Ekki málið
Ekki málið er gjöf sem hefur sína galla.
Höfundur og leikstjóri: Marius von Mayenburg Leikarar: Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir Leikmynd og búningar: Nina Wetzel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ýmir Ólafsson Tónlist: David Riaño Molina Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson Þýðing: Bjarni Jónsson
Árið 1925 kom út ritgerðin « Essai sur le don: forme et raison de l'échange dans les sociétés archaïques » eftir franska félagsfræðinginn Marcel Mauss. Á íslensku má lauslega þýða fyrri hluta titilsins „Ritgerð um gjöfina“. Í ritgerðinni fjallar Mauss um eðli og tilgang gjafa, þá sérstaklega áhrif þeirra á samfélagið og samskipti einstaklinga. Er hægt að gefa gjöf að ástæðulausu eða án skuldbindinga? Ekki málið, skrifað og leikstýrt af þýska leikskáldinu Marius von Mayenburg, varpar fram þessum áleitnu spurningum á meðal fjölmargra annarra í leikriti sem hristir hressilega upp í borgaralega þægindarammanum sem Íslendingar keppast við að smíða og viðhalda.
Parið Simone og Erik standa á tímamótum í lífinu. Börnin eru að komast á legg, starfsferill þeirra beggja er um það bil hálfnaður og sambandið í föstum skorðum. En hvert er næsta skref? Simone kemur heim eftir vikulanga vinnuferð til Ítalíu, hún er verkfræðingur hjá stóru fyrirtæki, með gjöf …
Athugasemdir (1)