Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Þetta er sárt að horfa upp á“

Þeg­ar kálfa­full­ar lang­reyða­kýr eru veidd­ar er ver­ið að veiða tvö dýr en ekki eitt, seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir hvala­sér­fræð­ing­ur. Fóstr­ið sem skor­ið var úr kú í hval­stöð­inni í gær átti lík­lega 1-2 mán­uði eft­ir í móð­urkviði.

„Þetta er sárt að horfa upp á“
Dreginn burt Starfsmenn Hvals hf. brugðust hratt við þegar fóstrið stóra rann út úr kviði móður sinnar. Þeir kræktu í það með mörgum krókum, líkt og sjá má á myndinni, og drógu það úr augsýn. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Þetta er sárt að horfa upp á og með veiðum á kálfafullum kúm eru tvö dýr veidd en ekki eitt,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur, um kelfdu langreyðina sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í fyrradag. Er gert var að henni í hvalstöðinni í Hvalfirði í gærmorgun og kviður hennar skorinn upp „rann út úr móðurinni“ stór kálfur, líkt og Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndarsamtakanna Hard to Port, lýsti því fyrir blaðamanni Heimildarinnar.

Edda Elísabet, sem er helsti hvalasérfræðingur Íslendinga, rýndi í myndir sem Arne tók á vettvangi og segir kálfinn líklega hafa verið um 3,5-4 metra langan. „Hann er langt genginn en líklega ekki fullgenginn,“ segir hún. „Miðað við stærð myndi ég halda að hann hafi átt um 1-2 mánuði eftir í móðurkviði.“ Langreyðarkálfar eru yfirleitt orðnir um 6 metrar á lengd þegar þeir fæðast og hafa mæður þeirra þá gengið með þá í 11-12 mánuði.

„Þetta í sjálfu sér kemur ekki á óvart og í fyrra veiddist einnig hvalkýr sem var svipað langt gengin,“ segir Edda Elísabet. Hvalveiðar á þessum árstíma auki líkurnar á að þær séu langt gengnar því yfirleitt fæði þær kálfa sína í nóvember og því „nánast öruggt að kálfafull kýr sé veidd“.

Arne, sem er nú annað sumarið í röð að fylgjast grannt með veiðum Hvals hf. á langreyðum, var sleginn við að sjá fóstrið skorið úr kvið móðurinnar. Hann hefur áður orðið vitni að sambærilegu en sagði við Heimildina í gær að þessi atburður hafi verið öðruvísi á einhvern hátt. „Það var næstum eins og ... þegar kálfurinn var skorinn úr kviði hennar ... að hann væri enn á lífi. Ég er enn nokkuð sleginn eftir þetta atvik, í sannleika sagt. Ég er eiginlega orðlaus.“

Hvalasérfræðingur ÍslandsEdda Elísabet Magnúsdóttir.

Spurð út í hversu langan tíma það tekur fyrir fóstur að deyja eftir að móðir er skotin segir Edda Elísabet erfitt að fullyrða nokkuð um það. „Kálfurinn þarf auðvitað súrefnisríkt blóð sem hann fær frá móðurinni,“ svarar hún. „Ef stutt er frá því að móðirin var veidd, þá eru alveg líkur á að fóstrið hafi haldið lífi.“

Kýrin hafði verið veidd daginn áður en gert var að henni, eftir því sem Heimildin kemst næst. Innan við sólarhringur hafði því liðið frá því að móðirin var drepin og þar til kviður hennar var skorinn upp í hvalstöðinni.

„Eftir að hjartað hættir að slá þá hættir nýtt blóð að berast til kálfsins, en hversu lengi hann lifir á þeim súrefnisforða þekki ég ekki,“ segir Edda Elísabet. „Það hljómar ósennilegt að fóstrið hafi verið enn á lífi, en ég get þó ekki verið viss.“

Hvalur hf., eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar hvalveiðar, það eina í heiminum sem veiðir langreyðar og eitt fárra fyrirtækja í veröldinni sem veiðir hvali, hefur eftir því sem næst verður komist veitt 19 fullorðin dýr á yfirstandandi vertíð. Hversu mörg þeirra voru kelfdar kýr hefur Heimildin ekki upplýsingar um, fyrir utan þá sem skorin var í gær.

Í eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar Hvals hf. síðasta sumar kom fram að kvendýr hefðu verið í meirihluta þeirra dýra sem veidd voru. Ástæðan er ekki þekkt og gæti verið tilviljun, sagði í skýrslunni. Samkvæmt gögnum Hvals hf.  var heildar hlutfall kvendýra 62%. „Ætla má að meiri líkur séu á að það veiðist kýr með fóstri eða kýr með kálfi, ef hlutfall kvendýra er hærra en karldýra meðal veiddra langreyða.“

Samkvæmt lögum og reglum um hvalveiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kvenkyns hvali sem kálfar eða hvalir á spena fylgja. Hins vegar er ekki bannað að veiða kelfdar hvalkýr samkvæmt núgildandi lögum.

Edda Elísabet segir „ekki möguleika“ að velja á milli kynja eða aldurs fullvaxinna dýra þegar veitt er.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hreinn viðbjóður!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ein helsta ástæða þess að þetta dýraníð viðgengst við stendur Íslands er sú
    að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár