Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áslaug hæðist að Svandísi sem svarar: „Tortryggni þrífst í leyndarhyggju“

Á sama sól­ar­hring og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráð­herra skaut föst­um skot­um á Svandísi Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra á fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi seg­ir Svandís að fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi og „póli­tísk öfl úr þeim ranni“ láti til sín taka til að standa vörð um leynd í grein­inni.

Áslaug hæðist að Svandísi sem svarar: „Tortryggni þrífst í leyndarhyggju“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að íslensk útgerðarfélög þétti nú raðirnar og tilteknir stjórnmálamenn taki sér varðstöðu til að viðhalda leynd um hverjir eigi og stýri íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og skýtur föstum skotum á blaðið sjálft og eigendur þess, sem eru að stærstum hluta stórfyrirtæki í greininni.

„Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna“
Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra í grein í Morgunblaðinu

„Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís í greininni. Hún rekur að samkvæmt niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var í tengslum við gerð skýrslu Auðlindarinnar okkar hafi komið fram að sex sinnum fleiri telji sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. Þessi tortryggni þrífist í leyndarhyggju. 

„Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjárfesterka aðila að bregðast þurfi af …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ætli Áslaug Arna hafi ekki tjáð þarna hug margra samflokksmanna sinna. Kvótakerfið er að sönnu býsna gott, en framkvæmdin og tekjur eiganda auðlindarinnar er hinss vegar verulega áfátt.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Bestu kerfin. Best fyrir hverja?
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Næsti formaður XD?
    0
  • Magnus Helgi Sigurðsson skrifaði
    Mafían er eitthvað farin að ókyrrast……
    2
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Þessi ríkisstjórn er bara lélegur brandari. Virðingaleysið milli ráðherra algjört, á sama tíma og þetta fólk á að vera að vinna að þjóðarhag, er því ómögulegt að vinna saman. Þessi vinnubrögð eru til skammar, og ætti stjórnin að sjá sóma sinn í að taka pokann sinn og segja af sér.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár