Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið mun halda áfram könn­un á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, en án samn­ings og fjár­magns úr ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála taldi það ekki sam­rýmast hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gera slíka rann­sókn, að beiðni og með fjár­mögn­un ráðu­neyt­is.

Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Enn aftur á byrjunarreit Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins tók í dag ákvörðun um að slíta samningssambandi SKE við matvælaráðuneytið og hætta vinnu við kortlagningu stjórnunar og eignatengsla í sjávarútvegi. Um var að ræða þriðju tilraun og þá viðmestu til þessa. Um leið boðaði hann nýja rannsókn, en vakti um leið athygli á því að hún tæki lengri tíma og krefðist þess að stjórnvöld veittu Eftirlitinu svigrúm til að sinna hlutverki sínu. Mynd: Heida Helgadottir

Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála felldi í gær úrskurð um að sú ráðstöfun matvælaráðuneytisins að fela Samkeppniseftirlitinu skýrslugerð þar sem kortleggja átti eigna og stjórnunartengsl í sjávarútvegi, samræmdist ekki hlutverki Samkeppniseftirlitsins. Í raun væri þá Samkeppniseftirlitið orðinn verktaki ráðuneytisins, sem greiddi fyrir skýrslugerðina, og því væri ótækt að Samkeppniseftirlitið beitti þau fyrirtæki dagsektum sem neituðu að veita upplýsingar vegna verkefnisins.

Tilkynnt var um samstarfið í október í fyrra.

Samkeppniseftirlitið hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að úrskurðurinn hafi þau áhrif að samstarfi ráðuneytisins og Eftirlitsins verði hætt. Það þýðir þó ekki að hætt verði að kortleggja eigna og stjórnunartengsl í íslenskum sjávarútvegi. Samkeppniseftirlitið ætlar einfaldlega að hefja eigin rannsókn, enda „(h)efur Samkeppniseftirlitið í ýmsum fyrri úrlausnum, sem og opinberlega birtum áherslum, bent á mikilvægi slíkrar athugunar,“ eins og segir í tilkynningunni.

Ástæða þess að slík athugun hefur ekki farið fram hefur hins vegar verið skortur Eftirlitsins á mannskap og fjármunum …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Er þá ekki brot a samkeppnislögum þegar ráðuneyti fer fram a að lögreglan kortleggi skipulagða glæpastarfsemi og leggur verkefninu til fé ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár