Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Án lyfja og hefur áhyggjur af unga fólkinu

Rakel Stein­berg Sölva­dótt­ir er lyfja­laus, eins og fjöl­mörg önn­ur sem taka ADHD-lyf­ið Elvan­se Adult sem hef­ur ver­ið meira og minna ófá­an­legt hér­lend­is síð­an í júlí. Rakel hef­ur minni áhyggj­ur af sjálfri sér held­ur en ungu fólki með ADHD sem er þessa dag­ana að fara af stað í nám í há­skól­um og fram­halds­skól­um lands­ins.

Án lyfja og hefur áhyggjur af unga fólkinu
Kvíði hjá unga fólkinu „Ég hef heyrt af einstaklingum sem eru í framhalds- og háskólanámi sem eru bara komnir með massa kvíða yfir því að vera ekki að fá lyfin,“ segir Rakel. Mynd: Heiða Helgadóttir

ADHD-lyfið Elvanse Adult sem átti að koma til landsins í vor hefur enn ekki borist og er ekki útlit fyrir að það gerist fyrr en í lok september eða byrjun október. Samheitalyf rauk út á um tveimur vikum í ágúst.

Davíð Ingason, markaðsstjóri Vistor – fyrirtækisins sem flytur Elvanse inn, segir ástandið ergilegt og að starfsfólk fyrirtækisins spyrjist fyrir um stöðuna hjá sínum birgja í Þýskalandi daglega. Hann vonast til þess að lyfið verði komið hingað til lands eftir mánuð. „Við myndum einskis óska frekar en að eiga þetta,“ segir Davíð.

ADHD-fólk sem tekur Elvanse Adult er því almennt lyfjalaust og er Rakel Steinberg Sölvadóttir ein af þeim.

„Ég mun alveg lifa þetta af, þetta verður óþægilegt en mun ekki hafa einhver dramatísk áhrif á mig sem fullorðinn einstakling,“ segir Rakel. „Það sem ég hef meiri áhyggjur af er unga kynslóðin.“

„Svakalegt álag“

Formaður ADHD samtakanna segir að án …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
    Heitir fyrirtækið ekki Vistor frekar en Visitor? (afsakið smámunasemina). En þetta er afleitt ástand :(
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár