Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Þetta er sárt að horfa upp á“

Þeg­ar kálfa­full­ar lang­reyða­kýr eru veidd­ar er ver­ið að veiða tvö dýr en ekki eitt, seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir hvala­sér­fræð­ing­ur. Fóstr­ið sem skor­ið var úr kú í hval­stöð­inni í gær átti lík­lega 1-2 mán­uði eft­ir í móð­urkviði.

„Þetta er sárt að horfa upp á“
Dreginn burt Starfsmenn Hvals hf. brugðust hratt við þegar fóstrið stóra rann út úr kviði móður sinnar. Þeir kræktu í það með mörgum krókum, líkt og sjá má á myndinni, og drógu það úr augsýn. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Þetta er sárt að horfa upp á og með veiðum á kálfafullum kúm eru tvö dýr veidd en ekki eitt,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur, um kelfdu langreyðina sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í fyrradag. Er gert var að henni í hvalstöðinni í Hvalfirði í gærmorgun og kviður hennar skorinn upp „rann út úr móðurinni“ stór kálfur, líkt og Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndarsamtakanna Hard to Port, lýsti því fyrir blaðamanni Heimildarinnar.

Edda Elísabet, sem er helsti hvalasérfræðingur Íslendinga, rýndi í myndir sem Arne tók á vettvangi og segir kálfinn líklega hafa verið um 3,5-4 metra langan. „Hann er langt genginn en líklega ekki fullgenginn,“ segir hún. „Miðað við stærð myndi ég halda að hann hafi átt um 1-2 mánuði eftir í móðurkviði.“ Langreyðarkálfar eru yfirleitt orðnir um 6 metrar á lengd þegar þeir fæðast og hafa mæður þeirra þá gengið með þá í 11-12 mánuði.

„Þetta í sjálfu sér kemur ekki á óvart og í fyrra veiddist einnig hvalkýr sem var svipað langt gengin,“ segir Edda Elísabet. Hvalveiðar á þessum árstíma auki líkurnar á að þær séu langt gengnar því yfirleitt fæði þær kálfa sína í nóvember og því „nánast öruggt að kálfafull kýr sé veidd“.

Arne, sem er nú annað sumarið í röð að fylgjast grannt með veiðum Hvals hf. á langreyðum, var sleginn við að sjá fóstrið skorið úr kvið móðurinnar. Hann hefur áður orðið vitni að sambærilegu en sagði við Heimildina í gær að þessi atburður hafi verið öðruvísi á einhvern hátt. „Það var næstum eins og ... þegar kálfurinn var skorinn úr kviði hennar ... að hann væri enn á lífi. Ég er enn nokkuð sleginn eftir þetta atvik, í sannleika sagt. Ég er eiginlega orðlaus.“

Hvalasérfræðingur ÍslandsEdda Elísabet Magnúsdóttir.

Spurð út í hversu langan tíma það tekur fyrir fóstur að deyja eftir að móðir er skotin segir Edda Elísabet erfitt að fullyrða nokkuð um það. „Kálfurinn þarf auðvitað súrefnisríkt blóð sem hann fær frá móðurinni,“ svarar hún. „Ef stutt er frá því að móðirin var veidd, þá eru alveg líkur á að fóstrið hafi haldið lífi.“

Kýrin hafði verið veidd daginn áður en gert var að henni, eftir því sem Heimildin kemst næst. Innan við sólarhringur hafði því liðið frá því að móðirin var drepin og þar til kviður hennar var skorinn upp í hvalstöðinni.

„Eftir að hjartað hættir að slá þá hættir nýtt blóð að berast til kálfsins, en hversu lengi hann lifir á þeim súrefnisforða þekki ég ekki,“ segir Edda Elísabet. „Það hljómar ósennilegt að fóstrið hafi verið enn á lífi, en ég get þó ekki verið viss.“

Hvalur hf., eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar hvalveiðar, það eina í heiminum sem veiðir langreyðar og eitt fárra fyrirtækja í veröldinni sem veiðir hvali, hefur eftir því sem næst verður komist veitt 19 fullorðin dýr á yfirstandandi vertíð. Hversu mörg þeirra voru kelfdar kýr hefur Heimildin ekki upplýsingar um, fyrir utan þá sem skorin var í gær.

Í eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar Hvals hf. síðasta sumar kom fram að kvendýr hefðu verið í meirihluta þeirra dýra sem veidd voru. Ástæðan er ekki þekkt og gæti verið tilviljun, sagði í skýrslunni. Samkvæmt gögnum Hvals hf.  var heildar hlutfall kvendýra 62%. „Ætla má að meiri líkur séu á að það veiðist kýr með fóstri eða kýr með kálfi, ef hlutfall kvendýra er hærra en karldýra meðal veiddra langreyða.“

Samkvæmt lögum og reglum um hvalveiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kvenkyns hvali sem kálfar eða hvalir á spena fylgja. Hins vegar er ekki bannað að veiða kelfdar hvalkýr samkvæmt núgildandi lögum.

Edda Elísabet segir „ekki möguleika“ að velja á milli kynja eða aldurs fullvaxinna dýra þegar veitt er.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hreinn viðbjóður!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ein helsta ástæða þess að þetta dýraníð viðgengst við stendur Íslands er sú
    að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
10
FréttirLoftslagsvá

Tókst að semja um for­gangs­orku og olíu­bruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár