Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ekki mátti horfa í augun á börnunum

Ekk­ert knús. Eng­in leik­föng. Börn í rúm­um að rugga sér fram og til baka og slá höfð­inu í riml­ana. Starfs­fólk í hvít­um slopp­um með börn í vögg­um og grát­andi for­eldra hand­an glers. Hundruð barna sem dvöldu á vöggu­stof­um Reykja­vík­ur sættu illri með­ferð. Hér segja fyrr­ver­andi starfs­menn frá reynslu sinni.

Ekki mátti horfa í augun á börnunum
Vöggustofurnar Í fjölmiðlum birtust um og eftir miðja síðustu öld stundum myndir frá starfsemi vöggustofanna. Á þeim mátti sjá börnin í fangi starfsstúlkna en þær lýsa því margar nú, áratugum síðar, að þeim hafi verið bannað að gefa sig að börnunum. Þær ættu að hafa þau sem minnst í fanginu.

Ekki mátti taka börnin upp og hugga þau. Ekki mátti horfa í augun á börnunum þegar þeim var gefið að borða og það mátti alls ekki leika við þau. Rík áhersla var á að starfsmenn mynduðu ekki augnsamband því það myndi valda börnunum svo mikilli sorg. Ekki mátti heldur taka sængina af börnunum í heimsóknartíma og starfsstúlkum sagt að snúa baki í mæðurnar. 

Þannig lýsir kona sem starfaði á Vöggustofunni Hlíðarenda í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar umgengnisreglum við börnin sem þar dvöldu. Hún er ein fjölmargra fyrrverandi starfsmanna sem vöggustofunefndin svokallaða tók viðtöl við vegna rannsóknar sinnar á starfsemi vöggustofa í Reykjavík. Rannsóknartímabilið nær yfir um aldarfjórðung, allt frá stofnun Vöggustofunnar Hlíðarenda árið 1949 til ársins 1973. Á miðju tímabili þessu, árið 1963, var Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins stofnuð.

1.083 börn dvöldu á vöggustofunum á þessum tíma. Flest þeirra komu þangað á fyrsta ári, sum beint af fæðingardeildinni. Það barn sem dvaldi styst var þar í tvo daga. Það sem dvaldi þar lengst var þar í tæp fimm ár.

Margvíslegar ástæður voru fyrir því að börn voru vistuð á vöggustofum sem var úrræði á vegum barnaverndarnefndar. Veikindi foreldra eða systkina var ein ástæða, óregla sögð önnur. Þá var fátækt nefnd í vistunarskýrslum barnanna þrátt fyrir að samkvæmt þágildandi barnaverndarlögum væri fortakslaust bann við að taka börn af heimilum eingöngu vegna örbirgðar foreldra. Þvert á móti bar barnaverndarnefndum skylda til að aðstoða foreldra og ráða bót á bágbornum fjárhag þeirra. Húsnæðis- og dagvistunarvandi var útbreiddur og einstæðar mæður áttu sumar hverjar engin úrræði önnur en að samþykkja vistun barna sinna á vöggustofum.

Skýrsla vöggustofunefndarinnar, sem sett var á laggirnar í fyrra, var kynnt í gær. Er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar hennar sú að börn hafi sætt illri meðferð á Vöggustofunni Hlíðarenda á tímabilum yfir árin 1949 til 1963. Þá hafi börn í ýmsum tilvikum einnig sætt illri meðferð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á tímabilum frá 1963 til 1967.

Ræddu við á fjórða tug fyrrverandi starfsmanna

Þar sem sextíu ár eru liðin frá því að starfsemi Vöggustofunnar Hlíðarenda lauk tókst nefndinni einungis að ræða við sex fyrrverandi starfsmenn sem höfðu heilsu til. Hins vegar voru teknar skýrslur af 27 einstaklingum sem störfuðu á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins.

Unnið var á vöktum. Flestar voru að störfum á daginn og stundum aðeins ein yfir nóttina. 

Reynsla þessa fyrrverandi starfsfólks er misjöfn. Sumum reyndist hún þungbær en öðrum ekki. Yfirleitt var starfsfólkið mjög ungt, oft undir tvítugu, og staldraði oft ekki lengi við. Þá er reynsla fólksins mjög misjöfn eftir því hver gegndi starfi forstöðukonu. 

Sögur starfsfólksins

Kona sem starfaði á Vöggustofunni Hlíðarenda árið 1954:

Allt starfið var í mjög föstum skorðum og frekar tilbreytingarsnautt. Börnin fengu nóg að borða en að jafnaði voru þau mötuð og látin snemma í rúmið.


Kona sem starfaði á Hlíðarenda 1958, þá 17 ára gömul:

Það var sérstaklega erfið lífsreynsla að verða vitni að því að mæður sem áttu börn á Hlíðarenda hafi einungis mátt sjá þau í gegnum rúðu. Mæðurnar stóðu við rúðuna og grétu þar sem þær fengu hvorki að snerta börnin sín né halda á þeim.

Lítill tími gafst í starfinu til að tengjast ákveðnum börnum sérstaklega, þar sem verkin sem sinna þurfti voru mörg.

Hún man ekki eftir neinum leikföngum. Ekkert var á veggjum vöggustofunnar, umhverfið var „steriliserað og allt hvítt“ og starfsstúlkur klæddust hvítum sloppum.


Kona sem starfaði á Hlíðarenda árið 1962:

Börnin fengu pela á morgnana og þá mátti ekki halda á þeim heldur aðeins setja bleiu undir pelann svo þau gætu sogið. Starfsstúlkur máttu einungis skipta á börnunum á ákveðnum tímum en þess á milli máttu þær ekki skipta sér af þeim heldur aðeins láta þau liggja í rúminu. Börnin grétu fyrstu dagana og vikurnar eftir að þau komu en starfsfólk mátti ekki taka þau upp og hugga.

Á heimsóknartímum foreldra var hleypt inn í hollum. Foreldrar horfðu á barn sitt í gegnum gler en barnið var í vöggunni. Starfsfólk mátti alls ekki taka þau upp og ekki hugga ef þau grétu. Sum börnin voru aldrei heimsótt en önnur fengu heimsókn alla sunnudaga.

Henni er minnisstætt að ein móðir kom í hvern einasta heimsóknartíma og stóð grátandi við gluggann allan þann tíma sem hún mátti vera. 


Kona sem var í starfsnámi á Hlíðarenda árin 1962 og 1963:

Starfskonum var sagt að vera helst ekki með börnin mikið í fanginu. Ef þær tengdust ákveðnum börnum og vildu hlúa að þeim og knúsa var það bannað. Var sú ástæða gefin að erfiðara yrði fyrir börnin að fara aftur til foreldranna ef þau fengju hlýju starfsstúlkna.

Hún var í námi í Fóstruskólanum og nemendurnir ræddu sín á milli hversu gríðarlega ólík starfsemi vöggustofa og leikskóla væri. Á vöggustofunni var „allt svo lokað og eins og fangelsi“.

Sjálfri var henni boðin vist fyrir barn sitt á vöggustofunni þar sem hún var einstæð og í húsnæðisvandræðum. Hún afþakkaði boðið enda gat hún ekki hugsað sér að hafa barnið þarna, þrátt fyrir vandræði sín.


Kona sem vann á Hlíðarenda 1963:

Á Hlíðarenda var „þröngt, dimmt og hræðilegt að koma, pissulykt af börnunum, vond lykt almennt.“


Kona sem var í starfsþjálfun á Hlíðarenda 1963:

Vöggustofan var rekin eins og spítali. Stofa yngstu barnanna var eins og fæðingardeild. Í næstu stofu voru einungis hvít rimlarúm. Ekkert annað var þar inni, engin leikföng og ekkert á hvítum veggjunum. Hún fékk þær leiðbeiningar að ekki mætti halda á börnunum þegar þeim væri gefinn peli. Ástæðan var sýklahræðsla forstöðukonunnar. Milli þess sem skipt var á börnum og þeim gefinn peli voru starfsstúlkurnar að pússa glerið því stöðugt þurfti að sótthreinsa.

Hún og fleiri nemar Fóstruskólans vöktu athygli kennara sinna á aðbúnaði barnanna. Nemarnir tóku sig svo saman og keyptu og bjuggu til leikföng og fengu myndir eftir Mugg um Dimmalimm til að skreyta veggi. Ári síðar mætti hún aftur til starfa og var brugðið að sjá leikföngin geymd uppi í hillu. Myndir Muggs höfðu verið hengdar fram á gang en ekki þar sem börnin dvöldu í húsinu.


Kona sem vann á vöggustofu árið 1964:

Hún leit ekki mjög gagnrýnum augum á starfsemi vöggustofunnar á meðan hún starfaði þar. En eftir að starfa síðar á leikskóla hafi hún gert sér grein fyrir því að umhverfi vöggustofunnar var mjög  „sterílíserað“. Börnin fengu ekki mikla örvun og það skorti á tilfinningaleg tengsl.


Kona sem starfaði á vöggustofu árið 1964:

Námsdvölin á vöggustofunni var hræðileg reynsla. Ekki mátti sinna börnunum nema samkvæmt ákveðnu skipulagi. Börnin fengu t.d. pela á 4 tíma fresti. Þegar hún kom til starfa rétti forstöðukonan henni 6 vikna barn og sagt henni að baða það á 5 mínútum.

Eldri börnin voru mötuð án þess að það væri augnsamband. Maturinn var maukaður og lýsi hellt út á hann. 

Börnin lágu að miklu leyti í rúmum sínum og hættu að gera kröfur á fólk í kringum sig. Aðstandendur máttu aðeins sjá börnin í gegnum gler. Hún man sérstaklega eftir einni móður sem fór burtu hágrátandi vegna þessa.

Miklir fordómar voru í samfélaginu gagnvart sumum foreldrum barna á vöggustofunni og almennt var ekki litið á það sem svo að fólk sem missteig sig í lífinu ætti skilið annað tækifæri. 


Kona sem var starfsnemi á vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1964:

Þegar hún og aðrar námsstúlkur úr Fóstruskólanum komu í starfsnámið neituðu þær að klæðast hvítum sloppum. Þær þurftu að klæðast sloppum en þeir máttu vera rauðir. Almennt var mikil hreinlætisárátta. Mata átti börnin aftan frá til að koma í veg fyrir tengingu við börnin. 


Kona sem starfaði á vöggustofu í 4 mánuði árið 1965:

Hún hefur tekið nærri sér gagnrýni á vöggustofurnar. Umræðan hafi verið ósanngjörn. Ekki sé rétt að börnin hafi alltaf verið í rúmunum. Börnin hafi verið höfð í fanginu þegar þeim var gefinn peli. Ekki sé rétt að foreldrar hafi bara mátt sjá börnin í gegnum gler.


Kona sem starfaði á vöggustofunni 1966-1968:

Börnin fóru aldrei út. Vel var séð um alla næringu en maturinn allur stappaður sem var óheppilegt fyrir börn sem voru að nálgast tveggja ára aldur. Börnin hafi fengið hafragraut í morgunmat, kássu í hádegismat, mjólk í kaffitímanum með brauði út í. Kvöldmaturinn var yfirleitt einhver hræringur.

Milli matmálstíma var skipt á öllum börnunum og þau sett á koppa, stundum helst til lengi. Pelar barnanna voru almennt settir upp í rúm til þeirra en börn ekki tekin í fangið þegar þeim var gefið. Starfsstúlkur voru allar í hvítum sloppum en ef þær fóru í venjulegum fötum inn á deild urðu börnin hrædd þar sem þau voru orðin svo vön sloppunum.


Kona sem var í starfsþjálfun á vöggustofunni 1967:

Börnunum var gefinn morgunmatur á meðan þau sátu á koppunum. Sumar starfsstúlkur tóku börnin upp en ekki allar. Klukkan 5 um daginn voru börnin  klædd í galla sem voru bundnir að aftan svo þau kæmust ekki úr þeim. Síðan voru þau sett aftur í rúmin.

Hún segist aldrei gleyma þessum tíma. Fólk hafi vitað að það ætti að halda á börnum og örva þau. Vöggustofan hafi hins vegar verið rekin eins og sjúkrahús.


Kona sem vann á vöggustofunni 1967-1968:

Mikið breyttist þegar Ragnheiður Jónsdóttir tók við starfi forstöðukonu árið 1967. Auður Jónsdóttir sem áður gegndi starfinu hætti og sömuleiðis móðir hennar. Ragnheiður gaf starfskonum fyrirmæli um að sitja með börnin þegar þeim væri gefinn peli. Hún lét opna út í garð og útvegaði hlífðarföt fyrir öll börnin. Hún keypti borð sem eldri börnin gátu setið við á matmálstímum og lært að borða sjálf af diski með hnífapörum. Ragnheiður hvatti foreldra til að koma og tengjast börnunum. Dæmi voru um að mæður með börn á brjósti hafi komið tvisvar á dag til að gefa brjóst og halda tengingu við barnið. 

Einhverjar starfsstúlkur voru ósáttar við breytingarnar og hættu.


Kona sem vann á vöggustofunni árið 1967:

Ragnheiður lagði áherslu á það við starfsfólkið að börnin á vöggustofunni væru heilbrigð en ekki sjúklingar. Eitt barn hafði alltaf legið í rúminu samkvæmt fyrirmælum fyrrverandi forstöðukonu þar sem það væri veikt. Ragnheiður sagði starfsfólki að barnið ætti að fara úr rúminu og vera á gólfinu og í framhaldinu hafi það bæði lært að skríða og ganga. 


Kona sem vann á vöggustofu árið 1968:

Hana langaði helst að gráta er hún kom þangað fyrst. Áherslan var helst á þrif. Gólf voru skúruð tvisvar á dag og mikið notað af sótthreinsilegi. Ungbörn voru í minni rúmum með gleri en eldri börnin votu í hvítum rúmum með mjög háum rimlum. Mest sló hana að sjá börn rugga sér í rúmum og slá höfði sínu í rimlana. Þau hafi greinilega skort ást og hlýju.


Kona sem vann á vöggustofunni 1969: 

Starfsstúlkurnar reyndu að gera sitt besta og föðmuðu börnin og reyndu að hugga ef þau grétu. Það var, þrátt fyrir barnafjöldann, ekki mikill hávaði á vöggustofunni. Almennt voru börnin rólegri og stilltari en eðlilegt gat talist og það skorti á gleðina í þeim. 


Karlmaður sem starfaði á vöggustofunni 1970:

Aðstæður voru fábrotnar. Stofnunin bar þess mjög merki að hún var byggð fyrir fólk í erfiðri þjóðfélagsstöðu sem lítið var gert fyrir. Horfið hafði verið frá því fyrirkomulagi að starfsfólk stæði fyrir aftan börnin þegar þau borðuðu matinn.


Karlmaður sem starfaði á vöggustofunni 1971-1972:

Starfsfólki var falið að sinna og tengjast tilteknum börnum sérstaklega og stundum tók það börnin heim með sér.


Starfskona á vöggustofunum árið 1968 og aftur 1972:

Hún sá mikinn mun á starfseminni frá því hún kom þangað fyrst 1968 og þegar hún hóf þar störf að nýju 1972. Einkennisslopparnir höfðu verið fjarlægðir. Áherslan var á börnin en minna á þrif. Lesið var fyrir börnin áður en þau fóru að sofa.


Tvær konur sem unnu á vöggustofum á tveimur tímabilum:

Rúm og hurðar voru málaðar í litum. Leikföng á borð við púsl og legókubba voru keypt. Borgaryfirvöld voru ekki hrifin af þessum breytingum Þorbjargar Sigurðardóttur, hinnar nýju forstöðukonu.

Háttatíma barnanna var seinkað en áður hafi hann verið klukkan fimm á daginn. Farið var með börnin út í garð og um Laugardalinn en einnig í sundlaugar.

Heimsóknartímar voru sérstaklega erfiðir og tilfinningaþrungnar stundir þegar foreldrar komu allir á sama tíma og síðan var grátið mikið þegar heimsóknartímanum lauk tveimur klukkustundum síðar. 


Kona sem vann á vöggustofu með nokkurra ára millibili:

Straumhvörf höfðu orðið í starfseminni frá árinu 1968 þegar hún kom aftur til starfa árið 1973. Umhverfið hafði tekið stakkaskiptum. Sú stefna var mörkuð að aðskilja ekki systkini og að foreldrar gætu komið á hverju kvöldi til að baða börnin og svæfa þau. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal
4
Fréttir

Þrótt­ur ætl­ar ekki að gefa eft­ir svæði und­ir nýj­an ung­linga­skóla í Laug­ar­dal

Það log­ar allt í Laug­ar­daln­um eft­ir U-beygju Reykja­vík­ur­borg­ar um fram­tíð skóla­mála í hverf­inu. Fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um að stækka þrjá grunn­skóla og þess í stað á að byggja nýj­an ung­linga­skóla í Daln­um. Á með­al þeirra lóða sem borg­in skoð­ar að byggja á er lóð sem kall­ast „Þrí­hyrn­ing­ur­inn“ og Þrótt­ur tel­ur sig hafa full yf­ir­ráð. Fé­lag­ið ætl­ar ekki að láta lóð­ina eft­ir.
Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
6
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Erlendar veðmálasíður herja á íslensk börn og ungmenni
9
Fréttir

Er­lend­ar veð­mála­síð­ur herja á ís­lensk börn og ung­menni

Er­lend veð­mála­fyr­ir­tæki hafa á und­an­förn­um ár­um ver­ið í mik­illi sókn á ís­lensk­um spila­mark­aði. Aug­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tækj­un­um má sjá víða á sam­fé­lags­miðl­um og öðr­um vef­síð­um. Lít­ið sem ekk­ert eft­ir­lit er haft með tengsl­um slíkra aug­lýs­inga og auk­inni spila­mennsku með­al ung­menna hér á landi. Ís­lensk stjórn­völd virð­ast vera mátt­laus gagn­vart þró­un­inni en starf­sem­in fer fram hand­an lög­sögu þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
3
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
6
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár