Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ríkisvaldið geti mildað áhrif stýrivaxta á hag hinna lægst launuðu

Gylfi Zoega skrif­ar um áhrif vaxta, lífs­kjör og sjálf­stæði seðla­banka í nýj­ustu Vís­bend­ingu.

Ríkisvaldið geti mildað áhrif stýrivaxta á hag hinna lægst launuðu
Prófessor í hagfræði Gylfi Zoega segir æskilegt að aðilar vinnumarkaðar, ríkisstjórn og seðlabanki vinni saman að hjöðnun verðbólgu til þess að vextir á næstu misserum verði lægri. Mynd: RÚV

„Áhrif peningastefnunnar og einnig áhrif þess að verðbólga hækki yfir markmið á skiptingu tekna og eigna gera það að verkum að Seðlabankinn og peningastefnan verður umdeild og sjálfstæði hans jafnvel stundum ógnað. Það er því mikilvægt að vel takist með hagstjórn þannig að áhrif á skiptingu tekna og eigna sé sem minnst þótt hún verði alltaf einhver.“

Þetta er meðal þess sem Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir í grein í nýjustu Vísbendingu sem kom út í dag þar sem hann skrifar um vexti, lífskjör og sjálfstæði seðlabanka. 

Gylfi segir að til þess að svo megi verða sé mikilvægt að ríkisfjármálum, sköttum og útgjöldum sé stýrt á þann hátt að vextir geti verið sem stöðugastir. „Seðlabankinn ber einn ábyrgð á því að verðbólga sé í markmiði, ekki ríkisstjórn, en hún getur hjálpað til með ýmsu móti. Í fyrsta lagi verður að leyfa svokölluðum sjálfvirkum sveiflujöfnurum að hafa áhrif en þeir felast í því að afgangur myndast á rekstri ríkissjóðs í uppsveiflu og halli í kreppu. Með þessu móti dregur rekstur ríkissjóðs úr hagsveiflunni. Í öðru lagi getur ríkisvald mildað áhrif peningastefnu á hag hinna lægst launuðu með skattalegum aðgerðum undir sérstökum aðstæðum þegar sveiflur eru eða hafa verið mjög miklar. Það er einnig hægt að hafa samráð við viðskiptabanka og lífeyrissjóði um mildandi aðgerðir.“

Nú þegar endurfjármögnun hundruð milljarða óverðtryggðra húsnæðislána standi fyrir dyrum sé æskilegt að aðilar vinnumarkaðar, ríkisstjórn og seðlabanki vinni saman að hjöðnun verðbólgu til þess að vextir á næstu misserum verði lægri.

Áskrifendur Vísbendingar geta lesið greinina í heild á Vísbending.is.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár