Sunnudaginn 31. janúar árið 1981 biðu landsmenn margir hverjir heima hjá sér með nokkurri óþreyju. Á borðum eða bekkjum lágu eyðublöð sem þeir höfðu fengið send í pósti nokkrum dögum áður og flestir fyllt samviskusamlega út. Svarað spurningum um hjúskaparstöðu, menntun og atvinnu. Og þátttöku í heimilisstörfum sem hefur hvorki fyrr né síðar verið spurt um í manntölum.
Já, þetta var manntalsdagurinn mikli og landsmenn voru að bíða eftir teljurunum, fólki á vegum hins opinbera, her hundraða manna, sem dreifði sér um sveitir og bæi og bankaði upp á í hverju einasta húsi (eða því sem næst) til að taka á móti eyðublöðunum, sannreyna þau og fylla út önnur.
Um manntalið var mikið fjallað í fjölmiðlum í aðdraganda þess. Auglýsingar voru birtar í öllum dagblöðum, heill sjónvarpsþáttur helgaður því hvernig fylla átti eyðublöðin út og viðtöl höfð við þá sem stóðu að …
Athugasemdir