Himnesk í eitt augnablik

Himnesk í eitt augnablik
Leikhús

Sund Tjarn­ar­bíó

Niðurstaða:

Sniðug sýning en yfirborðskennt gaman.
Höfundur: Birnir Jón Sigurðsson í samstarfi við leikhópinn Leikstjóri: Birnir Jón Sigurðsson Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson Sviðshreyfingar: Andrean Sigurgeirsson Leikmynd- og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson Ljósahönnuður: Fjölnir Gíslason Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions Flytjendur: Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Þórey Birgisdóttir

Gefðu umsögn

Leikárið er hafið! Þá er kjörið að stinga sér lóðbeint til sunds við Tjörnina, athugið við Tjörnina ekki í Tjörnina. Tjarnarbíó, vettvangur sjálfstæðu sviðslistanna, þurfti að troða marvaðann í sumar til að halda starfsemi sinni á floti og var tímabundið komið í örugga höfn, í bili, eftir að ríki og borg köstuðu út björgunarhring. Þetta verður síðasta sundlíkingin í bili. Nú hefur Tjarnarbíó leikárið með því að bjóða áhorfendum í heita pottinn til að slúðra, hlera, hlæja og slappa af, kjörið þegar hausta tekur.

Sviðslistahópar láta takmarkanir leiksviðsins í Tjarnarbíó ekki aftra sér og hver hópurinn á eftir öðrum upphugsar nýjar leiðir til að þenja út þetta þrönga rými. Fyrr í sumar flæddi Magnús Thorlacius sviðið með vatni í Lóninu. Vatnið virðist heilla og sundmenningin líka því fyrsta leiksýningin Tjarnarbíó á síðasta leikári var einmitt Jesú er til, hann spilar á banjó eftir Hákon Örn Helgason sem gerist að hluta …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár