Sund Tjarnarbíó
Sniðug sýning en yfirborðskennt gaman.
Höfundur: Birnir Jón Sigurðsson í samstarfi við leikhópinn Leikstjóri: Birnir Jón Sigurðsson Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson Sviðshreyfingar: Andrean Sigurgeirsson Leikmynd- og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson Ljósahönnuður: Fjölnir Gíslason Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions Flytjendur: Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Þórey Birgisdóttir
Leikárið er hafið! Þá er kjörið að stinga sér lóðbeint til sunds við Tjörnina, athugið við Tjörnina ekki í Tjörnina. Tjarnarbíó, vettvangur sjálfstæðu sviðslistanna, þurfti að troða marvaðann í sumar til að halda starfsemi sinni á floti og var tímabundið komið í örugga höfn, í bili, eftir að ríki og borg köstuðu út björgunarhring. Þetta verður síðasta sundlíkingin í bili. Nú hefur Tjarnarbíó leikárið með því að bjóða áhorfendum í heita pottinn til að slúðra, hlera, hlæja og slappa af, kjörið þegar hausta tekur.
Sviðslistahópar láta takmarkanir leiksviðsins í Tjarnarbíó ekki aftra sér og hver hópurinn á eftir öðrum upphugsar nýjar leiðir til að þenja út þetta þrönga rými. Fyrr í sumar flæddi Magnús Thorlacius sviðið með vatni í Lóninu. Vatnið virðist heilla og sundmenningin líka því fyrsta leiksýningin Tjarnarbíó á síðasta leikári var einmitt Jesú er til, hann spilar á banjó eftir Hákon Örn Helgason sem gerist að hluta …
Athugasemdir