Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólga upp annan mánuðinn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.

Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Sífellt dýrara Matvara hefur hækkað einna mest af þeim vörum og þjónustu sem Hagstofan skoðar við útreikning sinn á verðbólgu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verðbólga heldur áfram að hækka og mælist nú átta prósent á tólf mánaða tímabili. Verðhækkanir á fötum og skóm og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði eru stærstu áhrifaþættir til hækkunar. Lækkun verðs á flugferðum til útlanda temprar hækkunina. 

Þetta er annar mánuðirnn í röð sem verðbólga á tólf mánaða tímabili, það er verðbreytingar sem hafa orðið á heilu ári, hækkar. Áður hafði verðbólga lækkað fjóra mánuði í röð. Hæst hefur verðbólgan mælst 10,2 prósent á síðustu misserum; í febrúar á þessu ári. 

Þróun síðustu ára má sjá á grafinu hér að neðan.

Samkvæmt umfjöllun Hagstofunnar um verðþróun sem birt er í dag hafa allir undirliðir vísitölunnar hækkað á síðustu tólf mánuðum nema flokkurinn póstur og sími. Kostnaður sem flokkast þar undir, sem meðal annars er internetþjónusta, hefur lækkað um 4,4 prósent á síðustu tólf mánuðum. 

Matur og drykkur hefur hins vegar hækkað mest; um 12,4 prósent á ársgrundvelli. Húsnæðiskostnaður hefur hækkað um 8,9 prósent á tímabilinu en það er langstærsti útgjaldaliður meðalheimilis og vega verðbreytingar undir þeim lið þyngst þegar verðbólgan er mæld. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár