Norski víkingurinn Flóki Vilgerðarson, síðar kallaður Hrafna-Flóki, hélt eftir miðja níundu öld vestur um haf í leit að nýju landi. Með í för var fleira fólk og búfénaður enda ætlunin að setjast að á ókunnum slóðum. Hafði hann enn fremur með sér þrjá hrafna til að vísa sér leið. Fyrst kom hann við á Hjaltlandi. Þá í Færeyjum. En einhvern tímann á árabilinu 860-870 er hann sagður hafa tekið land á Íslandi, nánar tiltekið í Vatnsfirði á Barðaströnd – í vestasta firðinum sem gengur norður úr Breiðafirði.
Í Landnámu segir að þá hafi fjörðurinn verið fullur af fiski og svo uppteknir voru norsku landnemarnir af veiðum að þeir huguðu ekki að heyskap. Allt búfé þeirra drapst því um veturinn. Þegar voraði gekk Hrafna-Flóki á fjall og sá fjörð fullan af ís. Í Landnámu segir svo: „Vár var heldr kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norðr …
Athugasemdir (1)