Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ástand félagsheimilisins „skelfilegt í alla staði“

Punga þyrfti út 250 millj­ón­um til að gera fé­lags­heim­il­ið Kirkju­hvol á Kirkju­bæj­arklaustri hættu­laust fyr­ir starf­semi. Svört skýrsla EFLU sýndi fram á raka­skemmd­ir og myglu. „Skýrsl­an sýn­ir að ástand­ið er í raun skelfi­legt í alla staði og með réttu mætti segja að hús­næð­ið væri það illa far­ið af við­halds­leysi og raka að það borgi sig ekki að gera við það.“

Ástand félagsheimilisins „skelfilegt í alla staði“
Undir bogaþaki Kirkjuhvoll var byggt árið 1960. Þar er í dag rekin upplýsingamiðstöð ferðamanna. Mynd: Skaftárhreppur

Ástand félagsheimilisins Kirkjuhvols á Kirkjubæjarklaustri „er í raun skelfilegt í alla staði“ að mati sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Sveitarfélagið fékk verkfræðistofuna EFLU til að gera rakaskimun og taka sýni í félagsheimilinu. Við ástandsskoðunina kom í ljós að rakaskemmdir og rakaummerki voru víða. Drög að kostnaðaráætlun vegna viðgerða á húsinu, til að gera það hættulaust fyrir starfsemi, hljóða upp á 250 milljónir króna.

Skýrsla EFLU var lögð fram til kynningar á síðasta fundi sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Auk þess að meta ástand Kirkjuhvols skoðaði fyrirtækið einnig hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla en var sú skoðun mjög takmörkuð. „Skýrsla EFLU sýnir að ástand Félagsheimilisins Kirkjuhvols er í raun skelfilegt í alla staði og með réttu mætti segja að húsnæðið væri það illa farið af viðhaldsleysi og raka að það borgar sig ekki að gera við það,“ segir í tilkynningu á vef Skaftárhrepps vegna málsins.

Í húsinu er í dag rekin Skaftárstofa, upplýsingamiðstöð ferðamanna.

RakaskemmdirEFLA rannsakaði ástand Kirkjuhvols með ýmsum aðferðum. Gerðar voru rakamælingar og tekin DNA-sýni sem sýndu fram á myglu.

Félagsheimilið Kirkjuhvoll var byggt árið 1960 og er um 540 fermetrar að stærð. Á því er bogaþak og fyrir um áratug var það orðið mjög lekt og úrbætur því gerðar. Úttekt EFLU var gerð í júlí og sýndi hún fram á verulegar rakaskemmdir og sveppagróður. Öll byggingasýni sem tekin voru reyndust mygluð. Reiknað er með að nýleg þakklæðning sé í lagi en að aðrar klæðningar og einangrun verði að endurnýja til að húsið teljist nothæft.

Ástand kjallara hússins er slæmt og við skoðun flæddi vatn að utan í gegnum kjallarann og í gegnum veggi hans. Eins og ástandið er núna, segir í skýrslu EFLU, er kjallarinn undir eldhúsi félagsheimilisins ónothæfur. DNA sýni voru tekin í móttöku og í sal og sýndu þau fram á sveppagróður sem getur valdið óþægindum hjá fólki. Þá virðist regnvatn komast inn undir klæðingu utan á húsinu og þakkantur er illa sprunginn.

Raki við glugga og hurðir

Hvað hjúkrunarheimilið varðar kom í ljós að vatn flæðir þar reglulega í kjallara og þarf því að bæta við drenlögnum. Þá kom raki í ljós á nokkrum stöðum á jarðhæð við glugga og hurðir.

„Verst er ástandið í Félagsheimili Skaftárhrepps,“ segir EFLA í skýrslunni eftir skoðun allra bygginganna.

Ráðbarður Sf., ráðgjafar- og verkfræðiþjónusta, áætlar að kostnaður við nauðsynlegar viðgerðir yrði rúmlega 250 milljónir króna.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár