Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála felldi í gær úrskurð um að sú ráðstöfun matvælaráðuneytisins að fela Samkeppniseftirlitinu skýrslugerð þar sem kortleggja átti eigna og stjórnunartengsl í sjávarútvegi, samræmdist ekki hlutverki Samkeppniseftirlitsins. Í raun væri þá Samkeppniseftirlitið orðinn verktaki ráðuneytisins, sem greiddi fyrir skýrslugerðina, og því væri ótækt að Samkeppniseftirlitið beitti þau fyrirtæki dagsektum sem neituðu að veita upplýsingar vegna verkefnisins.
Tilkynnt var um samstarfið í október í fyrra.
Samkeppniseftirlitið hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að úrskurðurinn hafi þau áhrif að samstarfi ráðuneytisins og Eftirlitsins verði hætt. Það þýðir þó ekki að hætt verði að kortleggja eigna og stjórnunartengsl í íslenskum sjávarútvegi. Samkeppniseftirlitið ætlar einfaldlega að hefja eigin rannsókn, enda „(h)efur Samkeppniseftirlitið í ýmsum fyrri úrlausnum, sem og opinberlega birtum áherslum, bent á mikilvægi slíkrar athugunar,“ eins og segir í tilkynningunni.
Ástæða þess að slík athugun hefur ekki farið fram hefur hins vegar verið skortur Eftirlitsins á mannskap og fjármunum …
Athugasemdir (1)