Íbúðarhúsið á jörðinni Hjalla við Þorlákshafnarveg þar sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, býr var talið ónýtt og verðlaust þegar það var selt á milli fyrirtækja í eigu þeirra Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og Hrólfs Ölvissonar fjárfestis í lok árs í fyrra. Þeir Einar og Hrólfur eiga fyrirtækið Jarðefnaiðnað ehf. sem stundar námuvinnslu og jarðefnanám í Ölfusi. Verðmæt námuréttindi í Lambafelli í Þrengslum fylgdu með í kaupum þeirra á jörðinni Hjalla.
Elliði Vignisson segist eiga húsið á Hjalla í dag ásamt fjórum öðrum fasteignum á jörðinni og að þetta komi fram í gögnum sem hann er með í sínum fórum en sem ekki eru opinber. Bæjarstjórinn segir í samtali við Heimildina að hann og eiginkona hans, Berta Johansen, hafi nýlega eignast félagið sem á húsið og aðrar fasteignir á jörðinni en hann neitar að segja hvað hann borgaði fyrir það. Félagið sem á húsið í dag heitir LB-10 ehf. og eignaðist …
Bara þitt mál að þú eigir í einkaviðskiptum við stórfyrirtæki sem hugsanlega eiga eftir að eiga mikil viðskipti við bæinn? Spilltara getur það ekki orðið!