Alls eru 40,2 prósent landsmanna hlynnt því að ganga í Evrópusambandið (ESB) en 32,9 prósent eru því andvíg. Þeir sem upp á vantar, alls um 27 prósent, hafa ekki staðfasta skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga í sambandið eða ekki. Þetta er niðurstaða könnunar sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 17. til 22. ágúst síðastliðinn.

Á árunum 2011 og út árið 2021 sýndu allar kannanir að fleiri væru á móti aðild en fylgjandi henni. Frá byrjun árs í fyrra hefur það breyst og nýjasta könnun Maskínu er sú sjötta í röð sem sýnir að mun fleiri Íslendingar eru hlynntir því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti. Bæði Gallup og Prósent hafa einnig kannað málið á þeim tíma, þar sem stuðningur hefur mælst meiri en í könnunum Maskínu.
Óákveðnum fjölgar frá því að síðasta könnun Maskínu var gerð í apríllok en þá mældist hlutfall þeirra …
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland hefji viðræður við ESB um aðild sem hefði í för með sér ríkisábyrgð á um 2.500 milljarða króna skuldbindingum bankakerfisins þvert gegn niðurstöðum tveggja fyrri þjóðaratkvæðagreiðslna?
Í svokölluðu Icesave máli var deilt um hvort gangast ætti í ríkisábyrgð á innstæðutryggingum vegna innlánsskuldbindinga banka í einkaeigu sem varð gjaldþrota.
Íslenskir kjósendur höfnuðu tveimur mismunandi útfærslum laga um slíka ríkisábyrgð í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum, fyrst í mars 2010 og svo í apríl 2011.
Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði mál fyrir EFTA dómstólnum í desember 2011 gegn Íslandi í því skyni að knýja fram ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðutryggingum. ESB stefndi sér inn í málið til meðalgöngu og tók undir með afstöðu eftirlitsstofnunarinnar um ríkisábyrgð.
EFTA dómstóllinn kvað upp dóm sinn í málinu í janúar 2013 þar sem var komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisábyrgð væri á innstæðutryggingum og Ísland var því sýknað.
Allar götur síðan hefur ESB virt niðurstöðu EFTA dómstólsins að vettugi og haldið því fram að þrátt fyrir dóminn sé ríkisábyrgð á innstæðutryggingum innan sambandsins.
Ef Ísland myndi sækja um aðild að ESB í dag myndi sambandið því setja það sem skilyrði fyrir aðild að Ísland undirgengist ríkisábyrgð á innstæðutryggingum.
Slíkri ríkisábyrgð hefur verið hafnað í tveimur BINDANDI þjóðaratkvæðagreiðslum samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og sú niðurstaða hefur verið staðfest af þar til bærum dómstól.
Af þessum sökum er aðild Íslands að ESB útilokuð.