„Berðu höfuðið hátt og láttu engan troða á tilfinningum þínum.“ Þannig hljóða skilaboð Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, til ungs hinsegin fólks sem líður illa yfir þeirri orðræðu sem dunið hefur á þeim undanfarna daga og vikur.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur að mestu haldið sig til hlés í opinberri umræðu síðustu ár. Hún og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, hafa allar götur frá því þær kynntust reynt að halda einkalífi sínu fyrir sig. Ef frá eru taldar ævisaga Jóhönnu, Minn tími, sem Páll Valsson skrifaði og kom út árið 2017 og bókin Við Jóhanna, eftir Jónínu Leósdóttur, sem kom út árið 2013, hafa þær skýlt einkalífi sínu fyrir kastljósi fjölmiðla.
„Dapurlegt að fylgjast með þessu“
Jóhanna og Jónína kynntust árið 1985, hófu sambúð fimmtán árum síðar og giftu sig árið 2010. Þeim gekk ágætlega að halda einkalífi sínu að mestu frá opinberri umræðu þar …
Athugasemdir