Hælisleitendur eru almennt algjörlega háðir talsmönnum sínum þegar kemur að því að vinna að umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessir talsmenn, lögfræðingar eða lögmenn, fá greitt frá Útlendingastofnun – sömu stofnun og tekur ákvörðun í máli hælisleitendanna. Þegar ákvörðun er tekin í máli hælisleitanda um það hvort hann fái hér að vera eða skuli fara brott af landi er úrskurðurinn einungis birtur talsmanninum.
Það er hlutverk talsmannsins að láta skjólstæðing sinn vita af ákvörðuninni en dæmi eru um að þeir geri það ekki. Og þá er voðinn vís fyrir hælisleitandann, því hann hefur einungis um tveggja vikna frest til þess að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar ef hún er honum í óhag. Ef hann veit ekki af því að ákvörðunin hafi verið tekin fyrr en eftir að fresturinn er útrunninn getur hann …
Athugasemdir (2)