Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hitamál á flokksráðsfundi VG um helgina – Útlendingalög, hvalveiðar og auðlindir í þjóðareign

Hita­mál inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar á borð við fram­kvæmd nýrra út­lend­ingalaga og hval­veiði­bann­ið eru með­al þess sem tek­ið er fyr­ir í drög­um að álykt­un­um sem liggja fyr­ir flokks­ráðs­þingi Vinstri grænna sem fram fer um helg­ina. For­sæt­is­ráð­herra kem­ur að álykt­un­ar­drög­um þar sem þess er kraf­ist að auð­lind­ir verði þjóð­ar­eign, þar með tal­inn fisk­ur­inn í sjón­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er með sinn flokks­ráðs­fund í dag og ligg­ur stjórn­mála­álykt­un hans fyr­ir síð­deg­is.

Hitamál á flokksráðsfundi VG um helgina – Útlendingalög, hvalveiðar og auðlindir í þjóðareign
Stefnan mörkuð Flokksráð er æðsta vald Vinstri grænna milli landsfunda en síðasti landsfundur var haldinn á Akureyri i haust. Mynd: Auðunn

Bæði Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Sjálfstæðisflokkur eru með flokksráðsfundi sína um helgina. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur yfir á laugardag og sunnudag, og fer fram í félagsheimilinu á Flúðum. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á flokksráðsfundum er stjórnmálastefna flokkanna mörkuð á milli landsfunda. 

Þjóðgarður, áfengissala og veiðigjöld

Drög að ályktunum um auðlindir í þjóðareign, stofnun þjóðgarðs á hálendinu, veiðigjöld og nýtt fyrirkomulag á eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum, auk draga að ályktunum um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd og áfengissölu, eru meðal þess sem liggur fyrir fundi Vinstri grænna. Því er ljóst að þar verður fjallað um fjölda mála sem ekki ríkir eining um innan stjórnarflokkanna. Verði drög að ályktunum sem liggja fyrir fundinum samþykkt þá gæti það skapað stærri gjá milli samstarfsflokkanna þriggja sem ráða Íslandi.

Stemningin innan ríkisstjórnarflokkanna, þá sérstaklega Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, virðist hafa verið að súrna síðustu mánuði, ekki síst vegna mála á borð við útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks, hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna og skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um söluna á Íslandsbanka sem heyrir undir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokks. 

Aðeins 36% styðja ríkisstjórnina

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur verið starfandi frá því síðla árs 2017 en flokkarnir ákváðu að halda samstarfinu áfram eftir kosningarnar 2021. Katrín Jakobsdóttir hefur allan tímann verið forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson ráðherra fjármála. 

Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup er stuðningur við ríkisstjórnina aðeins 36%. Vinstri græn mældust með 6,1% fylgi síðustu mánaðamót, samanborið við 6,2% í júní. Flokkurinn fékk 12,6% í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkur mældist með 21% fylgi, samanborið við 20,8 í júní. Flokkurinn fékk 24,4% atkvæða upp úr kjörkössunum. 

Gagnrýna lögin sem flokkurinn samþykkti

Í gær voru birt drög að ályktunum sem verða lagðar fram til samþykktar, breytingar eða synjunar á flokksráðsfundi Vinstri grænna. 

Hörð gagnrýni á framkvæmd útlendingafrumvarpsins er lögð fram í ályktunardrögum sem stjórnir þriggja aðilarfélaga Vinstri grænna leggja fram. 

„Framkvæmdin má ekki verða til þess að fólk sé skilið eftir á götunni. Slíkt er grafalvarlegt og í hróplegu ósamræmi við það samfélag sem við viljum búa í. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að samkvæmt lögunum má ekki fella niður réttindi barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna ásamt alvarlega veikum einstaklingum og fötluðum með langvarandi stuðningsþarfir. Grundvallarmannréttindi þeirra sem missa þjónustu verður að tryggja. Lokaðar flóttamannabúðir þar sem fólk er geymt þar til hægt er að senda það úr landi er ekki lausnin á þessari stöðu,“ er meðal þess sem segir í drögunum. Þegar umræða stóð yfir um frumvarpið á þingi bentu þingmenn stjórnarandstöðunnar á að fólk myndi lenda á götunni ef það yrði að lögum.

Í drögum að ályktun sem stjórn kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi hefur lagt fram segir: „Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn á Flúðum 26.-27. ágúst 2023, fagnar þeirri vinnu sem matvælaráðherra hefur unnið í tengslum við hvalveiðar sem byggir á faglegu mati og sjónarmiðum dýravelferðar. Flokksráðsfundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til fram til þessa.“ Svandís og aðrir þingmenn hafa staðið þétt að baki banninu en það fór heldur illa í Sjálfstæðismenn og sagði Bjarni stöðvun hvalveiða ekki gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið. 

Spurningamerki við lúxusferðaþjónustu á hálendinu

Stjórn Vinstri grænna, sem meðal annars er skipuð Katrínu og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur lagt fram drög að ályktun um mikilvægi þess að sett verði ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá líkt og Katrín lagði fram á þingi á síðasta kjörtímabili. 

„Ísland byggir tilvist sína á náttúruauðlindum og það hefur aldrei verið mikilvægara að setja þá grundvallarreglu að þær séu þjóðareign, skýrar reglur gildi um mögulega nýtingu þeirra og tryggt sé að hún sé sjálfbær. Það á við um fiskinn í sjónum, orku, vatn, jarðefni á landi og á hafsbotni, ósnortna náttúru og allar aðrar þær auðlindir sem finna má í náttúru Íslands,“ segir þar meðal annars. Þá er þar bent á að nýleg viðskipti með hluta vatnsauðlindarinnnar sýni að eftirspurn eftir ýmsum auðlindum er gríðarlega hvaðanæva úr heiminum. 

„Þá er rétt að árétta að löngu tímabært ákvæði um umhverfis- og náttúruvernd verði samþykkt í stjórnarskrá þar sem almannarétturinn er einnig tryggður en uppbygging lúxusferðaþjónustu á hálendi Íslands vekur spurningar um vernd lítt snortinna víðerna og rétt almennings til að fara um þau,“ segir einnig í drögunum. 

Ís- kúa- og ferðaþjónustubóndi í pallborði

Stjórn flokksins leggur einnig fyrir fundinn ályktunardrög um að leggja skuli niður Bankasýslu ríksins og taka þurfi upp nýtt fyrirkomulag á eignarhaldi í fjármálafyrirtækjum sem er að hluta eða í heild í eigu ríkisins. „Bankasýsla ríkisins fór með framkvæmd á sölu hlutar í Íslandsbanka og bar þar leiðbeiningar- og eftirlitsskyldu gagnvart Íslandsbanka og öðrum þeim fjármálafyrirtækjum sem tóku þátt í þeirri sölu. Ekki er hægt að líta fram hjá ábyrgð stofnunarinnar á framkvæmdinni að þessu leyti og mikilvægt að betra fyrirkomulag verði tekið upp hvað varðar eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Þá hvetur fundurinn til þess að þau skref sem stigin voru á síðasta kjörtímabili til að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi verði metin og tekið til skoðunar að lögfesta fullan aðskilnað,“ segir þar. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem lögð er áhersla á að leggja niður Bankasýsluna og samþykkti sitjandi ríkisstjórn á síðasta ári að gera það.

Ályktunardrögin verða til umræðu á fundinum í dag og greidd verða atkvæði um þær fyrir hádegi á morgun, sunnudag. Á dagskrá fundarins eru einnig pallborðsumræður um mat framtíðarinnar þar sem korn- og svínabóndi, sveppabóndi, og ís- kúa- og ferðaþjónustubóndi verða meðal annarra. Þá er einnig farið í sérstaka sumarferð þar sem skoðuð er starfsemin á garðyrkjustöðinni Espiflöt auk gönguferðar þar sem Seyruverkefnið er kynnt. 

Geir H. Haarde mætir á Hilton

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokks hefst klukkan 12:30 þegar Bjarni setur fundinn. Á dagskrá er meðal annars umræða um breyttan heim og nýjar áskoranir í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra tekur þar til máls í pallborði ásamt öðrum.

Þá verða pallborðsumræður um „stjórnmálaviðhorfið“, sem ekki er skýrt nánar í dagskrá, þar sem þátt taka Bjarni, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð varaformaður, Vilhjálmur Árnason ritari flokksins og Óli Björn Kárason þingflokksformaður. Báðum þessum umræðum stýrir Ásta Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.

Eftir kaffihlé er síðan málefnastarf í vinnuhópum þar sem unnið er í drögum málefnahóps um stjórnmálaályktun fundarins. Drögin hafa ekki verið opinberuð. Ályktunin er síðan samþykkt fyrir fundarslit klukkan hálf sex í dag.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Þá er þar bent á að nýleg viðskipti með hluta vatnsauðlindarinnnar sýni að eftirspurn eftir ýmsum auðlindum er gríðarlega hvaðanæva úr heiminum. "
    - Ísafjarðarbær selur 1 tonn af vatni til skemmtiferðaskipa á 407 kr. Í raun er bara verið að greiða fyrir þjónustuna, vatnið látið ókeypis. Til samanburðar kostar hálfpotts vatnsflaska í búð um 400 kr. En pottur af mjólk kostar rúmar 200 kr. svo það er margt skrýtið í kýrhausnum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár