Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Seldu vatnsréttindin með jörðinni

Vatns­rétt­indi fyr­ir­tæk­is­ins Icelandic Glacial eru met­in á 11,5 til 18 millj­arða króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir ár­ið 2021, en þau fylgdu jörð sem Sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus seldi fyr­ir­tæki Jóns Ólafs­son­ar á 100 millj­ón­ir króna ár­ið 2006. Nú­ver­andi bæj­ar­stjóri í Ölfusi tel­ur vara­samt að gagn­rýna söl­una eft­ir á, en seg­ir að það væri já­kvætt ef Ölfus ætti enn jörð­ina að Hlíðar­enda.

Seldu vatnsréttindin með jörðinni
Vatnsréttindi Elliði Vignisson, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, tel­ur vara­samt að gagn­rýna söl­u á vatnsréttindum Icelandic Glacial sem fylgdu jörð sem Ölfus seldi fyrirtæki Jóns Ólafssonar, eft­ir á, en seg­ir að það væri já­kvætt ef Ölfus ætti enn jörð­ina að Hlíðar­enda. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Skömmu eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006 samþykkti sveitarstjórn Ölfuss að selja jörðina Hlíðarenda í Ölfusi, með vatnsréttindum og öðrum tilheyrandi gæðum, til félagsins Icelandic Water Holdings ehf., sem hafði þá þegar um nokkurt skeið tappað Icelandic Glacial vatninu á flöskur í iðnaðarhúsnæði á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn.

Söluverðið á sínum tíma nam 100 milljónum króna og seldi sveitarfélagið fyrirtækinu jörðina með vaxtalausu kúluláni til fimm ára, sem þýddi að vatnsfyrirtækið þurfti ekki að greiða sveitarfélaginu krónu fyrr en að fimm árum liðnum. Innan þessara fimm ára hafði Icelandic Water Holdings byggt stóra verksmiðju að Hlíðarenda og veðsett jörðina, fyrir nærri 1.100 milljónir króna.

Vatnsréttindin metin á 11,5 til 18 milljarða 

Samkvæmt ársreikningi Icelandic Water Holdings fyrir árið 2021 voru vatnsréttindi fyrirtækisins að Hlíðarenda ein og sér metin á 87 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna. Þess er svo einnig getið í ársreikningnum að uppfært mat erlends sérfræðifyrirtækis á virði vatnslindarinnar, sé …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
4
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár