Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

MAST stöðvar veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að stöðva tíma­bund­ið veið­ar hval­veiði­skips­ins Hvals 8 vegna al­var­legra brota á vel­ferð dýra við veið­ar á lang­reyði. MAST hef­ur ekk­ert sagt op­in­ber­lega um veiði­leyfi Hvals 9, sem er einnig á veg­um Hvals hf.

MAST stöðvar veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota
Veiðar Fyrstu tvær langreyðarnar voru skotnar með tveimur skotum. Hér er önnur langreyðurin sem dregin var á land fyrr í þessum mánuði. Mynd: Hard to port

Veiðar hvalveiðiskipsins Hvals 8 hafa verið stöðvaðar tímabundið af Matvælastofnun (MAST) en ástæðan er alvarleg brot á velferð dýra við veiðar á langreyði. Á heimasíðu MAST kemur ekki fram hvenær veiðibannið falli úr gildi. 

„Stöðvunin gildir þar til úrbætur hafa farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu,“ segir á vefsíðu MAST. 

Þar kemur fram að við eftirlitið hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 hafi hitt dýrið utan tilgreinds marksvæðis með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax.

„Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það.“ Þessi töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum.

Hvað með Hval 9?

Hvalur 8 er ekki eina hvalveiðiskipið sem starfandi er hér á landi. Það er Hvalur 9 einnig. Matvælastofnun hefur ekkert gefið út um áframhaldandi veiðar þess skips en þau eru bæði rekin af sama fyrirtækinu: Hval hf. sem er í eigu Kristjáns Loftssonar. 

Veiðimenn á hans vegum hafa veitt 11 langreyðar síðan hvalveiðibann matvælaráðherra féll úr gildi í byrjun mánaðar.

Aðgerðasinnar hafa mótmælt þeirri afléttingu að undanförnu, m.a. með því að klifra upp í möstur hvalveiðiskipanna tveggja. Þá er norskur dýravelferðarsinni í hungurverkfalli vegna veiðanna.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár