Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólga upp annan mánuðinn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.

Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Sífellt dýrara Matvara hefur hækkað einna mest af þeim vörum og þjónustu sem Hagstofan skoðar við útreikning sinn á verðbólgu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verðbólga heldur áfram að hækka og mælist nú átta prósent á tólf mánaða tímabili. Verðhækkanir á fötum og skóm og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði eru stærstu áhrifaþættir til hækkunar. Lækkun verðs á flugferðum til útlanda temprar hækkunina. 

Þetta er annar mánuðirnn í röð sem verðbólga á tólf mánaða tímabili, það er verðbreytingar sem hafa orðið á heilu ári, hækkar. Áður hafði verðbólga lækkað fjóra mánuði í röð. Hæst hefur verðbólgan mælst 10,2 prósent á síðustu misserum; í febrúar á þessu ári. 

Þróun síðustu ára má sjá á grafinu hér að neðan.

Samkvæmt umfjöllun Hagstofunnar um verðþróun sem birt er í dag hafa allir undirliðir vísitölunnar hækkað á síðustu tólf mánuðum nema flokkurinn póstur og sími. Kostnaður sem flokkast þar undir, sem meðal annars er internetþjónusta, hefur lækkað um 4,4 prósent á síðustu tólf mánuðum. 

Matur og drykkur hefur hins vegar hækkað mest; um 12,4 prósent á ársgrundvelli. Húsnæðiskostnaður hefur hækkað um 8,9 prósent á tímabilinu en það er langstærsti útgjaldaliður meðalheimilis og vega verðbreytingar undir þeim lið þyngst þegar verðbólgan er mæld. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár