Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim

Fleiri lands­menn vilja ganga í Evr­ópu­sam­band­ið en standa ut­an þess. Þannig hef­ur stað­an mælst sleitu­laust í næst­um tvö ár. Næst­um sex af tíu lands­mönn­um vilja að hald­in verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort Ís­land taki aft­ur upp að­ild­ar­við­ræð­ur. Und­ir fimmt­ungi eru á móti því og meiri­hluti er fyr­ir at­kvæða­greiðsl­unni hjá stuðn­ings­mönn­um sjö af níu stjórn­mála­flokk­um lands­ins.

Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim
Mótmæli Fjölmenn mótmæli áttu sér stað á Austurvelli í upphafi árs 2015 í kjölfar þess að þáverandi ríkisstjórn Íslands ákvað að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Mynd: Anton Brink

Alls eru 40,2 prósent landsmanna hlynnt því að ganga í Evrópusambandið (ESB) en 32,9 prósent eru því andvíg. Þeir sem upp á vantar, alls um 27 prósent, hafa ekki staðfasta skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga í sambandið eða ekki. Þetta er niðurstaða könnunar sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 17. til 22. ágúst síðastliðinn. 

Á árunum 2011 og út árið 2021 sýndu allar kannanir að fleiri væru á móti aðild en fylgjandi henni. Frá byrjun árs í fyrra hefur það breyst og nýjasta könnun Maskínu er sú sjötta í röð sem sýnir að mun fleiri Íslendingar eru hlynntir því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti. Bæði Gallup og Prósent hafa einnig kannað málið á þeim tíma, þar sem stuðningur hefur mælst meiri en í könnunum Maskínu. 

Óákveðnum fjölgar frá því að síðasta könnun Maskínu var gerð í apríllok en þá mældist hlutfall þeirra …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Miðað við þessa könnun eru 3/4 þeirra, sem afstöðu taka, fylgjandi því að aðaildarviðræður verði kláraðar. Vandséð er hvernig alþingi og ríkisstjórn geti hunsað svo afgerandi vilja þjóðarinnar til langframa.
    2
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Það væri fróðlegt að sjá niðurstöðurnar ef spurningin væri orðuð svona:

      Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland hefji viðræður við ESB um aðild sem hefði í för með sér ríkisábyrgð á um 2.500 milljarða króna skuldbindingum bankakerfisins þvert gegn niðurstöðum tveggja fyrri þjóðaratkvæðagreiðslna?
      0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Íslendingar eru búnir að kjósa um aðild að ESB og hafna henni. Hér verður útskýrt hvernig.

    Í svokölluðu Icesave máli var deilt um hvort gangast ætti í ríkisábyrgð á innstæðutryggingum vegna innlánsskuldbindinga banka í einkaeigu sem varð gjaldþrota.

    Íslenskir kjósendur höfnuðu tveimur mismunandi útfærslum laga um slíka ríkisábyrgð í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum, fyrst í mars 2010 og svo í apríl 2011.

    Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði mál fyrir EFTA dómstólnum í desember 2011 gegn Íslandi í því skyni að knýja fram ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðutryggingum. ESB stefndi sér inn í málið til meðalgöngu og tók undir með afstöðu eftirlitsstofnunarinnar um ríkisábyrgð.

    EFTA dómstóllinn kvað upp dóm sinn í málinu í janúar 2013 þar sem var komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisábyrgð væri á innstæðutryggingum og Ísland var því sýknað.

    Allar götur síðan hefur ESB virt niðurstöðu EFTA dómstólsins að vettugi og haldið því fram að þrátt fyrir dóminn sé ríkisábyrgð á innstæðutryggingum innan sambandsins.

    Ef Ísland myndi sækja um aðild að ESB í dag myndi sambandið því setja það sem skilyrði fyrir aðild að Ísland undirgengist ríkisábyrgð á innstæðutryggingum.

    Slíkri ríkisábyrgð hefur verið hafnað í tveimur BINDANDI þjóðaratkvæðagreiðslum samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og sú niðurstaða hefur verið staðfest af þar til bærum dómstól.

    Af þessum sökum er aðild Íslands að ESB útilokuð.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár