Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið sem urðu til þess að mat­væla­ráð­herra ákvað að banna hval­veið­ar í júní voru ekki í for­grunni þeg­ar ráð­herr­ann tók ákvörð­un um að leyfa þær að nýju frá og með morg­un­deg­in­um, að sögn Henrys Al­ex­and­ers Henrys­son­ar, full­trúa Sið­fræði­stofn­un­ar HÍ í fagráði um vel­ferð dýra. Enn er ekki hægt að tryggja mann­úð­lega af­líf­un stór­hvela, seg­ir Henry.

Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi
Enginn vafi fyrir hvali „Nú eru það eiginlega ekki dýrin sem munu njóta vafans. Það er búið að breyta um afstöðu í því máli. Ég er náttúrulega ósáttur við það,“ segir Henry.

Mánuðurinn sem gengur í garð á morgun gæti verið síðasti mánuður hvalveiða hér á landi, í það minnsta á þessu kjörtímabili. Hvalveiðileyfið sem Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út árið 2019 rennur út í lok þessa árs og getur arftaki Kristjáns, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sleppt því að gefa út nýtt leyfi þegar því lýkur. Hvalveiðitímabili ársins ætti að ljúka í þessum mánuði.

Svandís setti á tímabundið bann við hvalveiðum í júní en bannið rennur út í dag og ákvað Svandís ekki að framlengja það heldur einfaldlega herða kröfur um veiðibúnað, veiðiaðferðir og eftirlit. Því hefjast veiðar á morgun. 

Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar HÍ í fagráði um velferð dýra, er ósáttur með ákvörðun ráðherrans, enda telur hann að ekkert hafi komið fram um að mögulegt sé að tryggja mannúðleg dráp á stórhvelum.

„Það liggur fyrir að dýravelferðarsjónarmið sem voru aðal málið í júní eru ekki lengur aðal málið,“ segir Henry. 

Skýrslan dugi ekki til afstöðubreytingar 

Starfshópur ráðherrans skilaði fyrr í vikunni skýrslu þar sem fram kom að mögulegt væri að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvelum. 

„Mín afstaða er sú að skýrslan frá starfshópnum eigi ekki að duga til að breyta afstöðu ráðherra,“ segir Henry Alexander. „Það er ekki tekið nógu sterkt til orða til þess að fá nýtt svar við spurningunni sem við vorum með í júní, hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun.“

„Ég get ímyndað mér að hún hafi að minnsta kosti bjargað yfir 100 hvölum,“
Henry Alexander Henrysson
um tímabundna hvalveiðibannið

Niðurstaðan sem fagráð um velferð dýra komst að fyrr í sumar var sú að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. 

„Nú er komin ný spurning: Hvort það sé hægt að bæta veiðarnar. Það var ekki spurningin sem við vorum að spyrja í júní. Það má bæta allt. Þú getur alveg æft þig og hlutir geta skánað þó þeir séu ekki ásættanlegir,“ segir Henry. „Allir sem lesa skýrslu starfshópsins sjá að það er ekki lagt mat á það hvort þetta sé ásættanlegur árangur sem muni nást, það er bara sagt að þetta kunni að bæta veiðarnar.“

Vill að rafmagnskaplarnir séu teknir af Hval

Hann gleðst þó yfir því að Svandís hafi ákveðið að taka fyrir notkun rafmagns við veiðarnar enda telur hann að sú aðferð hefði verið bæði hættuleg starfsfólki og hvölunum. 

„Af því að það er eitthvað sem er alveg óásættanleg veiðiaðferð,“ segir Henry Alexander. „Ég var ekki búinn að heyra í neinum dýralækni eða vísindamanni neins staðar í heiminum sem mælir með þessari aðferð eða vill bendla nafn sitt við þessa tilraun. Fyrir mér var þetta bara ólöglegt.“

Henry vill reyndar að lengra sé gengið í þessum efnum. 

„Ég vil að búnaðurinn sé tekinn af þeim. Þó að þeir megi ekki nota kaplana þá eiga þeir ekki að vera um borð í skipunum,“ segir Henry.  

Gæti hafa bjargað yfir 100 hvölum

Hann gleðst ekki einungis yfir því að ráðherrann hafi ákveðið að taka fyrir notkun rafmagns heldur sömuleiðis því að einhverjum hvölum hafi verið hlíft við ómannúðlegri aflífun í sumar. 

„Við getum öll glaðst yfir því að [Svandís] bjargaði örugglega ótrúlega mörgum hvölum í sumar,“ segir Henry. „Ég get ímyndað mér að hún hafi að minnsta kosti bjargað yfir 100 hvölum.“

Dýraverndunarsinnar vonast eftir brælu

Venjulega standa hvalveiðar ekki lengur en út september. 

„Þeir sem eru að hugsa um dýravelferð vonast bara til þess að það verði svolítil bræla,“ segir Henry. „Það þarf ekki nema þrjár stórar haustlægðir og mikla ölduhæð.“

Samt gæti Hvalur náð að aflífa einhverja tugi hvala í þessum mánuði. Mánuði sem er mögulega síðasti mánuður veiða á stórhvelum hér á landi á þessu kjörtímabili.

„[Svandís] þarf að gefa út leyfi svo hægt sé að veiða næsta sumar,“ bendir Henry á. „Hún gæti einfaldlega sleppt því að gefa út leyfi án þess að það sé einhver sérstök ákvörðun.“

Leyfið rennur út í lok árs. 

„Það er ekkert sem segir að hún verði að gefa út leyfi. Hún getur tekið sér allan veturinn í þetta og ekki gefið út veiði. Þetta er ekki atvinnustarfsemi sem getur gert ráð fyrir að vera í gangi,“ segir Henry.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorvarður Hjaltason skrifaði
    Mig langar til að spyrja fólk, bæði þá sem eru með og á móti hvalveiðum, eru fiskar dýr? eiga "dýraverndunarsjónarmið" við um þá?
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í dag gerði Svandís Svavarsdóttir RISASTÓR mistök.

    Þetta mun reynast Íslandi, VG og henni sjálfri þungbært.

    Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að hætta hvalveiðum og því svívirðilega dýraníði sem því fylgir við strendur Íslands.

    Minnumst þess að Hvalur hf hefur lengi verið einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.

    Auðvitað ætlast fyrirtækið til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir þá "fjárfestingu" sína.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár