Egill Helgason er hættur sem umsjónarmaður Silfursins á RÚV. Þátturinn var í mörg ár kenndur við hann sjálfan – sem Silfur Egils – og fór fyrst í loftið á Skjá Einum árið 2000. Silfur Egils færðist svo yfir á Stöð 2 áður en Egill fór með þáttinn á Ríkisútvarpið. Útsendingum var tímabundið hætt árið 2013 áður en hann snéri aftur árið 2017 en þá bara undir nafninu „Silfrið“.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson koma til með að stýra þættinum í vetur og „Egill Helgason, sem hefur verið umsjónarmaður um langa hríð, einbeitir sér að annari dagskrárgerð í sjónvarpi“, eins og segir á vef RÚV. Sigríður Hagalín stýrði þættinum við hlið Egils síðastliðinn vetur en fær nú þá Valgeir og Bergstein sem nýja liðsfélaga.
Þættirnir hafa verið á dagskrá …
Athugasemdir (2)