Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

MAST stöðvar veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að stöðva tíma­bund­ið veið­ar hval­veiði­skips­ins Hvals 8 vegna al­var­legra brota á vel­ferð dýra við veið­ar á lang­reyði. MAST hef­ur ekk­ert sagt op­in­ber­lega um veiði­leyfi Hvals 9, sem er einnig á veg­um Hvals hf.

MAST stöðvar veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota
Veiðar Fyrstu tvær langreyðarnar voru skotnar með tveimur skotum. Hér er önnur langreyðurin sem dregin var á land fyrr í þessum mánuði. Mynd: Hard to port

Veiðar hvalveiðiskipsins Hvals 8 hafa verið stöðvaðar tímabundið af Matvælastofnun (MAST) en ástæðan er alvarleg brot á velferð dýra við veiðar á langreyði. Á heimasíðu MAST kemur ekki fram hvenær veiðibannið falli úr gildi. 

„Stöðvunin gildir þar til úrbætur hafa farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu,“ segir á vefsíðu MAST. 

Þar kemur fram að við eftirlitið hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 hafi hitt dýrið utan tilgreinds marksvæðis með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax.

„Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það.“ Þessi töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum.

Hvað með Hval 9?

Hvalur 8 er ekki eina hvalveiðiskipið sem starfandi er hér á landi. Það er Hvalur 9 einnig. Matvælastofnun hefur ekkert gefið út um áframhaldandi veiðar þess skips en þau eru bæði rekin af sama fyrirtækinu: Hval hf. sem er í eigu Kristjáns Loftssonar. 

Veiðimenn á hans vegum hafa veitt 11 langreyðar síðan hvalveiðibann matvælaráðherra féll úr gildi í byrjun mánaðar.

Aðgerðasinnar hafa mótmælt þeirri afléttingu að undanförnu, m.a. með því að klifra upp í möstur hvalveiðiskipanna tveggja. Þá er norskur dýravelferðarsinni í hungurverkfalli vegna veiðanna.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár