Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Þetta er sárt að horfa upp á“

Þeg­ar kálfa­full­ar lang­reyða­kýr eru veidd­ar er ver­ið að veiða tvö dýr en ekki eitt, seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir hvala­sér­fræð­ing­ur. Fóstr­ið sem skor­ið var úr kú í hval­stöð­inni í gær átti lík­lega 1-2 mán­uði eft­ir í móð­urkviði.

„Þetta er sárt að horfa upp á“
Dreginn burt Starfsmenn Hvals hf. brugðust hratt við þegar fóstrið stóra rann út úr kviði móður sinnar. Þeir kræktu í það með mörgum krókum, líkt og sjá má á myndinni, og drógu það úr augsýn. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Þetta er sárt að horfa upp á og með veiðum á kálfafullum kúm eru tvö dýr veidd en ekki eitt,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur, um kelfdu langreyðina sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í fyrradag. Er gert var að henni í hvalstöðinni í Hvalfirði í gærmorgun og kviður hennar skorinn upp „rann út úr móðurinni“ stór kálfur, líkt og Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndarsamtakanna Hard to Port, lýsti því fyrir blaðamanni Heimildarinnar.

Edda Elísabet, sem er helsti hvalasérfræðingur Íslendinga, rýndi í myndir sem Arne tók á vettvangi og segir kálfinn líklega hafa verið um 3,5-4 metra langan. „Hann er langt genginn en líklega ekki fullgenginn,“ segir hún. „Miðað við stærð myndi ég halda að hann hafi átt um 1-2 mánuði eftir í móðurkviði.“ Langreyðarkálfar eru yfirleitt orðnir um 6 metrar á lengd þegar þeir fæðast og hafa mæður þeirra þá gengið með þá í 11-12 mánuði.

„Þetta í sjálfu sér kemur ekki á óvart og í fyrra veiddist einnig hvalkýr sem var svipað langt gengin,“ segir Edda Elísabet. Hvalveiðar á þessum árstíma auki líkurnar á að þær séu langt gengnar því yfirleitt fæði þær kálfa sína í nóvember og því „nánast öruggt að kálfafull kýr sé veidd“.

Arne, sem er nú annað sumarið í röð að fylgjast grannt með veiðum Hvals hf. á langreyðum, var sleginn við að sjá fóstrið skorið úr kvið móðurinnar. Hann hefur áður orðið vitni að sambærilegu en sagði við Heimildina í gær að þessi atburður hafi verið öðruvísi á einhvern hátt. „Það var næstum eins og ... þegar kálfurinn var skorinn úr kviði hennar ... að hann væri enn á lífi. Ég er enn nokkuð sleginn eftir þetta atvik, í sannleika sagt. Ég er eiginlega orðlaus.“

Hvalasérfræðingur ÍslandsEdda Elísabet Magnúsdóttir.

Spurð út í hversu langan tíma það tekur fyrir fóstur að deyja eftir að móðir er skotin segir Edda Elísabet erfitt að fullyrða nokkuð um það. „Kálfurinn þarf auðvitað súrefnisríkt blóð sem hann fær frá móðurinni,“ svarar hún. „Ef stutt er frá því að móðirin var veidd, þá eru alveg líkur á að fóstrið hafi haldið lífi.“

Kýrin hafði verið veidd daginn áður en gert var að henni, eftir því sem Heimildin kemst næst. Innan við sólarhringur hafði því liðið frá því að móðirin var drepin og þar til kviður hennar var skorinn upp í hvalstöðinni.

„Eftir að hjartað hættir að slá þá hættir nýtt blóð að berast til kálfsins, en hversu lengi hann lifir á þeim súrefnisforða þekki ég ekki,“ segir Edda Elísabet. „Það hljómar ósennilegt að fóstrið hafi verið enn á lífi, en ég get þó ekki verið viss.“

Hvalur hf., eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar hvalveiðar, það eina í heiminum sem veiðir langreyðar og eitt fárra fyrirtækja í veröldinni sem veiðir hvali, hefur eftir því sem næst verður komist veitt 19 fullorðin dýr á yfirstandandi vertíð. Hversu mörg þeirra voru kelfdar kýr hefur Heimildin ekki upplýsingar um, fyrir utan þá sem skorin var í gær.

Í eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar Hvals hf. síðasta sumar kom fram að kvendýr hefðu verið í meirihluta þeirra dýra sem veidd voru. Ástæðan er ekki þekkt og gæti verið tilviljun, sagði í skýrslunni. Samkvæmt gögnum Hvals hf.  var heildar hlutfall kvendýra 62%. „Ætla má að meiri líkur séu á að það veiðist kýr með fóstri eða kýr með kálfi, ef hlutfall kvendýra er hærra en karldýra meðal veiddra langreyða.“

Samkvæmt lögum og reglum um hvalveiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kvenkyns hvali sem kálfar eða hvalir á spena fylgja. Hins vegar er ekki bannað að veiða kelfdar hvalkýr samkvæmt núgildandi lögum.

Edda Elísabet segir „ekki möguleika“ að velja á milli kynja eða aldurs fullvaxinna dýra þegar veitt er.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hreinn viðbjóður!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ein helsta ástæða þess að þetta dýraníð viðgengst við stendur Íslands er sú
    að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár