Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólga upp annan mánuðinn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.

Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Sífellt dýrara Matvara hefur hækkað einna mest af þeim vörum og þjónustu sem Hagstofan skoðar við útreikning sinn á verðbólgu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verðbólga heldur áfram að hækka og mælist nú átta prósent á tólf mánaða tímabili. Verðhækkanir á fötum og skóm og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði eru stærstu áhrifaþættir til hækkunar. Lækkun verðs á flugferðum til útlanda temprar hækkunina. 

Þetta er annar mánuðirnn í röð sem verðbólga á tólf mánaða tímabili, það er verðbreytingar sem hafa orðið á heilu ári, hækkar. Áður hafði verðbólga lækkað fjóra mánuði í röð. Hæst hefur verðbólgan mælst 10,2 prósent á síðustu misserum; í febrúar á þessu ári. 

Þróun síðustu ára má sjá á grafinu hér að neðan.

Samkvæmt umfjöllun Hagstofunnar um verðþróun sem birt er í dag hafa allir undirliðir vísitölunnar hækkað á síðustu tólf mánuðum nema flokkurinn póstur og sími. Kostnaður sem flokkast þar undir, sem meðal annars er internetþjónusta, hefur lækkað um 4,4 prósent á síðustu tólf mánuðum. 

Matur og drykkur hefur hins vegar hækkað mest; um 12,4 prósent á ársgrundvelli. Húsnæðiskostnaður hefur hækkað um 8,9 prósent á tímabilinu en það er langstærsti útgjaldaliður meðalheimilis og vega verðbreytingar undir þeim lið þyngst þegar verðbólgan er mæld. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár