Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rykið loks dustað af manntalinu mikla frá 1981

Í rúma fjóra ára­tugi hef­ur það „leg­ið þungt á Hag­stof­unni, for­ystu henn­ar jafnt sem starfs­mönn­um“, að ekki hafi tek­ist að ljúka við út­gáfu mann­tals­ins sem tek­ið var í byrj­un ní­unda ára­tug­ar síð­ustu ald­ar. En viti menn – þeirri vinnu er nú lok­ið og get­ur Hag­stofu­fólk því and­að létt­ar. Og við blas­ir sam­fé­lag sem er nokk­uð ólíkt því sem nú bygg­ir Ís­land.

Rykið loks dustað af manntalinu mikla frá 1981
Fólkið á götunni Mjög skiptar skoðanir voru um manntalið árið 1981. Hér svara nokkrar ungar manneskjur, sem allar áttu síðar eftir að láta mikið að sér kveða í samfélaginu, spurningum Dagblaðsins.

Sunnudaginn 31. janúar árið 1981 biðu landsmenn margir hverjir heima hjá sér með nokkurri óþreyju. Á borðum eða bekkjum lágu eyðublöð sem þeir höfðu fengið send í pósti nokkrum dögum áður og flestir fyllt samviskusamlega út. Svarað spurningum um hjúskaparstöðu, menntun og atvinnu. Og þátttöku í heimilisstörfum sem hefur hvorki fyrr né síðar verið spurt um í manntölum.

Já, þetta var manntalsdagurinn mikli og landsmenn voru að bíða eftir teljurunum, fólki á vegum hins opinbera, her hundraða manna, sem dreifði sér um sveitir og bæi og bankaði upp á í hverju einasta húsi (eða því sem næst) til að taka á móti eyðublöðunum, sannreyna þau og fylla út önnur.

Skiptar skoðanirAllir höfðu skoðun á manntalinu mikla.

Um manntalið var mikið fjallað í fjölmiðlum í aðdraganda þess. Auglýsingar voru birtar í öllum dagblöðum, heill sjónvarpsþáttur helgaður því hvernig fylla átti eyðublöðin út og viðtöl höfð við þá sem stóðu að …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár