Útgefandi Viðskiptablaðsins hagnaðist í fyrra

Eft­ir að hafa tap­að 55 millj­ón­um króna á ár­inu 2020 hagn­að­ist Myllu­set­ur, sem gef­ur með­al ann­ars út Við­skipta­blað­ið, um sam­tals þrett­án millj­ón­ir króna á ár­un­um 2021 og 2022.

Útgefandi Viðskiptablaðsins hagnaðist í fyrra
Ritstjóri Trausti Hafliðason hefur stýrt Viðskiptablaðinu í rúmlega sex ár. Mynd: RÚV

Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hagnaðist um 5,5 milljónir króna á árinu 2022. Það er annað árið í röð sem útgáfan skilar hagnaði, en hann nam 7,5 milljónum króna á árinu 2021. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi. 

Árið á undan því tapaði Myllusetur hins vegar 55,2 milljónum króna og setti 15 af 18 starfs­mönnum sínum á hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, þar sem ríkið greiddi stóran hluta af launum þeirra um skeið.

Rekstrartekjur Mylluseturs, sem heldur einnig úti Fiskifréttum og Frjálsri verslun, jukust um 15 prósent milli ára og voru 349 milljónir króna í fyrra. Inni í þeim tekjum er styrkur sem útgáfufélagið fékk úr ríkissjóði vegna endurgreiðslu á ritstjórnarkostnaði en hann nam um 25 milljónum króna á árinu 2022. Skuldir Mylluseturs jukust um tæplega níu prósent milli ára og stóðu í 148 milljónum króna. Meðalfjöldi starfsmanna var sá sami og árið áður, eða 16, en heildarkostnaður vegna launa og launatengdra gjalda jókst um …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár