Stærsta saga síðustu þrjátíu ára er um milljarða manna sem losnuðu úr hryllingi örbirgðar. Stór hluti þessa fólks býr í Asíu, sem er líka heimili nær 60% mannkyns, og þriðjungur þeirra býr í Kína sem lyfti mesta Grettistakinu.
Annar veruleiki fylgir með. Hann er sá að sífellt þyngri straumar flytja nú áhrif og völd í heiminum frá vestri til austurs og frá norðri til suðurs. Jafnvel nú þegar hart kreppir að í kínversku efnahagslífi er 70% af hagvexti heimsins í Asíu. Efnahagsbyltingar í suðri og austri og gífurleg mannfjölgun utan Vesturlanda hafa breytt öllum hlutföllum. Heimurinn er gjörbreyttur frá því sem hann var við lok kalda stríðsins.
Tvær blokkir?
Síðustu misseri hafa margir spáð nýju köldu stríði. Öðrum megin yrðu þá Vesturlönd og bandamenn þeirra undir forystu og leiðsögn Bandaríkjanna.
Hins vegar stæði hið nýja heimsveldi Kína með Rússland sér við hlið og að auki fjölda ríkja sem áður voru …
Athugasemdir (7)