Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Rekstartap Alvotech var 25 milljarðar á fyrri hluta árs og laust fé helmingaðist

Al­votech bók­færði um­tals­vert nýt­an­legt skatta­legt tap sem tekj­ur á fyrri hluta árs­ins. Fé­lag­ið hef­ur ít­rek­að sótt sér fé frá lok­um síð­asta árs en hratt geng­ur á lausa­fé þess. Banda­ríska lyfja­eft­ir­lit­ið hef­ur tví­veg­is hafn­að um­sókn­um Al­votech um mark­aðs­leyfi fyr­ir af­ar verð­mætt lyf, sem átti að skila fé­lag­inu í hagn­að fyr­ir árs­lok.

Rekstartap Alvotech var 25 milljarðar á fyrri hluta árs og laust fé helmingaðist
Forstjórinn Róbert Wessman er bæði forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Hann fer líka fyrir stærsta hluthafa félagsins. Mynd: Nasdaq Iceland

Alvotech tapaði 86,9 milljónum Bandaríkjadala, eða 11,4 milljörðum króna á gengi dagsins í dag, á fyrstu sex mánuðum ársins 2023. Inni í þeirri tölu er þó skattalegt tap upp á 6,5 milljarða króna sem félagið færir sem tekjur í ársreikningi sínum. Rekstrartap Alvotech á fyrri hluta ársins var 189,1 milljón Bandaríkjadala, eða 24,8 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi Alvotech sem birtur var í vikunni. 

Þegar Alvotech greindi frá uppgjöri sínu fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins kom fram að félagið hefði tapað 276,2 milljónum Bandaríkjadala á því tímabili, sem var um 38 milljarðar króna. Því mætti ætla, út frá því að tapið um mitt ár var miklu minna, að mikill viðsnúningur hefði orðið í rekstrinum og tekjur aukist langt umfram kostnað frá lokum mars og út júní. Málið er þó ekki svo einfalt, þótt sölutekjurnar hafi vissulega aukist frá sama tímabili í fyrra og voru alls  22,7 milljónir Bandaríkjadala, …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár