Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Útgefandi Viðskiptablaðsins hagnaðist í fyrra

Eft­ir að hafa tap­að 55 millj­ón­um króna á ár­inu 2020 hagn­að­ist Myllu­set­ur, sem gef­ur með­al ann­ars út Við­skipta­blað­ið, um sam­tals þrett­án millj­ón­ir króna á ár­un­um 2021 og 2022.

Útgefandi Viðskiptablaðsins hagnaðist í fyrra
Ritstjóri Trausti Hafliðason hefur stýrt Viðskiptablaðinu í rúmlega sex ár. Mynd: RÚV

Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hagnaðist um 5,5 milljónir króna á árinu 2022. Það er annað árið í röð sem útgáfan skilar hagnaði, en hann nam 7,5 milljónum króna á árinu 2021. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi. 

Árið á undan því tapaði Myllusetur hins vegar 55,2 milljónum króna og setti 15 af 18 starfs­mönnum sínum á hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, þar sem ríkið greiddi stóran hluta af launum þeirra um skeið.

Rekstrartekjur Mylluseturs, sem heldur einnig úti Fiskifréttum og Frjálsri verslun, jukust um 15 prósent milli ára og voru 349 milljónir króna í fyrra. Inni í þeim tekjum er styrkur sem útgáfufélagið fékk úr ríkissjóði vegna endurgreiðslu á ritstjórnarkostnaði en hann nam um 25 milljónum króna á árinu 2022. Skuldir Mylluseturs jukust um tæplega níu prósent milli ára og stóðu í 148 milljónum króna. Meðalfjöldi starfsmanna var sá sami og árið áður, eða 16, en heildarkostnaður vegna launa og launatengdra gjalda jókst um …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár