Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið mun halda áfram könn­un á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, en án samn­ings og fjár­magns úr ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála taldi það ekki sam­rýmast hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gera slíka rann­sókn, að beiðni og með fjár­mögn­un ráðu­neyt­is.

Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Enn aftur á byrjunarreit Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins tók í dag ákvörðun um að slíta samningssambandi SKE við matvælaráðuneytið og hætta vinnu við kortlagningu stjórnunar og eignatengsla í sjávarútvegi. Um var að ræða þriðju tilraun og þá viðmestu til þessa. Um leið boðaði hann nýja rannsókn, en vakti um leið athygli á því að hún tæki lengri tíma og krefðist þess að stjórnvöld veittu Eftirlitinu svigrúm til að sinna hlutverki sínu. Mynd: Heida Helgadottir

Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála felldi í gær úrskurð um að sú ráðstöfun matvælaráðuneytisins að fela Samkeppniseftirlitinu skýrslugerð þar sem kortleggja átti eigna og stjórnunartengsl í sjávarútvegi, samræmdist ekki hlutverki Samkeppniseftirlitsins. Í raun væri þá Samkeppniseftirlitið orðinn verktaki ráðuneytisins, sem greiddi fyrir skýrslugerðina, og því væri ótækt að Samkeppniseftirlitið beitti þau fyrirtæki dagsektum sem neituðu að veita upplýsingar vegna verkefnisins.

Tilkynnt var um samstarfið í október í fyrra.

Samkeppniseftirlitið hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að úrskurðurinn hafi þau áhrif að samstarfi ráðuneytisins og Eftirlitsins verði hætt. Það þýðir þó ekki að hætt verði að kortleggja eigna og stjórnunartengsl í íslenskum sjávarútvegi. Samkeppniseftirlitið ætlar einfaldlega að hefja eigin rannsókn, enda „(h)efur Samkeppniseftirlitið í ýmsum fyrri úrlausnum, sem og opinberlega birtum áherslum, bent á mikilvægi slíkrar athugunar,“ eins og segir í tilkynningunni.

Ástæða þess að slík athugun hefur ekki farið fram hefur hins vegar verið skortur Eftirlitsins á mannskap og fjármunum …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Er þá ekki brot a samkeppnislögum þegar ráðuneyti fer fram a að lögreglan kortleggi skipulagða glæpastarfsemi og leggur verkefninu til fé ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár