Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ástand félagsheimilisins „skelfilegt í alla staði“

Punga þyrfti út 250 millj­ón­um til að gera fé­lags­heim­il­ið Kirkju­hvol á Kirkju­bæj­arklaustri hættu­laust fyr­ir starf­semi. Svört skýrsla EFLU sýndi fram á raka­skemmd­ir og myglu. „Skýrsl­an sýn­ir að ástand­ið er í raun skelfi­legt í alla staði og með réttu mætti segja að hús­næð­ið væri það illa far­ið af við­halds­leysi og raka að það borgi sig ekki að gera við það.“

Ástand félagsheimilisins „skelfilegt í alla staði“
Undir bogaþaki Kirkjuhvoll var byggt árið 1960. Þar er í dag rekin upplýsingamiðstöð ferðamanna. Mynd: Skaftárhreppur

Ástand félagsheimilisins Kirkjuhvols á Kirkjubæjarklaustri „er í raun skelfilegt í alla staði“ að mati sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Sveitarfélagið fékk verkfræðistofuna EFLU til að gera rakaskimun og taka sýni í félagsheimilinu. Við ástandsskoðunina kom í ljós að rakaskemmdir og rakaummerki voru víða. Drög að kostnaðaráætlun vegna viðgerða á húsinu, til að gera það hættulaust fyrir starfsemi, hljóða upp á 250 milljónir króna.

Skýrsla EFLU var lögð fram til kynningar á síðasta fundi sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Auk þess að meta ástand Kirkjuhvols skoðaði fyrirtækið einnig hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla en var sú skoðun mjög takmörkuð. „Skýrsla EFLU sýnir að ástand Félagsheimilisins Kirkjuhvols er í raun skelfilegt í alla staði og með réttu mætti segja að húsnæðið væri það illa farið af viðhaldsleysi og raka að það borgar sig ekki að gera við það,“ segir í tilkynningu á vef Skaftárhrepps vegna málsins.

Í húsinu er í dag rekin Skaftárstofa, upplýsingamiðstöð ferðamanna.

RakaskemmdirEFLA rannsakaði ástand Kirkjuhvols með ýmsum aðferðum. Gerðar voru rakamælingar og tekin DNA-sýni sem sýndu fram á myglu.

Félagsheimilið Kirkjuhvoll var byggt árið 1960 og er um 540 fermetrar að stærð. Á því er bogaþak og fyrir um áratug var það orðið mjög lekt og úrbætur því gerðar. Úttekt EFLU var gerð í júlí og sýndi hún fram á verulegar rakaskemmdir og sveppagróður. Öll byggingasýni sem tekin voru reyndust mygluð. Reiknað er með að nýleg þakklæðning sé í lagi en að aðrar klæðningar og einangrun verði að endurnýja til að húsið teljist nothæft.

Ástand kjallara hússins er slæmt og við skoðun flæddi vatn að utan í gegnum kjallarann og í gegnum veggi hans. Eins og ástandið er núna, segir í skýrslu EFLU, er kjallarinn undir eldhúsi félagsheimilisins ónothæfur. DNA sýni voru tekin í móttöku og í sal og sýndu þau fram á sveppagróður sem getur valdið óþægindum hjá fólki. Þá virðist regnvatn komast inn undir klæðingu utan á húsinu og þakkantur er illa sprunginn.

Raki við glugga og hurðir

Hvað hjúkrunarheimilið varðar kom í ljós að vatn flæðir þar reglulega í kjallara og þarf því að bæta við drenlögnum. Þá kom raki í ljós á nokkrum stöðum á jarðhæð við glugga og hurðir.

„Verst er ástandið í Félagsheimili Skaftárhrepps,“ segir EFLA í skýrslunni eftir skoðun allra bygginganna.

Ráðbarður Sf., ráðgjafar- og verkfræðiþjónusta, áætlar að kostnaður við nauðsynlegar viðgerðir yrði rúmlega 250 milljónir króna.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár