ADHD-lyfið Elvanse Adult sem átti að koma til landsins í vor hefur enn ekki borist og er ekki útlit fyrir að það gerist fyrr en í lok september eða byrjun október. Samheitalyf rauk út á um tveimur vikum í ágúst.
Davíð Ingason, markaðsstjóri Vistor – fyrirtækisins sem flytur Elvanse inn, segir ástandið ergilegt og að starfsfólk fyrirtækisins spyrjist fyrir um stöðuna hjá sínum birgja í Þýskalandi daglega. Hann vonast til þess að lyfið verði komið hingað til lands eftir mánuð. „Við myndum einskis óska frekar en að eiga þetta,“ segir Davíð.
ADHD-fólk sem tekur Elvanse Adult er því almennt lyfjalaust og er Rakel Steinberg Sölvadóttir ein af þeim.
„Ég mun alveg lifa þetta af, þetta verður óþægilegt en mun ekki hafa einhver dramatísk áhrif á mig sem fullorðinn einstakling,“ segir Rakel. „Það sem ég hef meiri áhyggjur af er unga kynslóðin.“
„Svakalegt álag“
Formaður ADHD samtakanna segir að án …
Athugasemdir (1)