Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sætir hótunum um líkamsmeiðingar fyrir að vilja verja sitt land

Skýr ákvæði eru í lög­um um að sveit­ar­fé­lög skuli bregð­ast við ágangi sauð­fjár í landi fólks með því að láta smala því. Þrátt fyr­ir það hef­ur sveit­ar­fé­lag­ið Fjarða­byggð skellt skolla­eyr­um við öll­um beiðn­um eig­enda jarð­ar­inn­ar Ós­eyr­ar um smöl­un tuga sau­fjár sem geng­ur í frið­uðu landi. Ív­ar Ingimars­son, ann­ar land­eig­enda, hef­ur þá þurft að sitja und­ir upp­nefn­um, ill­mælgi og líf­láts­hót­un­um á sam­fé­lags­miðl­um.

Sætir hótunum um líkamsmeiðingar fyrir að vilja verja sitt land
Landeigandi Ívar Ingimarsson, eigandi jarðarinnar Óseyrar í Stöðvarfirði, ásamt Hrefnu Arnardóttur, eiginkonu sinni, hefur sætt hótunum um líkamsmeiðingar á samfélagsmiðlum, uppnefnum og hrakyrðum einnig, vegna þeirrar afstöðu sinnar að vilja friða sitt land fyrir ágangi sauðfjár. Mynd: Aðsend

Þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að sveitarfélögum sé skylt að láta smala sauðfé sem gengur í annarra manna löndum en eigenda þess, hafa landeigendur í Stöðvarfirði gengið bónleiðir til búðar síðustu fimm ár en kröfum þeirra um smölun hefur ekki verið sinnt. Ívar Ingimarsson, eigandi jarðarinnar Óseyrar í Stöðvarfirði, ásamt Hrefnu Arnardóttur, eiginkonu sinni, hefur þá sætt hótunum um líkamsmeiðingar á samfélagsmiðlum, uppnefnum og hrakyrðum einnig, vegna þeirrar afstöðu sinnar að vilja friða sitt land fyrir ágangi sauðfjár. Þau hjón er fráleitt einu landeigendurnir sem svo háttar um á landinu.

Ívar er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu til margra ára, spilaði meðal annars í átta ár með enska knattspyrnuliðinu Reading, bæði í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu deildinni. Hann er frá Stöðvarfirði og keypti árið 2005 jörðina Óseyri í firðinum. „Ég tengist í raun ekkert Óseyri, jörðinni sem slíkri, en þetta eru mínir heimahagar. Ég er niðri á Stöðvarfirði núna, …

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár