Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sætir hótunum um líkamsmeiðingar fyrir að vilja verja sitt land

Skýr ákvæði eru í lög­um um að sveit­ar­fé­lög skuli bregð­ast við ágangi sauð­fjár í landi fólks með því að láta smala því. Þrátt fyr­ir það hef­ur sveit­ar­fé­lag­ið Fjarða­byggð skellt skolla­eyr­um við öll­um beiðn­um eig­enda jarð­ar­inn­ar Ós­eyr­ar um smöl­un tuga sau­fjár sem geng­ur í frið­uðu landi. Ív­ar Ingimars­son, ann­ar land­eig­enda, hef­ur þá þurft að sitja und­ir upp­nefn­um, ill­mælgi og líf­láts­hót­un­um á sam­fé­lags­miðl­um.

Sætir hótunum um líkamsmeiðingar fyrir að vilja verja sitt land
Landeigandi Ívar Ingimarsson, eigandi jarðarinnar Óseyrar í Stöðvarfirði, ásamt Hrefnu Arnardóttur, eiginkonu sinni, hefur sætt hótunum um líkamsmeiðingar á samfélagsmiðlum, uppnefnum og hrakyrðum einnig, vegna þeirrar afstöðu sinnar að vilja friða sitt land fyrir ágangi sauðfjár. Mynd: Aðsend

Þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að sveitarfélögum sé skylt að láta smala sauðfé sem gengur í annarra manna löndum en eigenda þess, hafa landeigendur í Stöðvarfirði gengið bónleiðir til búðar síðustu fimm ár en kröfum þeirra um smölun hefur ekki verið sinnt. Ívar Ingimarsson, eigandi jarðarinnar Óseyrar í Stöðvarfirði, ásamt Hrefnu Arnardóttur, eiginkonu sinni, hefur þá sætt hótunum um líkamsmeiðingar á samfélagsmiðlum, uppnefnum og hrakyrðum einnig, vegna þeirrar afstöðu sinnar að vilja friða sitt land fyrir ágangi sauðfjár. Þau hjón er fráleitt einu landeigendurnir sem svo háttar um á landinu.

Ívar er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu til margra ára, spilaði meðal annars í átta ár með enska knattspyrnuliðinu Reading, bæði í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu deildinni. Hann er frá Stöðvarfirði og keypti árið 2005 jörðina Óseyri í firðinum. „Ég tengist í raun ekkert Óseyri, jörðinni sem slíkri, en þetta eru mínir heimahagar. Ég er niðri á Stöðvarfirði núna, …

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár