Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hagnaðist um 5,5 milljónir króna á árinu 2022. Það er annað árið í röð sem útgáfan skilar hagnaði, en hann nam 7,5 milljónum króna á árinu 2021. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi.
Árið á undan því tapaði Myllusetur hins vegar 55,2 milljónum króna og setti 15 af 18 starfsmönnum sínum á hlutabótaleiðina svokölluðu, þar sem ríkið greiddi stóran hluta af launum þeirra um skeið.
Rekstrartekjur Mylluseturs, sem heldur einnig úti Fiskifréttum og Frjálsri verslun, jukust um 15 prósent milli ára og voru 349 milljónir króna í fyrra. Inni í þeim tekjum er styrkur sem útgáfufélagið fékk úr ríkissjóði vegna endurgreiðslu á ritstjórnarkostnaði en hann nam um 25 milljónum króna á árinu 2022. Skuldir Mylluseturs jukust um tæplega níu prósent milli ára og stóðu í 148 milljónum króna. Meðalfjöldi starfsmanna var sá sami og árið áður, eða 16, en heildarkostnaður vegna launa og launatengdra gjalda jókst um …
Athugasemdir