Áslaug hæðist að Svandísi sem svarar: „Tortryggni þrífst í leyndarhyggju“

Á sama sól­ar­hring og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráð­herra skaut föst­um skot­um á Svandísi Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra á fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi seg­ir Svandís að fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi og „póli­tísk öfl úr þeim ranni“ láti til sín taka til að standa vörð um leynd í grein­inni.

Áslaug hæðist að Svandísi sem svarar: „Tortryggni þrífst í leyndarhyggju“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að íslensk útgerðarfélög þétti nú raðirnar og tilteknir stjórnmálamenn taki sér varðstöðu til að viðhalda leynd um hverjir eigi og stýri íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og skýtur föstum skotum á blaðið sjálft og eigendur þess, sem eru að stærstum hluta stórfyrirtæki í greininni.

„Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna“
Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra í grein í Morgunblaðinu

„Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís í greininni. Hún rekur að samkvæmt niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var í tengslum við gerð skýrslu Auðlindarinnar okkar hafi komið fram að sex sinnum fleiri telji sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. Þessi tortryggni þrífist í leyndarhyggju. 

„Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjárfesterka aðila að bregðast þurfi af …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ætli Áslaug Arna hafi ekki tjáð þarna hug margra samflokksmanna sinna. Kvótakerfið er að sönnu býsna gott, en framkvæmdin og tekjur eiganda auðlindarinnar er hinss vegar verulega áfátt.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Bestu kerfin. Best fyrir hverja?
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Næsti formaður XD?
    0
  • Magnus Helgi Sigurðsson skrifaði
    Mafían er eitthvað farin að ókyrrast……
    2
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Þessi ríkisstjórn er bara lélegur brandari. Virðingaleysið milli ráðherra algjört, á sama tíma og þetta fólk á að vera að vinna að þjóðarhag, er því ómögulegt að vinna saman. Þessi vinnubrögð eru til skammar, og ætti stjórnin að sjá sóma sinn í að taka pokann sinn og segja af sér.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár