Sigurveig Steinunn Helgadóttir yfirgaf heimili sitt í Vesturbæ aðfaranótt þriðjudags. Ekkert hefur spurst til hennar síðan. Fjölskylda Sigurveigar óskar þess að þau sem hafa haldbærar upplýsingar um það hvar hún er niðurkomin hafi samband við lögreglu eða fjölskylduna sjálfa.
Sigurveig er 26 ára gömul, 170 sentimetrar á hæð, grannvaxin og með stutt ljósbrúnt hár.

Bróðir Sigurveigar, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, telur að hún hafi verið klædd í svarta síða úlpu en það er þó ekki alveg víst.
Málið er á borði lögreglu sem telur ekki að Sigurveig sé í hættu.
Þau sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Sigurveigar eru beðin um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.
Einnig má koma ábendingum til Þorvaldar í síma 662 5905.
Athugasemdir