Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að íslensk útgerðarfélög þétti nú raðirnar og tilteknir stjórnmálamenn taki sér varðstöðu til að viðhalda leynd um hverjir eigi og stýri íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og skýtur föstum skotum á blaðið sjálft og eigendur þess, sem eru að stærstum hluta stórfyrirtæki í greininni.
„Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna“
„Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís í greininni. Hún rekur að samkvæmt niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var í tengslum við gerð skýrslu Auðlindarinnar okkar hafi komið fram að sex sinnum fleiri telji sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. Þessi tortryggni þrífist í leyndarhyggju.
„Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjárfesterka aðila að bregðast þurfi af …
Athugasemdir (5)