Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa

Yrði Sunda­brú en ekki Sunda­göng fyr­ir val­inu yf­ir Klepps­vík sem hluti af Sunda­braut eru all­ar lík­ur á að skipa­kom­ur legð­ust af inn­an brú­ar. Brú­in hefði að öðr­um kosti þurft að vera 55 metra há.

Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa
Brú eða göng? Sundagöng eru sögð kosta um 14 milljörðum meira en Sundabrú. En ef brú yrði fyrir valinu þyrfti að endurhanna Sundahöfn.

Í nýrri matsáætlun Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um Sundabraut eru settir fram tveir valkostir við þverun Kleppsvíkur; Sundabrú og Sundagöng. Brúin myndi liggja frá gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar og fara á samfelldi brú yfir hafnarsvæðið og Kleppsvík og lenda á fyllingu út af Gufuneshöfða.

En innan þessarar staðsetningar er athafnasvæði Samskipa og segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, að við undirbúning Sundabrautar og í samskiptum við hagsmunaaðila hafi komið fram að yrði Sundabrú fyrir valinu væru allar líkur á því að skipakomur legðust af innan brúar. „Að jafnaði vilja skipafélög ekki vera takmörkunum háð jafnvel þótt í undantekningartilvikum sé,“ segir hann í svari við fyrirspurn Heimildarinnar um hvernig þetta yrði útfært. „Samfara uppbyggingu Sundabrúar þyrfti þá að ráðast í nauðsynlegar breytingar á innviðum Sundahafnar til þess að bregðast við þessari tilfærslu í skipakomum.“

Vegagerðin lagði í vinnu við að skoða möguleika á svokallaðri hábrú yfir Kleppsvík enda var slík hugmynd þegar komin fram fyrir tæpum tveimur áratugum og var sá valkostur m.a. tekinn til mats á umhverfisáhrifum árið 2004.

Með hábrú er átt við brú sem liggur það hátt að hún hindrar ekki skipaumferð um Sundahöfn. Og hvað þyrfti hún að vera há svo að flutningaskip Samskipa kæmust undir hana?

HábrúEf skip ættu að komast undir Sundabrú þyrfti hún að vera 55 metrar á hæð í siglingarennunni. Það er ansi mikið. Hallgrímskirkja er um 74 metrar á hæð.

Upphaflega var reiknað með að siglingarrennan fyrir skipin þyrfti að vera 100 metra breið og frí hæð 48 metrar. Faxaflóahafnir, sem eru stór og mikilvægur hagsmunaaðili í Sundabrautarverkefninu, gerðu hins vegar kröfu um 55 metra siglingarhæð, segir í upprifjun á þessum valkosti í nýju matsáætluninni. Þrátt fyrir þá hæð þykir ljóst að brúin myndi snerta hafnaraðstöðuna vegna stöpla brúarinnar sem þrengdu athafnasvæði skipa. Einnig þyrfti að verja stöplana fyrir árekstri skipa.

Alltof mikill halli

Vegna þess hversu stutt er yfir Kleppsvík, myndi þessi mikla brúarhæð að auki leiða til mikils langhalla vegarins og yrði að gera ráð fyrir aukaakreinum fyrir stóra bíla, segir ennfremur í nýju matsáætluninni. Einnig er mikill langhalli óæskilegur vegna umferðaröryggis. Þá takmarkar hallinn og hæðin áhuga hjólandi og gangandi vegfarenda á að nota brúna. Brúin yrði vegna hæðarinnar mjög áberandi í landslaginu og þyrfti „að vanda mjög til verka“ til að hún færi vel. „Ef vel tekst til gæti hún hins vegar orðið kennileiti í borginni eins og þekkt er erlendis frá,“ segir í matsáætluninni. Ekki sé þó líklegt að hagkvæmasta brúin myndi uppfylla „útlitsóskir“ til mannvirkisins.

Af þessum sökum var ekki talin ástæða til að taka hábrú til frekari skoðunar.

En  hvað með opnanlega brú?

Annar kostur var einnig til skoðunar og þykir hann ekki heldur fýsilegur en það er opnanleg brú. Slík brú „leysir úr flestum annmörkum hábrúar“ að því er fram kemur í upprifjun á þessum valkosti í matsáætluninni. Þar segir að tvær gerðir séu algengastar af opnanlegum brúm; þ.e. lyftubrú (e. bascule bridge) þar sem brúargólfið lyftist frá láréttri stöðu upp í lóðrétta og snúningsbrú (e. swing bridge) þar sem brúargólfið snýst 90 gráður í plani og opnar brúarhöfin báðum megin við snúningsásinn.

MannvirkiSnúningsbrú (Duwamish River) í Seattle.

„Vegna breiddar siglingarrennunnar kemur einungis til greina að gera snúningsbrú yfir Sundahöfn,“ segir í matsáætluninni. Brúin yrði lágbrú og því lítt áberandi en þar með myndi hún takmarka aðkomu skipa að viðlegukanti meira en hábrú. Ókostir opnanlegrar brúar tengjast flestir miklum truflunum á umferð bæði bíla og skipa. „Miðað við spár um umferð um Sundabraut verða biðraðir mjög langar á annatímum þegar opna þarf brú,“ segir í matsáætluninni. „Því þarf að banna skipaumferð undir brúna á álagstímum bílaumferðar.“

Ef vel tekst til gæti hábrú hins vegar orðið kennileiti í borginni eins og þekkt er erlendis frá.“
Úr matsáætlun

Það sem helst varð til þess að opnanleg brú var ekki tekin til greina er að hún er dýr miðað við lengd, hún getur valdið miklum töfum á bílaumferð og sömuleiðis skipaumferð og skapað árekstrarhættu.

Sundagöng yrðu dýrari en brú, segir í matsáætluninni, en miðað við svör upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er þar með ekki öll sagan sögð því flytja þyrfti athafnasvæði Samskipa, að minnsta kosti að hluta, yrði brúargerð ofan á.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Auðvitað væri mjög skynsamlegt að flytja flutningastarfsemi Eimskipa og Samskipa til Þorlákshafnar. Þar er nægt svæði og land, möguleikar til hafnargerðar margvíslegir. Siglingaleiðin myndi styttast töluvert og þar með verða hagkvæmari. Líklega myndu þessir flutningar og framkvæmdir borga sig á um áratug og yrðu uppfrá því aðeins hagnaðarauki.
    Þá er landið við Sundahöfn margfalt verðmætara og þar yrði unnt að nýta það betur og hagkvæmar við breytingar á landnýtingu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár