Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þurfti að vernda stöðu Samskipa sem „cash cow“ í kjölfar veðkalla vegna Kaupþingsbréfa

Ólaf­ur Ólafs­son eign­að­ist Sam­skip á skraut­leg­an hátt á tí­unda ára­tugn­um og varð síð­ar næst stærsti ein­staki eig­andi Kaupþings­banka. Snemma á ár­inu 2008 var hann í mikl­um vand­ræð­um vegna veðkalla sem leiddu til þess að Kaupþing þurfti að taka á sig mark­aðs­áhættu af bréf­um Ól­afs. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið rek­ur upp­haf sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skip til þessa tíma.

Í byrjun árs 2008 var lausafjárkreppa og efnahagshorfur víða um heim, meðal annars hérlendis, fóru hratt versnandi. Árin á undan, sem oft voru kölluð góðæris- eða útrásarárin á tyllidögum á Íslandi, höfðu einkennst af því að ýmis fyrirtæki skuldsettu sig mikið til að fjárfesta erlendis eða í óskyldum greinum. Þannig háttaði um íslensku skipafélögin. Eimskip var í miklu brimróti, meðal annars vegna mikillar fjárfestingar í flugrekstri og fjárfestingum í Bretlandi og Hollandi. Á endanum skilaði þessi staða því að Eimskip tapaði rúmlega 96 milljörðum króna á árinu 2008. 

Forstjóri Eimskips, Baldur Guðnason, og stjórnarformaður þess, Magnús Þorsteinsson, sem stýrði Avion Group stærsta eiganda félagsins, létu báðir af störfum sitt hvoru megin við áramótin 2008 vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp komin var innan Eimskips. Gylfi Sigfússon tók við sem forstjóri og Sindri Sindrason sem stjórnarformaður. 

Hjá Samskipum var …

Kjósa
63
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Með bankasölunni sem hófst fyrir aldarfjórðungi, hefur óhept græðgisvæðing verið einknnandi fyrir íslenska athafnamenn. Þeim tókst það ótrúlega að sölsa undir sig gríðarlegar eignir á kostnað fjöldans.
    Venjulegt fólk glaptist á að kaupa hlutabréf í ýmsum félögum sem síðar urðu einskis virði í höndunum á þessum skelfilegu mönnum. Þeir útnýttu sér traust fjöldans, urðu moldríkir meðan fjöldinn tapaði sparnaði sínum og jafnvel eignum.
    Er komið að skuldaskilum? Það þarf að fara betur í saumana á öllum þessum fjárglæframálum
    4
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Prýðileg grein. Ólafur gaf Framsóknarflokknum Hverfisgötu 33 sem hýsir höfuðstöðvar flokksins í Reykjavík. Nú er það hús er til sölu. Kallast það ekki peningaþvætti?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samráð skipafélaga

Samfélagslegt tjón af samráði skipafélaganna metið á 62 milljarða
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­fé­lags­legt tjón af sam­ráði skipa­fé­lag­anna met­ið á 62 millj­arða

Kostn­að­ur ís­lensks sam­fé­lags vegna ólög­legs sam­ráðs Eim­skips og Sam­skipa er met­inn 62 millj­arð­ar króna í nýrri grein­ingu Ana­lytica. Stærst­ur hlut­inn er sagð­ur hafa lent á neyt­end­um vegna hærri kostn­að­ar á inn­flutt­um vör­um og þeim sem skulda verð­tryggð lán. „Dýr­keypt og hrika­leg að­för að neyt­end­um,“ seg­ir formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna.
Pálmar neitar að víkja - FME bað um breyttar reglur 2019
FréttirSamráð skipafélaga

Pálm­ar neit­ar að víkja - FME bað um breytt­ar regl­ur 2019

Sú furðu­lega staða er nú uppi í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu að þar sit­ur stjórn­ar­formað­ur sem nýt­ur hvorki stuðn­ings at­vinnu­rek­enda, sem skip­uðu hann í stjórn, eða laun­þega sem skipa hinn helm­ing stjórn­ar­inn­ar. SA seg­ir regl­ur banna að hann verði rek­inn. FME bað um að þeim yrði breytt fyr­ir nokkr­um ár­um, án ár­ang­urs.
SA segist ekki mega reka Pálmar sem neitar að hætta
FréttirSamráð skipafélaga

SA seg­ist ekki mega reka Pálm­ar sem neit­ar að hætta

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja sér óheim­ilt að víkja Pálm­ari Óla Magnús­syni full­trúa úr stjórn­ar­for­manns­stóli líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu og hafa ósk­að eft­ir því að FME end­ur­skoði hæfi hans eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lýsti hon­um sem lyk­il­manni í ólög­legu sam­ráði skipa­fé­lag­anna. Pálm­ar hef­ur sjálf­ur neit­að að víkja.
Mútur og samráð í skipaflutningi með dagblaðapappír
FréttirSamráð skipafélaga

Mút­ur og sam­ráð í skipa­flutn­ingi með dag­blaðapapp­ír

Sam­skip er sagt hafa greitt kanadísk­um miðl­ara mút­ur gegn því að dag­blaðapapp­ír fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki væri flutt­ur með Sam­skip­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um sam­ráð skipa­fé­lag­anna þar sem rak­ið er hvernig greiðsl­un­um var hald­ið leynd­um fyr­ir inn­flytj­end­um hér á landi. Sam­skip og miðl­ar­inn neita.
Lykilmaður í samráði víkur ekki úr stjórn lífeyrissjóðs
FréttirSamráð skipafélaga

Lyk­il­mað­ur í sam­ráði vík­ur ekki úr stjórn líf­eyr­is­sjóðs

Fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, Pálm­ar Óli Magnús­son, sem lýst er sem arki­tekt og lyk­il­manni í sam­ráðs­brot­um fyr­ir­tæk­is­ins í úr­skurði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, ætl­ar ekki að víkja úr stjórn­ar­for­manns­stóli eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann var skip­að­ur í stjórn nokkr­um dög­um áð­ur en hann var yf­ir­heyrð­ur vegna gruns um lög­brot­in. SA með skip­an hans til skoð­un­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár