Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Dauðastríðið lengra en hálf klukkustund en samt halda hvalveiðar áfram

29 mín­út­ur liðu á milli fyrsta og ann­ars skutuls sem veiði­menn á skip­inu Hval 8 skutu í fyrstu lang­reyð­ina sem þeir drápu í ár. Það þýð­ir að það tók hana fleiri en 30 mín­út­ur að deyja. Samt fær hval­veiði­skip sama fyr­ir­tæk­is og ger­ir út Hval 8 að halda veið­um áfram, bara á öðru skipi.

Dauðastríðið lengra en hálf klukkustund en samt halda hvalveiðar áfram
Langreyðurin Hér sést spendýrið sem veiðimenn á Hval 8 brutu á, samkvæmt MAST. Langreyðurin var drepin 7. september síðastliðinn. Mynd: Hard to port

Það tók fyrirtæki Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, ekki langan tíma að brjóta í bága við reglugerð um velferð dýra eftir að hvalveiðivertíðin fór af stað. Það gerði fyrirtækið með fyrsta drápi vetrarins. En samt fengu veiðimenn á snærum Kristjáns að halda áfram að veiða og drápu 10 langreyðar til viðbótar þar til loks var gripið inn í í dag, viku eftir að brotið var framið.

Forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir ástæðuna þá að eftirlitsmyndavél úr skipinu barst ekki fyrr en eftir að það kom í land. Í kjölfarið þurfti að rannsaka málið og svo tilkynna Hvali hf. um fyrirhugaða veiðistöðvun fyrir Hval 8 sem tók gildi klukkan eitt eftir hádegi í dag. 

„Því miður er viðbragðshraðinn ekki meiri en þetta,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST.

Eru ekki með atvik á Hval 9 til skoðunar

Stofnunin stöðvaði veiðar á Hval 8 tímabundið í dag. MAST telur að alvarleg brot á dýravelferð hafi verið framin um borð í Hvali 8. Skipið er enn úti á sjó. 

„Við sjáum það á myndatökunni að það líða 29 mínútur frá því að fyrsta skutlinum er skotið í dýrið þar til næsta skutli er skotið. Það er þessi töf á endurskoti sem við teljum mjög alvarlega,“ segir Hrönn. 

Dýrið, fyrsta dýrið sem var veitt á vertíðinni, þjáðist því í meira en hálftíma. 

„Það er bara of langt,“ segir Hrönn. 

Miðað við myndir sem teknar voru við hvalstöðina í Hvalfirði virðist önnur langreyðurin sem dregin var á land einnig hafa verið skotin með tveimur sprengiskutlum. Sú langreyður var skotin af veiðimönnum um borð í Hval 9. Um það segir Hrönn: „Við erum ekki með fleiri mál til rannsóknar eins og staðan er í dag.“ 

Þetta er sama fyrirtækið sem er með Hval 8 og Hval 9 – hvers vegna er bara Hvalur 8 stöðvaður? 

„Vegna þess að frávikið á sér stað á Hval 8, við höfum ekki séð sambærileg frávik á Hval 9. Þar af leiðandi höfum við ekki ástæðu til þess að stöðva hvalveiðar á Hval 9.“

Fer þá ekki sama starfsfólkið þarna á milli? 

„Ég held ekki, nei. Þeir eru með tvö skip sem eru úti á sama tíma.“ 

Hvalur hf. á að framkvæma sína eigin greiningu

Setjið þið einhver skilyrði um að fólkið sem kom að því að þetta frávik og þessi brot áttu sér stað og verði þá ekki á Hval 9? 

Forstjóri MASTHrönn Ólína Jörundsdóttir.

„Við erum að fara fram á það að fyrirtækið greini hvað fór úrskeiðis. Hvort það var búnaður, mannleg mistök, vanþjálfun eða eitthvað annað.“ 

En fólkið sem kom að þessu broti á reglugerðinni, mætir það einhverjum afleiðingum? 

„Þetta er fyrirtækið sem er með starfsemi og afleiðingarnar eru gagnvart fyrirtækinu.“

Hvalur hf. á því núna að komast að því hvað varð til þess að reglurnar voru brotnar um borð í Hval 8 og vinna að úrbótum. Hlutverk MAST er að fara yfir greiningu Hvals, meta hvort hún sé trúverðug og hvort úrbætur séu nægilegar. Aðeins þannig verður veiðistöðvuninni aflétt. Hvalur hf. mótmælti ekki stöðvun MAST. 

„Við tökum því þannig að það séu ekki málefnaleg rök fyrir því að víkja frá þessari ákvörðun okkar. Þeir verða þá bara að sýna fram á það að þeir geti bætt úr þessu til þess að fá að halda veiðunum áfram,“ segir Hrönn. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár