Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að sigla næturlangt um lón í glerjuðum húsbát

Það er svo­lít­ill lúx­us að sigla um Fjalls­ár­lón að næt­ur­lagi í bát sem ger­ir þeim sem kaupa stund­um kleift að njóta þess að sjá norð­ur­ljós­in, og það kost­ar sitt.

Að sigla næturlangt um lón í glerjuðum húsbát
Glerjaður Húsbáturinn sem næturævintýrið fer fram. Mynd: Aðsend

Fyrirtækið Fjallsárlón hefur boðið upp á siglingar í 11 ár á samnefndu lóni, Fjallsárlóni á Breiðamerkursandi. Það er nú farið að bjóða upp á svokallað ævintýri yfir nótt þar sem fólki gefst tækifæri að halda til í svokölluðum húsbátum, eða Aurora Huts, næturlangt eftir að hafa siglt um á lóninu.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Steinþór Arnarson, segir að tvö ár séu frá því að byrjað var með þessa þjónustu. Hún hafi gefið góða raun. Um er að ræða hugmynd sem Finnar hafa notað talsvert á sínum vötnum, sem og Svíar og Norðmenn, en þetta hefur ekki verið gert áður hér á landi. Bátarnir eru nýtískulegir með gleri í lofti og helmingi hússins, sem býður upp á frábært útsýni sem tilvalið er t.a.m. fyrir norðurljósaupplifun.

„Fólk kemur í þessa ferð seinnipart dags, fer í siglingu hjá okkur, borðar síðan kvöldverð og fer svo yfir í þessa húsbáta. Við höfum verið að þróa þetta síðastliðin tvö ár, en það er mikil ánægja hingað til með þetta og talsverð aðsókn, þó aðeins meira frá erlendum ferðamönnum. Þetta er svolítill lúxus og kostar sitt, en það er líka heilmikið umstang í kringum þetta fyrir okkur. Það þarf að koma þessu í skjól þegar veður er vont og það er ekki hægt að hafa þetta á lóninu allt árið heldur,“ segir Steinþór.

Allt til alls

Í þessum húsbátum er allt til alls fyrir gesti, eldhús, góð kynding, netsamband, rúm og lítið salerni. Notað er etanól til að framleiða rafmagn auk þess sem sólarsellur eru á bátnum, þannig að um er að ræða umhverfisvænan kost. Undir bátnum eru skíði og hægt er að draga þá út á frosið lónið þegar svo ber undir. Steinþór segir að þegar Fjallsárlónið sé ófrosið þá fljóti bátarnir á vatninu nálægt landi, þeir eru landfastir og í góðu hvarfi þannig að vegfarendur sem virða fyrir sér náttúrufegurð lónsins verða þeirra ekki varir. Fyrirtækið hefur yfir að ráða þremur húsbátum og er ákveðinni fjarlægð haldið á milli þeirra svo notendur upplifi sig eina á svæðinu. 

LóniðSteinþór Arnarson framkvæmdastjóri að sigla slöngubát á Fjallslárlón.

„En svo þegar lónið frýs þá er hægt að draga þetta út á ísinn, þegar hann er orðinn nógu þykkur. Við höfum reyndar ekki þróað þá pælingu mikið, við tókum þó að okkur eitt þannig verkefni fyrir kúnna síðastliðinn vetur sem tókst mjög vel. En á vorin og haustin er ákveðið millibilsástand, þá hlýnar og frystir til skiptis og ísinn er því ekki nógu traustur, þess vegna er ekki hægt að hafa þessa starfsemi allt árið. Við erum að þróa þessa vetrarstarfsemi, það er aðeins hægt að hafa siglingarnar okkar á lóninu í sex eða sjö mánuði á ári, þannig að við erum að leita leiða til að hafa afþreyingu á lóninu yfir veturinn,“ segir Steinþór fullur tilhlökkunar varðandi þessa hugmynd. 

Yngra og minna þekkt

Fjallsárlón er sem áður segir á Breiðamerkursandi, vestar en Jökulsárlón og er um tíu mínútna akstur á milli lónanna. Fjallsárlón er jökullón líkt og Jökulsárlónið, það er yngra og minna þekkt, en nú þegar jöklar eru að hopa í meira mæli þá myndast fleiri lón á þessum slóðum. Að sögn Steinþórs er ferðamannaþjónustan búin að ná sér að mestu leyti eftir heimsfaraldurinn og segir hann að mjög mikið hafi verið að gera síðastliðið sumar og er bjartsýnn á framhaldið. 

Á BreiðamerkursandiFjallsárlón er aðeins vestar en Jökulsárlón. Um tíu mínútna akstur er á milli lónanna.

„Það er mjög fjölbreytt afþreying í boði hérna á svæðinu sem er jákvætt. Það eru siglingar, jöklaklifur, íshellar og fleira, þetta trekkir að og er mikið betra að hafa þetta svona heldur en ef það væri bara eitt fyrirtæki hérna, þá kæmi kannski enginn. Samkeppnin er af hinu góða fyrir alla sem koma að svona starfsemi, engin spurning, hún hjálpar,“ segir Steinþór að lokum.

Efnið er unnið í tengslum við vefritið ÚR VÖR.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár