Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, beindi spjót­um sín­um að stjórn­völd­um á Al­þingi í dag og upp­skar hlátra­sköll frá með­lim­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­aði at­huga­semd­um Jó­hanns Páls og ræddi lög­gjöf í kring­um inn­leið­ingu EES-gerða.

„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag
Jóhann Páll Jóhannsson Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi aðgerðaleysi við þrálátri verðbólgu í dag á Alþingi. Mynd: Hari

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi aðgerðarleysi stjórnvalda í kjölfar þess að verðbólga heldur áfram að hækka.

„Frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað,“ sagði Jóhann Páll er hann hóf mál sitt. „En svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósent verðbólga í landinu. Hún er á uppleið, annan mánuðinn í röð.“ Er þingmaður var að ljúka setningu sinni heyrðist hlátur úr hliðarsal þingsins. 

Jóhann Páll hélt áfram. „Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti hérna í hliðarsölum.“ Hlátrasköllin urðu hærri. „Það er ekkert á dagskrá hérna nema einhver þingmannamál sem allir hérna inni vita að verða ekki að lögum. Kemur ekkert frá ríkisstjórninni, það er bara hlegið og trallað og það er bara dinglumdangl og dútl.“

„Mannréttindastofnun,“ heyrist þá kallað úr salnum. 

„Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna,“ svaraði Jóhann Páll. „Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu en, hvar eru aðgerðirnar? Og hvar er forystan? Á ekkert að sýna forystu hérna? Bara kynna nýja bók sína í útlöndum,“ sagði þingmaður og skaut þá á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem var erlendis að kynna skáldsögu sem hún skrifaði með Ragnari Jónassyni og ber heitið Reykjavík.  

„Fólkið í landinu er að spyrja sig, hvar er ríkisstjórnin? Og hvar eru alvöru aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu?“ Hann hélt áfram og sagði verðbólguvæntingar vera á uppleið. 

„Kemur ekkert frá ríkisstjórninni, það er bara hlegið og trallað og það er bara dinglumdangl og dútl“
Jóhann Páll Jóhannsson

Bítið á Bylgjunni er þjóðin 

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði gagnrýni Jóhanns Páls í pontu. Hún var gestur þáttarins Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða íslenskt regluverk er varðar innleiðingu EES-reglugerða sem þingmaður vill koma í veg fyrir að verði enn meira íþyngjandi en þær eru nú. 

Diljá Mist EinarsdóttirRæddi regluverk við innleiðingu EES-gerða á Alþingi í dag.

„Mér heyrist að á meðan að háttvirtur þingmaður Jóhann Páll Jóhannsson var að leggja sig, að þá hafi ég verið vöknuð eldsnemma til að ræða við Bítið,“ sagði Diljá Mist. 

„Þar meðtók ég áskorun,“ hélt þingmaður áfram, „um að við stoppuðum ekki við það að rýna nýjar reglur, heldur réðumst hér í að vinda ofan af löggjöf þar sem hefur verið gengið of langt við innleiðingu. Bítið á Bylgjunni er fyrir mér miklu meira þjóðin eða fólkið heldur en margir stjórnmálamenn sem segjast mjög gjarnan tala fyrir þann hóp.“

Fleiri þingmenn lýstu yfir áhyggjum af efnahagsmálum. Elva Dögg Sigurðardóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist áður hafa rætt það í pontu að ungt fólk hefði áhyggjur af kostnaði búðarferða og vaxtahækkunum. „Við ræðum stundum um þetta eins og það sé óhjákvæmilegt við það að búa á Íslandi, að það að búa hér sé ávísun á háa vexti og svimandi hátt matarverð. En svo er ekki,“ sagði Elva Dögg. 

Hún vísaði í hagkerfi Færeyinga þar sem húsnæðislán eru töluvert lægri en á Íslandi og hagvöxtur mikill. „Færeyingar eru með danska krónu og því danska vexti. Danir eru með sína krónu tengda við evru og því spyr ég: Af hverju erum við ekki að nýta okkur þessar leiðir? Af hverju eru ekki allir þingmenn að ræða þá staðreynd að nágrannar okkar geta boðið heimilum landsins upp á miklu lægri vexti?“

„Af hverju eru ekki allir þingmenn að ræða þá staðreynd að nágrannar okkar geta boðið heimilum landsins upp á miklu lægri vexti?“
Elva Dögg Sigurðardóttir

Elva Dögg ítrekaði að Viðreisn vildi bregðast við núverandi efnahagsástandi á Íslandi með þjóðarkosningu um áframhaldandi samningaviðræður við Evrópusambandið. „Ef þjóðin segir svo já þá gætum við á endanum tekið upp evru og rússibanareið vaxta og verðbólgu væri þá ekki viðvarandi ástand hér.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu