að lokum.

Efnið er unnið í tengslum við vefritið ÚR VÖR.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár