Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eiga konurnar „bara að vera duglegri að bíða?“

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir óá­sætt­an­legt að kon­ur sem þurfa að und­ir­gang­ast brjóstam­innk­un af heilsu­fars­ástæð­um þurfi að borga eina millj­ón króna fyr­ir að­gerð­ina. Þannig sé bú­ið að skapa kjör­lendi fyr­ir mis­mun­un á hinum svo­kall­aða heil­brigð­is­mark­aði. Heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir von­andi skammt að bíða þar til nið­ur­staða fæst í mál­ið.

Eiga konurnar „bara að vera duglegri að bíða?“
Oddnýju finnst óboðlegt að konur þurfi að borga milljón króna fyrir brjóstaminnkun af heilsufarsástæðum. Mynd: Bára Huld Beck

Oddný Harðadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í dag að það væri „algjörlega óásættanlegt“ að það færi eftir krónum í veski fólks hvernig aðgengi þeirra væri að heilbrigðisþjónstu, og vísaði þar til þess að konur sem þurfa að undirgangast brjóstaminnkun af heilsufarsástæðum geti þurft að greiða allt að eina milljón króna. „Afleiðingin er sú að fólk sem ekki á peninga getur ekki sótt sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ segir Oddný.

Þrátt fyr­ir að hafa feng­ið sam­þykki frá Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands (SÍ) um greiðslu­þátt­töku þurfa kon­ur sem und­ir­gang­ast brjóstam­innk­un gjarn­an að greiða í kring­um eina millj­ón króna úr eig­in vasa. 

Heimildin hefur fjallað ítarlega um þetta að undanförnu og vísaði Oddný til þeirrar umfjöllunar í þingsal. Þar beindi hún fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Wiums Þórs Þórssonar, um hvernig hann ætli að tryggja að þau sem eigi rétt á niðurgreiðslu SÍ þurfi ekki …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Eins og Öryrkjar og Eldriborgarar eftir leiðréttingu frá 2009. Þegar Oddný felldi niður allar hækkanir á lífeyri.
    0
  • ÁS
    Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
    Þær konur sem verða fyrir sliti milli vöðva í kvið eftir meðgöngu og fæðingur þurfa að borga eins og þetta sé fegrunaraðgerð. Ef karlamaður fær kviðslit þarf hann ekki fegrunaraðgerð. Af hverju þurfa konur eftir barnseignir að þurfa að láta sauma saman á sér magavöðvana eftir meðgöngu og fæðingu eftir að þær slitna vegna þessa en ekki karlar sem fá kviðslit. Svo virðist að karlar séu merkilegri en konur sem þurfa að bíða endalaust.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár