Í byrjun árs 2008 var lausafjárkreppa og efnahagshorfur víða um heim, meðal annars hérlendis, fóru hratt versnandi. Árin á undan, sem oft voru kölluð góðæris- eða útrásarárin á tyllidögum á Íslandi, höfðu einkennst af því að ýmis fyrirtæki skuldsettu sig mikið til að fjárfesta erlendis eða í óskyldum greinum. Þannig háttaði um íslensku skipafélögin. Eimskip var í miklu brimróti, meðal annars vegna mikillar fjárfestingar í flugrekstri og fjárfestingum í Bretlandi og Hollandi. Á endanum skilaði þessi staða því að Eimskip tapaði rúmlega 96 milljörðum króna á árinu 2008.
Forstjóri Eimskips, Baldur Guðnason, og stjórnarformaður þess, Magnús Þorsteinsson, sem stýrði Avion Group stærsta eiganda félagsins, létu báðir af störfum sitt hvoru megin við áramótin 2008 vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp komin var innan Eimskips. Gylfi Sigfússon tók við sem forstjóri og Sindri Sindrason sem stjórnarformaður.
Hjá Samskipum var …
Venjulegt fólk glaptist á að kaupa hlutabréf í ýmsum félögum sem síðar urðu einskis virði í höndunum á þessum skelfilegu mönnum. Þeir útnýttu sér traust fjöldans, urðu moldríkir meðan fjöldinn tapaði sparnaði sínum og jafnvel eignum.
Er komið að skuldaskilum? Það þarf að fara betur í saumana á öllum þessum fjárglæframálum