Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið mun halda áfram könn­un á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, en án samn­ings og fjár­magns úr ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála taldi það ekki sam­rýmast hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gera slíka rann­sókn, að beiðni og með fjár­mögn­un ráðu­neyt­is.

Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Enn aftur á byrjunarreit Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins tók í dag ákvörðun um að slíta samningssambandi SKE við matvælaráðuneytið og hætta vinnu við kortlagningu stjórnunar og eignatengsla í sjávarútvegi. Um var að ræða þriðju tilraun og þá viðmestu til þessa. Um leið boðaði hann nýja rannsókn, en vakti um leið athygli á því að hún tæki lengri tíma og krefðist þess að stjórnvöld veittu Eftirlitinu svigrúm til að sinna hlutverki sínu. Mynd: Heida Helgadottir

Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála felldi í gær úrskurð um að sú ráðstöfun matvælaráðuneytisins að fela Samkeppniseftirlitinu skýrslugerð þar sem kortleggja átti eigna og stjórnunartengsl í sjávarútvegi, samræmdist ekki hlutverki Samkeppniseftirlitsins. Í raun væri þá Samkeppniseftirlitið orðinn verktaki ráðuneytisins, sem greiddi fyrir skýrslugerðina, og því væri ótækt að Samkeppniseftirlitið beitti þau fyrirtæki dagsektum sem neituðu að veita upplýsingar vegna verkefnisins.

Tilkynnt var um samstarfið í október í fyrra.

Samkeppniseftirlitið hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að úrskurðurinn hafi þau áhrif að samstarfi ráðuneytisins og Eftirlitsins verði hætt. Það þýðir þó ekki að hætt verði að kortleggja eigna og stjórnunartengsl í íslenskum sjávarútvegi. Samkeppniseftirlitið ætlar einfaldlega að hefja eigin rannsókn, enda „(h)efur Samkeppniseftirlitið í ýmsum fyrri úrlausnum, sem og opinberlega birtum áherslum, bent á mikilvægi slíkrar athugunar,“ eins og segir í tilkynningunni.

Ástæða þess að slík athugun hefur ekki farið fram hefur hins vegar verið skortur Eftirlitsins á mannskap og fjármunum …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Er þá ekki brot a samkeppnislögum þegar ráðuneyti fer fram a að lögreglan kortleggi skipulagða glæpastarfsemi og leggur verkefninu til fé ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár