Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nokkrar virkjanir við Vatnsfjörð í athugun

Affriða þyrfti Vatns­fjörð að minnsta kosti að hluta ef hug­mynd­ir um virkj­un, eða rétt­ara sagt virkj­an­ir, eiga að verða að veru­leika. Orku­bú Vest­fjarða hef­ur feng­ið þar leyfi til rann­sókna, sem og í næsta firði – í óþökk land­eig­enda.

Norski víkingurinn Flóki Vilgerðarson, síðar kallaður Hrafna-Flóki, hélt eftir miðja níundu öld vestur um haf í leit að nýju landi. Með í för var fleira fólk og búfénaður enda ætlunin að setjast að á ókunnum slóðum. Hafði hann enn fremur með sér þrjá hrafna til að vísa sér leið. Fyrst kom hann við á Hjaltlandi. Þá í Færeyjum. En einhvern tímann á árabilinu 860-870 er hann sagður hafa tekið land á Íslandi, nánar tiltekið í Vatnsfirði á Barðaströnd – í vestasta firðinum sem gengur norður úr Breiðafirði.

Í Landnámu segir að þá hafi fjörðurinn verið fullur af fiski og svo uppteknir voru norsku landnemarnir af veiðum að þeir huguðu ekki að heyskap. Allt búfé þeirra drapst því um veturinn. Þegar voraði gekk Hrafna-Flóki á fjall og sá fjörð fullan af ís. Í Landnámu segir svo: „Vár var heldr kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norðr …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ragnar Heiðar Þrastarson skrifaði
    En hvernig er með aðra virkjunarkosti á Glámusvæðinu, eins og Hvanneyrardalsvirkjun sem eru öll utan friðlandsins?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár