Ást Fedru
Þýðing: Kristín Eiríksdóttir
Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir
Ljósa- og myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir
Tónlist: Tumi Árnason
Hljóðhönnun: Kristján Sigurmundur Einarsson
Sviðshreyfingar: Seiðr og Ernesto Camillo Aldazábal Valdés
Djörf og tætingsleg sýning sem veltir upp stórum spurningum.
Sjálfseyðingarhvöt, fíkn og fálæti skella saman í Ást Fedru sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir viku. Hryllileg atburðarás leysist úr læðingi í höll Þeseifs en gæti þess vegna verið staðsett í einum af stórhýsum Reykjavíkurborgar. Hvaðan kemur meinið? Af hverju getur þetta fólk ekki elskað? Hver er ábyrgur fyrir ástandinu?
Leikskáldið Sarah Kane er sjálf goðsagnakennd persóna. Á sinni stuttu ævi skrifaði hún fimm byltingarkennd leikrit sem brutu leikreglurnar. Hún neyddi áhorfendur til að horfast í augu við grótesku samfélagsins og þeirra eigin. Ást Fedru var hennar tilraun til að endurskoða og sprengja upp klassískar leikbókmenntir en verkið er byggt á Fedru eftir Seneca. Kristín Eiríksdóttir er með betri leikritaþýðendum landsins um þessar mundir en tekst ekki að fanga sprengikraft Kane, þýðingin er dugandi en stundum þunglamaleg.
Magnaður lokakafli
Ást Fedru er frumraun Kolfinnu sem leikstjóri í Þjóðleikhúsinu og stígur fast til jarðar. Hún gengur þó ekki inn í sorann …
Athugasemdir