Mikill viðbúnaður var á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan sex, en slökkviliðinu barst tilkynning um svartan reyk. Á svæðinu má sjá hvernig svartur reykur hefur stigið út úr íbúðaglugga eftir eldsvoða.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað til, en þar voru fjórir dælubílar auk sjúkra- og lögreglubíla.
Í viðtali við Vísi sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu: „Það er búið að slökkva allt og verið að reykræsta núna. Þetta virðist hafa verið hellings eldur.“
Engum varð meint af, þótt íbúðin sé illa farin.

Mynd: JT
Athugasemdir