Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
Veiga Grétarsdóttir varð fyrir því að stúlkur í skólasundi horfðu glottandi á hana og hlógu að henni í sturtuklefanum. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég ákvað að koma fram undir nafni og mynd og segja hvernig þetta var,“ segir Veiga Grétarsdóttir Sulebust sem vill leiðrétta lygasögu sem hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Sagan snýst um að karlmaður með typpi hafi farið í kvennaklefann í Grafarvogslaug á dögunum, undir því yfirskini að hann skilgreindi sig sem konu, og stúlkum í skólasundi hafi verið brugðið. En það er ekki alveg það sem gerðist. „Þetta er uppspuni, lygi. Þetta er byggt á hatri, engu öðru,“ segir Veiga sem segir hér frá því sem átti sér stað á þriðjudaginn í síðustu viku. 

Veiga er ein þekktasta trans kona landsins. Hún varð þjóðþekkt eftir um hana var gerð heimildamynd þegar hún réri á kajak rangsælis um Ísland - „Á móti straumnum“ - en samtímis var sagt frá kynleiðréttingarferlinu sem hún fór í 2015-16. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir baráttu sína gegn sjókvíaeldi og fyrir umhverfisvernd. 

Þær eru margar, rangfærslurnar í orðrómnum, og vill Veiga koma nokkrum atriðum á hreint: „Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður.“

Fastagestur í Grafarvogslaug

Hún segist hafa stundað Grafarvogslaug árum saman. „Stundum er ég í pottinum að tala við karlmenn um laxeldi og pólitík. Yfirleitt fer ég snemma á morgnana og við erum þá saman ákveðinn konuhópur, konur á mínum aldri, um fertugt og líklega upp í 75 ára. Ég hef aldrei lent í vandræðum í sundi. Ég er bara hluti af þessum hópi. Við förum saman í pottinn og hjálpum hver annarri að laga sundbolinn á bakinu,“ segir hún. 

En síðasti þriðjudagur var öðruvísi. Þegar hún fór upp úr pottinum og í sturtuklefann voru þar stelpur á leið í skólasund. „Sem hefur oft gerst áður og aldrei verið vandamál.“ Þarna tók hún eftir því að ein stelpan horfði mikið á hana „og glotti. Hún fattaði greinilega hver ég er. Ég hef verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum árum,“ segir hún. Stelpuhópurinn hafi síðan farið í laugina. 

Veiga er mikil sundkona, nýtur þess að fara í heitar laugar um allt land og hefur stundað Grafarvogslaug í sjö ár.
„Mér leið eins og ég væri sirkusdýr“

„Stuttu seinna kom hún aftur með vinkonu sína. Þær löbbuðu í gegn um sturturnar, hún glotti aftur en vinkonan var leitandi, horfði á alla í kring um sig. Þær töluðu eitthvað saman við handklæðarekkann og gengu síðan aftur framhjá mér en þá horfðu þær báðar á mig og glottu. Þær fóru aftur út en komu síðan aftur, fjórar eða fimm saman, og bæði glottu og hlógu að mér.“ Veiga segir það hafa verið afar óþægilegt að upplifa þetta: „Mér leið eins og ég væri sirkusdýr.“

Fullorðnar konur horfa líka

Veiga segist á þessum tímapunkti enn hafa verið í sundbolnum. „Ég sá hvað var í uppsiglingu og vissi ekki hversu alvarlegt þetta yrði þannig að ég ákvað að vera í sundbolnum til að leyfa þeim ekki að horfa meira á mig. Þær fóru svo aftur í laugina og ég þvæ mér og þurrka.“

Hún segist því miður vera vön augngotum í sturtuklefanum, þó hún líti út alveg eins og hinar konurnar, líklega því fólk þekki hana og viti því að hún sé trans kona. „Fullorðnar konur horfa oft á mig í sturtunni. Þær eru almennilegar og kurteisar en ég tek eftir því að þær gjóa augunum á klofið á mér. Líklega er þetta bara saklaus forvitni, þarna er komin trans manneskja sem var með typpi en er komin með píku. Ég hugsa að ef ég væri í þeirra sporum þá væri ég líka pínu forvitin. En þær sjá að þetta lítur ekkert öðruvísi út en hjá þeim. Ég reyni að taka þetta ekki inn á mig en auðvitað gerir maður það,“ segir hún. 

Veiga var mjög hugsi eftir atvikið í sturtuklefanum á þriðjudag, og ákvað að tala við starfsfólk sundlaugarinnar og fá leyfi til að tala við sundkennara stelpnanna. „Ég sagði frá því sem hafði gerst og að mér fyndist þetta óviðeigandi hegðun. Hvort sem fólk er trans eða með stóma þá á ekki að vera labba framhjá því trekk í trekk og hlæja að því. Síðan fór ég bara heim og hélt að málinu væri lokið.“ En það var öðru nær. 

Veiga tók sig vel út sem fjallkonan á Ísafirði árið 2021.

Grein eftir grein með rangfærslum

Á sunnudag rakst hún á Facebookfærslu þar sem fullyrt var að karlmaður hafi farið í kvennaklefann í sundlauginni undir því yfirskini að hann skilgreindi sig sem konu, og þar misboðið sómakennd stúlkna í skólasundi. Í kommentum sá hún talað um að búið væri að gera frétt um málið. „Ég fór þá að leita. Það fyrsta sem mér datt í hug var að þetta hefði birst á Fréttin.is því enginn annar myndi skrifa svona, og þar sá ég þetta,“ en um er að ræða síðu sem Margrét Friðriksdóttir heldur úti.

Í greininni þar segir síðan að „samkvæmt reglum mannréttindarráðs, geta nú hverjir þeir sem skilgreina sig af öðru kyni þrátt fyrir að hafa ekki undirgengist neinar slíkar aðgerðir, notað klefa þess kyns sem það skilgreinir sig.“

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifar síðan eina mest lesnu aðsendu greinina sem birtist á Vísir.is í gær þar sem hún gerir umfjöllunina á Fréttin.is að umtalsefni en Eva leggur þar út af því sem staðreynd væri að karlmaður hafi farið í kvennaklefann í sundlauginni, og það sé heimilt vegna laga um kynrænt sjálfræði. 

Ýtt undir ranghugmyndir

Í sömu grein á Fréttin.is er síðan sagt frá því að þau hafi fjallað um það í sumar að nafngreind trans kona sæti sakamálarannsókn hjá lögreglu vegna misnotkunar og kynferðislegs áreitis í garð stúlkna og þroskaskertra kvenna.

Veigu misbýður ekki síst hvernig þetta allsendis ótengda efni, sem fjallar um allt aðra manneskju, er fléttað inn í umfjöllunina. „Það sem stuðar mig er þessi orðræða um að trans konur séu upp til hópa kynferðisbrotamenn og barnaníðingar. Þarna er verið að ýta undir slíkar hugmyndir,“ segir hún. Rangfærslur af þessum toga er hluti af því bakslagi sem nú á sér stað víða um heim þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks.

„Þetta eru lygasögur“

Henni er mikið í mun að koma því á framfæri að þessi umfjöllun sé ekki byggð á staðreyndum. „Þetta eru lygasögur. Ég viðurkenni að ég talaði við kennarann en það var því stelpurnar voru að stara á mig og komu endurtekið inn í klefann til að hlæja að mér. Það er eitthvað sem ég sætti mig ekki við. Ég vil ekki láta koma svona fram við mig.“

Veiga segist hafa rætt þessa falsfrétt við vinkonu sína. „Ég spurði hana hvernig þetta væri ef ég væri ekki trans og við þekktum ekkert trans fólk, og við sæjum svona frétt. Ætli maður færi í sama pakka?“ spyr hún og leggur áherslu á hversu mikilvægt er að vera vakandi fyrir því að trúa ekki öllu sem maður les.

Kjósa
193
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (16)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    "Karlmaður með tippi". Þarf að taka það fram að karlmaður sé með tippi ?
    1
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Segjum við ekki "kvennahópur" ?
    0
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Æ hvað þetta er sorglegt, jafnvel þó maður sé ekki sammála þessum breytingum sem nú eiga sér stað og breyttar reglur, þá á að koma fram við alla af virðingu og vinsemd. Takk.
    2
  • Vordís Baldursdóttir skrifaði
    Vel gert Veiga að koma fram og leiðrétta þessar rangfærslur sem hafa verið í gangi, áfram þú <3
    10
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Við erum auðvitað það sem við erum. Sum okkar hafa ljóst hár, aðrir dökkt hár og allt þar á milli, jafnvel sum okkar hafa lítið og kannski ekkert hár. Við eigum að sýna öllum öðrum tilhlýðilega virðingu án þess hve útlit okkar er, trúarbrögðin eru, skoðanir, kynhneygð, matarást og hvað sem er. Öll höfum við okkar tilfinningar, hvatir og væntingar til lífsins. Meðan við truflum ekki aðra þá ættum við að njóta þess að vera í friði fyrir ómerkilegum athugasemdum.
    8
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Lygavefurinn Fréttin.is er hreinn viðbjóður.

    Það er nú samt fyndið að stofnandinn þykist vera sannkristin :-) :-) :-)
    8
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Takk Veiga. Það er varla hægt að undirstrika nóg hversu mikilvægt er að leiðrétta rangfærslur og lygar af þessum toga. Margt fólk uggir ekki að sér andspænis óheilindum, lygum og áróðri í skrifum - nú getur hver sem er kallað hvað sem er (nánast) fjölmiðil, hversu andstæð sem skrifin eru blaðamennsku og ábyrgri fjölmiðlun.
    13
  • ESG
    Erna Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði
    Gott hjá þér Veiga
    13
  • Sandra Brink skrifaði
    Af hverju ertu þarna á skolasundstima ef þú þolir ekki flissandi smástelpur?
    -88
    • Vilborg Norðdahl skrifaði
      Kannski af sömu ástæðu og þú ef þú færir á þessum tíma í sund. Það er, þú hefur tíma akkúrat þarna, þig langar í sund eða bara hvern andsk. kemur þér það við.
      16
  • SBV
    Stefán B Veturliðason skrifaði
    Vel gert hjá Veigu að koma fram og leiðrétta. Flest fólk er gott fólk og trúir ekki öllu sem það les gagnrýnislaust.
    39
  • Þórhallur Þorsteinsson skrifaði
    Góð grein
    27
  • Elín Kona Eddudóttir skrifaði
    Takk fyrir einlægt og gott viðtal 🏳️‍⚧️
    30
  • Hrefna Reynisdottir skrifaði
    Vel gert Veiga 👏
    28
  • Pálína Þórarinsdóttir skrifaði
    Takk fyrir að stíga fram og segja þína upplifun af þessu. Við erum berskjölduð í sundklefanum og mjög óþægilegt að verða fyrir svona áreiti.
    37
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár