Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís ekki ráðherra „til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“

„Ég er nátt­úr­lega ekki fædd í gær,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra um það hvort hún sé ánægð með að hval­veið­um verði áfram hald­ið – með ít­ar­leg­um skil­yrð­um og eft­ir­liti þó. „Ég veit það að mað­ur er ekki ráð­herra til að fá út­rás fyr­ir sína villt­ustu drauma.“

Svandís ekki ráðherra „til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“
Í spurningaflóði Svandís Svavarsdóttir svarar spurningum blaðamanna að afloknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum. Mynd: Austurfrétt/Gunnar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra rökstyður ákvörðun um að leyfa áfram hvalveiðar með því að vísa í niðurstöður starfshóps sem hún skipaði í sumar og gaf út skýrslu sína í byrjun viku. Þar hafi komið fram „all margar hugmyndir“ sem væru til þess fallnar að fækka „frávikum“ við hvalveiðar. „Þannig að vertíðin fer af stað á morgun með ítarlegum skilyrðum,“ sagði hún við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund sem fram fór á Egilsstöðum í morgun.

Svandís mun í dag setja nýja reglugerð sem felur í sér ítarlegar og hertari kröfur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og aukið eftirlit. Þær snúa m.a. að þjálfun áhafna, breytinga á púðursamsetningu í sprengiskutlum, léttari línu í hann og nýs miðs byssanna með ljósi, svo dæmi séu tekin.

Samkvæmt reglugerðinni munu Matvælastofnun og Fiskistofa vinna saman að eftirliti með veiðunum. Ráðgert er að stofnanirnar sendi ráðuneytinu skýrslu við lok veiðitímabils þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður eftirlits með hvalveiðum 2023.

Á undanförnum mánuðum hafa verið unnar skýrslur um jafnt umhverfisleg sem efnahagsleg áhrif hvalveiða sem og um dýravelferðarsjónarmið. Fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu í sumar, eftir að Matvælastofnun hafði birt sláandi skýrslu um veiðar síðasta sumars, að ekki væri hægt að aflífa stórhveli með þeim aðferðum sem sem tíðast hafa.

Dýravelferð kirfilega á dagskrá

„Það sem liggur á mínu borði er að bregðast við á grundvelli gildandi laga og ég geri það,“ sagði Svandís. „Síðan eru það umræður um pólitíska afstöðu til málsins, kannski aðrar en þær hvaða svigrúm eða ráðrúm ég hef sjálf sem embættismaður og ráðherra. En ég held að það sé mjög mikilvægt að okkur hafi tekist að setja málið svona kirfilega á dagskrá með því að gera kröfur um stíft eftirlit, það hafði ekki verið gert áður. Þannig að nú erum við með gögnin. Nú sjáum við hvernig þetta fer fram.“

Umræðunni sé því engan veginn lokið. „Og ég legg áherslu á að hún haldi áfram. Í samfélaginu öllu og í pólitíkinni. Við erum síðasta þjóðin í heiminum sem erum að leyfa veiðar á stórhvelum með þessum hætti. Það er einn aðili sem er að stunda þær veiðar.“ Spurningin sé hins vegar hvort að það sé sú framtíðarsýn sem Íslendingar vilji sjá.

En er hún með ákvörðun sinni að láta undan hótunum samstarfsflokka í ríkisstjórn, var hún ennfremur spurð. „Nei,“ svaraði hún ákveðið, „ekki á nokkrun hátt. Það væri dapurleg nálgun fagráðherra – á öllum tímum – að bregðast við slíkum þrýsingi. Og það hef ég ekki gert.“ Hún sagði „hótanir og vangaveltur“ frekar snúast um innanflokksvanda. „Ég hef sagt að það sé alltaf til góðs að fólk tali meira saman og ég held að það gildi á þessum tímum sérstaklega um sjálfstæðismenn.“

„VG vill banna hvalveiðar“

Áhrifamiklir leikarar í Hollywood hafa sett sig upp á móti hvalveiðum Íslendinga og sagt að landið verði ekki valið sem tökustaður, verði veiðunum framhaldið. „Það er alveg ljóst að sú staðreynd að við séum eina þjóðin sem er að stunda [veiðar á langreyðum] skiptir máli. Og þau sem hafa spurt hvort við viljum vera það samfélag – ég skil mjög vel slíkar áhyggjur.“

Svandís vildi ekki svara því hreint út hvort að hún vilji persónulega banna hvalveiðar en vísaði í stefnu Vinstri grænna. „VG vill banna hvalveiðar.“ En hún væri að bregðast við gildu leyfi. Spurð hvort hún hefði heimild til að banna hvalveiðar nú, áður en leyfið renni út um áramót, svaraði hún: „Ég veit ekki hvernig samfélag það væri þar sem ráðherrar færu á svig við lög á hverjum degi og gerðu bara það sem þá langaði helst til.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrún Karldsdóttir skrifaði
    Svandís sýndi mikið hugrekki í að segja það sem ekki hefur mátt tala um og vitna ég hér í hana „Og ég legg áherslu á að hún haldi áfram. Í samfélaginu öllu og í pólitíkinni. Við erum síðasta þjóðin í heiminum sem erum að leyfa veiðar á stórhvelum með þessum hætti. Það er einn aðili sem er að stunda þær veiðar.“ Sem sagt: KL er eina manneskjan í heiminum sem hefur leyfi frá sinni ríkisstjórn til að veiða stórhveli, höldum því til haga! Það að frekjan í einum kalli skuli geta sett allt á annan endann er dæmalaust! Þetta er ekkert annað en þráhyggja manns sem er að springa úr frekju. Kjötið er ekki einu sinni borðað, heldur sent um heimshöfin áður en það endar svo í fóðri fyrir dýr. Við verðum að stoppa núna og fara að skoða hlutina í samhengi!
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er Sorgar dagur i sögu ISLANDS og til Skammar fyrir xG. Nasiztarnir unnu með hotunum. Best væri að ganga til Kosninga i Haust. Rikistjornin er FALLIN
    þeirra filgi er hrunið fyrir löngu. Þetta a eftir að draga dilk a eftir ser td i USA og viðar.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í dag gerði Svandís Svavarsdóttir RISASTÓR mistök.

    Þetta mun reynast Íslandi, VG og henni sjálfri þungbært.

    Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að hætta hvalveiðum og því svívirðilega dýraníði sem því fylgir við strendur Íslands.

    Minnumst þess að Hvalur hf hefur lengi verið einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.

    Auðvitað ætlast fyrirtækið til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir þá "fjárfestingu" sína.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
2
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
3
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
4
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu