Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verðbólga upp annan mánuðinn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.

Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Sífellt dýrara Matvara hefur hækkað einna mest af þeim vörum og þjónustu sem Hagstofan skoðar við útreikning sinn á verðbólgu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verðbólga heldur áfram að hækka og mælist nú átta prósent á tólf mánaða tímabili. Verðhækkanir á fötum og skóm og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði eru stærstu áhrifaþættir til hækkunar. Lækkun verðs á flugferðum til útlanda temprar hækkunina. 

Þetta er annar mánuðirnn í röð sem verðbólga á tólf mánaða tímabili, það er verðbreytingar sem hafa orðið á heilu ári, hækkar. Áður hafði verðbólga lækkað fjóra mánuði í röð. Hæst hefur verðbólgan mælst 10,2 prósent á síðustu misserum; í febrúar á þessu ári. 

Þróun síðustu ára má sjá á grafinu hér að neðan.

Samkvæmt umfjöllun Hagstofunnar um verðþróun sem birt er í dag hafa allir undirliðir vísitölunnar hækkað á síðustu tólf mánuðum nema flokkurinn póstur og sími. Kostnaður sem flokkast þar undir, sem meðal annars er internetþjónusta, hefur lækkað um 4,4 prósent á síðustu tólf mánuðum. 

Matur og drykkur hefur hins vegar hækkað mest; um 12,4 prósent á ársgrundvelli. Húsnæðiskostnaður hefur hækkað um 8,9 prósent á tímabilinu en það er langstærsti útgjaldaliður meðalheimilis og vega verðbreytingar undir þeim lið þyngst þegar verðbólgan er mæld. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
4
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár